Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 JJann leit út fyrir að vera einn þeirra manna, sem biðjast af- sökunar á tilveru sinni. Frú Ossin- paja kom auga á það um leið og hann snaraðist inn í stofuna henn- ar. Augu þeirra mættust og hann virtist eilítið óttasleginn. Viljið þér ekki fá yður sæti . .? Nafn mitt er Falliere, sagði hann og settist á stólbrík, — ég sá auglýsingu yðar um að þér tak- ið að yður að lækna menn af van- metakennd. Þessvegna er ég kominn hingað. Þér lítið sannarlega ekki út fyr- ir að þjást af vanmetakennd, sagði frú Ossinpaja brosandi, en hugs- aði með sjálfri sér að aldrei hafi hún augum litið mann sem bar eins glögg einkenni vanmetakenndar og þessi. Hún sagði þetta aðeins til að hughreysta hann. En ég þjáist þó af þessu sagði herra Falliere, — ég er þjakaður af þessu og mér finnst lífið vera mér einskis virði. Ég er á fimm- tugsaldri svo að það ér sannarlega kominn tími til að losna við þetta. Gætuð þér ekki gefið mér hug- mynd um hvernig þetta lýsir sér. Ég er hræddur — hræddur við konuna mína og húsbónda minn. Ég verð eitthvað skrýtinn þegar húsbóndinn þarf að tala við mig. Ég verð þurr í kverkunum og ég get engu svarað, jafnvel þó að hann spyrji mig um það, sem mér er vel kunnugt um. Og konan mín. Já, á sunnudögum langar mig stundum til að njóta lífsins eitt- hvað. Hvað meinið þér með því að njóta lífsins? skaut frú Ossinpaja inn í. Til dæmis að grúska í frí- merkjasafninu mínu, svaraði herra Falliere, en þá kemur konan mín og segir, að við skulum fá okkur gönguferð í kirkjugarðinn og fara svo til systur hennar og mágs. Ég get ekki sagt nei, jafnvel þó ég myndi helzt vilja vera heima og sýsla við frímerkin, og mér leiðist að fara í kirkjugarðinn og ég get ekki fellt mig við fjöl- skyldu konu minnar. Konan mín skipar fyrir og ég hlýði. Mig langar oft til að mót- mæla og ég hef ákveðið hvað ég ætla að segja, en á síðasta augna- bliki missi ég móðinn og læðist í burtu. Hafið þér alltaf verið svona? Já, því miður. I skólanum hæddu ust strákarnir að mér og slógu mig, jafnvel þeir, sem voru miklu minni en ég og ég hefði getað ráð- ið við, en það fór allt á sama veg, ég missti móðinn. Þegar ég var drengur langaði mig til að hafa gullfiska, en móðir mín bannaði mér það. Tengdaforeldrar mínir höfðu gullfiska og ég býst við því að þessvegna hafi ég getað heim- sótt þau. Ég hélt að konan min myndi því leyfa mér að hafa gullfiska þegar við værum gift. frú Ossinpaja hlustaði með sam- úð á harmsögu herra Falliere um vonbrigði þau og auðmýkingu, sem hann hefur orðið að þola. Loksins þagnaði hann og horfði á hana eftirvæntingarfullur. Þetta er dálítið óvenjulegt sagði hún eftir andartaksþögn. Haldið þér að ekkert sé hægt að gera? sagði herra Filliere beygð- ur. Óvenjulegur sjúkdómur krefst óvenjulegrar meðferðar sagði frú Ossinpaja og horfði í augu hans. Ég ætla að trúa yður fyrir nokkru, sem þér verðið að lofa mér að segja engum öðrum frá. Fyrir nokkrum árum var ég í Algier og þar hitti ég gamlan mann á mark- aði. Ég hélt í fytstu að hann væri innfæddur, en komst að raun um að hann var Indverji. Hann komst fljótt á snoðir um mína óvenju- legu hæfileika og við gerðum nokkrar tilraunir, sem tókust með ágætum. Jæja, sagði herra Falliere, sem hlustaði fullur eftirvæntingar. Þegar leiðir okkar skildu gaf hann mér hring að skilnaði. Eftir örstutta þögn sagði frú Ossinpaja: Indverjinn sagði mér, að sá mað- ur, sem bæri hringinn gæti fengið vilja sínum framgengt. Hann er eins og hringurinn í Þúsund og einni nótt og frá þessum degi hefi ég átt hringinn. Hann