Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 18

Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 18
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini: 18 VESTURLAND Það er sjómanna æðsta yndi Það er sjómanna æðsta yndi að afla mikils og lifa glatt, aka seglunum eftir vindi, elska konur og tala satt, minnast þess, sem að lék í lyndi, láta gnoðina sigla hratt, verða fyrstir að frægðartindi og finnast létt um að greiða skatt. Sjómenn oftast til einhvers hlakka, ástin er þeim i huga fest. Þeir, sem eiga konu og krakka, keppast því við að afla mest. Sjórokið finnst þeim sætt að smakka. Sigurinn getur kryddað flest. Ójafnan leik þeir ætíð skakka, og alltaf reynast þeir manna bezt. Ævintýr eru sj ómannssæla, sj óf erða-endurminningar. Gugna ei þó að komi kæla, kært er þeim trúað hugarfar. Hafa þó til að stríða og stæla, stundum gefa þeir hávært svar. Gnoðinni unna, hcnni hæla og hefja sönginn um það, sem var. Það var svo gaman að sigla á sjónum, syngja hrifandi fögur Ijóð; ná úr hljóðfæri töfratónum, tala um ástir og kyssa fljóð, vera ungur að vaða í snjónum, velja flughála sldðaslóð, veiða silung í lækjalónum og leggja pening í varasj óð. Jónas Jónsson. ■iiiitiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiNiiiitiiiiiiiiiiiiiiMitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiMiiiiii Færum öllum viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár. Vélasalan h.f. Beykjavík. iiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM Islenzkar þjóðsogur Einbúi Á heiðinni skammt fyrir ofan prestssetnb Brjansiæk á Barða- strönd stendur stór, stakur steinn, sem Einbúi nefnist. Munnmæli herma, aö sjöundi hver prestur á Brjánsiæk gangi i Einbúa á hverju aöíangadagskvöldi um miðaftans- leytið og komi eigi aftur til manna fyrr en á sunnudaginn milli jóla og nýárs. Síöasti presturinn, sem gekk i Einbúa, hét Sigurður. Hafði hann verið guðhræddur mjög og haldið helgisiði fleiri en þá tíökuðust, til dæmis hafði hann jafnan látið vinnumann sinn hringja kirkju- klukkunum dag hvern um sólsetr- ið. o o o Gullsteinn Austan við Galtará, norðan Breiðafjarðar, er háls einn, sem Gufudalsháls nefnist. Er hann brattur mjög, einkum að vestan. Þar stendur alltæpt á hamrabrún nokkurri steinn eða grettistak, sem Gullsteinn heitir. Um hann er sögð þessi saga: Eitt sinn kafaði Grettir Ás- mundsson eftir steini út í Breiða- fjörð skammt frá hálsinum, þar sem Eyrarland heitir. Þegar til lands kom, hóf hann steininn á höfuð sér, gekk með hann upp á hálsinn og studdi hann á leiðinni með litlu fingrunum. Grettir lét steininn síðan á hamrabrúnina, og áður en hann skildi við hann, fal hann undir honum hjálm, belti og sverð. Þessir gripir voru allir úr skíru gulli. Af þeim er dregið heiti steinsins. Þess er til getið, að Grettir hafi viljað, að steinninn fengi ávallt að vera kyrr. Því kvað hann hafa lát- ið svo um mælt, að ef steininum yrði velt niður, þá skyldu bæirnir í byggðalögunum í kring standa í skíðlogandi báli. Vetur einn fyrir ævalöngu fengu þrír ungir menn þar í ein- hverri nærsveitinni sér nesti og nýja skó, því að þeir ætluðu að fara til og velta Gullsteini. Konur löttu þá mjög fararinnar. En ungu mennirnir fóru sínu fram, því að þeim lá girnd á gullgrip- unum. Komið var undir sólsetur, þegar þeir komu að steininum. Taka þeir nú allir á. í því bili, sem þeir oka steininum, sýnist þeim slá á hann skærum eldbjarma og verður þeim þá litið til byggða. Sjá þeir þá eldhöf mikil í nærsveitunum, og sýnist hverjum fyrir sig sinn bær brenna glaðast. Hlupu þeir þá hver heim til sín, sem fætur tog- uðu. Þegar heim kom, sáu þeir, að þetta hafði verið missýningar einar eða sjónhverfingar, er þeim höfðu verið gerðar, en létu svo staðar numið. Enn í dag stendur Gullsteinn á Gufudalshálsi. (ísl. þjóðsögur E.G.) Smælki Týndi augunum. Liítil telpa, aðeins þriggja ára, svaf í næsta herbergi við foreldra sína. Nótt eina í niðamyrkri hafði hún vaknað og kom grátandi til foreldra sinna og sagði: „Ég er búin að týna augunum. Minnizt jafnan orða ritningarinn- ar: „Slái einhver þig á hægri kinnina, þá bjóð þú hina vinstri." Þá gellur ein stúlkan við og seg- ir: „En fari nú svo, að einhver kyssi mann á aðra kinnina, á mað- ur þá að bjóða hina?“ Borgaði öllum kaup nema mér. Guðjón bóndi var giftur dóttir auðugs stórbónda, en búnaðist illa. Meðal annars var baðstofa hans komin að því að hrynja. Tengda- faðir hans byggði nú hús yfir hann, lagði til allt efni, tvo smiði og nokkra verkamenn. Guðjón var að skýra nágranna sínum frá þessu og bætti svo við: „Og hann borgaði öllum kaup nema mér.“ Á maður þá að bjóða hina? Kennslukona í kvennaskóla, guðhrædd og siðavönd, var að tala til nemenda sinna og sagði meðal annars: „Við verðum að bera það, sem Drottinn leggur okkur á herðar. „Og alltaf lifir Hafliði.“ Séra Bjami Jónsson var í heim- sókn hjá móðurbróður sínum, Pétri Hafliðasyni, sem kominn var yfir tírætt. Karlinn var skrafhreyfinn vel og fannst ekki mikið til um aldur sinn, en þegar talið barst að bróð- ur sr. Bjarna, Hafliða, sem var víst einum 30 árum yngri, þá sagði Pétur gamli allt að því með gremjutón í röddinni: „Og alltaf lifir Hafliði.“ (Islenzk fyndni XXII.) x

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.