hefur veitt mér kraft til að fá vilja mínum framgengt. Hérna er hringurinn. Herra Falliere varð undrandi þegar frú Ossinpaja rétti honum hringinn. Þér trúið á hann? hvíslaði hann. Já, ég hef líka séð árangurinn, sagði hún og ég lofa yður að þessi hringur muni gera yður að hús- bónda á heimilinu. Þegar þér þurfið að koma fram einhverju máli skuluð þér setja upp hringinn. Hafið hann í vasan- um og setjið hann á fingurinn, þegar þér lendið í kröggum. Þá eruð þér ekki lengur einn. Þá haf- ið þér töframátt hringsins yður til hjálpar. En, ætlið þér virkilega að gefa mér þennan hring? Ekki gefa, heldur lána. Þér skil- ið mér honum aftur þegar hann hefur orðið yður að liði. Og þetta verður að vera algjört leyndarmál okkar á milli. Því lofa ég, en hvernig á ég að gjalda þetta? Það skuluð þér ekki hugsa um. Ég fæ bara mínar þakkir fyrir ráðleggingamar. JJversvegna kemur þú svona seint heim í dag? nöldraði friji Falliere um leið og hann kom inn í ganginn. Hefur þú verið á kránni og drukkið þig fullan? Nei, ég . . . Fíflið þitt, þú óhreinkar nýbón- að gólfið með rennblautri regn- hlífinni, sagði frú Falliere. Við skulum flýta okkur að borða og heimsækja svo systur mína í kvöld. Herra Fallier stakk hendinni í vasann. Hann fann hringinn og kom honum á fingurinn. í sama vetfangi var eins og heitur straumur liði um hann allan og hann fann að á honum varð ein- hver breyting. Hann heyrði ein- hverja raust, og það var ekki fyrr en þessi raust hafði talað nokkra stund að hann gerði sér ljóst að þetta var hans eigin rödd. Ég fer ekkert. Ég ætla að raða fáeinum frímerkjum . . . og viltu gjöra svo vel að tala við mig á kurteisari hátt en þú gerðir áð- an. Ef það lekur af regnhlífinni minni þá gjörðu svo vel að þurrka það upp. Hvernig ert þú farinn að tala, Emil? sagði frú Falliere. Auk þess kæri ég mig ekki um nein brigslyrði þó að ég komi ekki beint heim frá skrifstofunni. Ég ætla að láta þig vita að maturinn á að vera til klukkan sex og nú vantar hana fimm mínútur . . . Hvað er þetta? Ert þú ekki enn- þá búin að leggja á borðið? Emil, ert þú veikur? spurði frú Falliere óttaslegin. Mér líður vel ef enginn er að þreyta mig. Sæktu inniskóna mína. Já, já, sjálfsagt. Frú Falliere flýtti sér inn í svefnherbergið og sótti inniskó eiginmannsins í fyrsta sinn í 20 ára hjónabandi. Rg veit ekki hvernig ég get þakk- að yður, en í þessu umslagi er ávísun, sem því miður er ekki eins há og hún þyrfti að vera. Og hérna er hringurinn, sagði herra Falliere og rétti henni umslag og hring- inn. Það voru liðnir rúmir fjórir mánuðir síðan hann kom til henn- ar og hún lánaði honum hringinn. Hefur hann leitt eitthvað gott af sér? Já mjög gott. Nú á ég gullfiska. Konan mín snýst í kring um mig. Ég hef fengið launahækkun og verið hækkaður í stöðu. Nú fer ég aldrei í kirkjugarðinn á sunnudög- um og ég hef sagt mágkonu minni og manni hennar mitt álit á þeim. Og konu minni finnst ég vera hetja. Ég óska yður til hamingju. Ég þakka. Það er aðeins eitt, sagði herra Falliere hikandi. Get ég fengið hringinn lánaðan aftur ef ég lendi í klípu og þarf að nota hann. Auðvitað getið þér fengið hann hvenær sem yður hentar, svaraði frú Ossinpaja. Þér getið komið og sótt hann. Hún fylgdi honum til dyra, gekk svo aftur inn í stofuna og dró út skúffuna. Þar voru fyrir um það bil fimmtíu hringar og annað eins var í notkun. Þessir hringar voru allir eins. Frú Ossinpaja hafði keypt þá í Milano og fengið mikinn afslátt af því að hún keypti svo marga. Jean Volls. (lauslega þýtt).

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.