Vesturland - 26.03.1960, Page 2
2
VESTURLAND
Afmælisfundur Kvennadeildar
slysavarnafélagsins
Síldariðnaður á Vestfjorðum
I>eir Sigurður Bjarnason, Birgir Finnsson og Hermann
Jónasson flytja eftirfarandi þingsályktunai'tillögu:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta fram fara
athugun á því, hvernig stuðla
megi að starírækslu síldarverk-
smiðjanna á Ingólfsfirði og
Djúpuvík í framtíðinni. Enn
fremur verði athugað, hvar
heppilegast sé að koma upp
síldarverksmiðjum og feitfisk-
bræðslum annars staðar á Vest-
fjörðum.“
í greinargerð með tillögunni
segir:
„Fyrstu síldarverksmiðjur á ís-
landi í eigu innlendra félaga munu
hafa verið starfræktar á Vestfjörð-
um. Voru það síldarverksmiðjur
hlutafélagsins Kveldúlfs á Hest-
eyri í Jökulfjörðum og félagsins
Andvara að Sólbakka við Önund-
arfjörð. Þessar verksmiðjur voru
byggðar upp úr norskum hvalveiði-
stöðvum árin 1925 og 1926. Voru
þær reknar fram undir 1940. Á
Djúpuvík og Ingólfsfirði í Stranda-
sýslu byggðu einkafyrirtæki einnig
síldarverksmiðjur og ráku þær um
árabil. Að öllum þessum verk-
smiðjum var, eins og að líkum
lætur, mikil atvinnubót á þeim
stöðum, þar sem þær voru reknar.
Einnig drógu þær drjúgan afla í
þjóðarbúið. Hafði það örlagaríkar
afleiðingar fyrir flest þessara
byggðarlaga, þegar rekstur þeirra
lagðist niður.
Vélar verksmiðjanna á Hesteyri
og Sólbakka hafa fyrir löngu verið
fluttar þaðan burt. En verksmiðj-
umar á Djúpuvík og Ingólfsfirði
eru enn þá rekstrarhæfar, með
nokkrum aðgerðum, enda þótt
nokkuð hafi verið selt burt af véla-
kosti þeirra.
Nokkur undanfarin ár hefur
sumarsíldveiðin fyrir Norðurlandi
hafist norður af Vestfjörðum.
Einnig hefur síldveiði farið vax-
andi úti fyrir Vestfjörðum á
haustin. Hefur því verið um tölu-
verða síldarsöltun að ræða í nokkr-
um hinna vestfirzku sjávarþorpa,
svo sem Bolungavík, og Suðureyri,
og í Isafjarðarkaupstað.
Það er skoðun margra Vestfirð-
inga, að ekki hafi verið fram-
kvæmd nægilega víðtæk leit að
síld út af Vestfjörðum á haustin
undanfarin ár. Bendir margt til
þess, að þar hafi verið um veru-
legar síldargöngur að ræða.
Meðal útgerðarmanna og sjó-
manna á Vestfjörðum ríkir vax-
andi áhugi fyrir því að efla síld-
veiðamar og koma upp síldariðn-
aði og feitfisksbræðslum. Ný veið-
arfæri við síldveiðar fela í sér stór-
kostlega möguleika til þess að gera
þennan veiðiskap að árvissum at-
vinnuvegi, sem dregið getur mik-
inn arð í þjóðarbúið. Bendir margt
til þess, m.a. síðustu tilraunir með
síldveiðar í flotvörpu, að síldveið-
arnar þurfi ekki að vera það happ-
drætti, sem þær hafa verið á liðn-
um tíma. En þegar síldveiðarnar
eru orðin árviss atvinnugrein, ber
nauðsyn til þess, að síldarverk-
smiðjur séu dreifðar viðs vegar um
landiö. Reynslan sýnir, að hið op-
inbera eitt hefur bolmagn til þess
að eiga og reka sildarverksmiðjur
í öllum landshlutum. Er þá hugs-
anlegt, að hallarekstur einstakra
verksmiðja sé jafnaður með hagn-
aðinum af þeim, sem betur kunna
að ganga einstök ár. Enn fremur
liggur í augum uppi, að frysting
og niðursuða síldar og niðurlagn-
ing í neytendapakkningar hlýtur
að eiga sér mikla framtíð hér á
landi.
Hér verður því að haldast í
hendur, að leitað sé nýrra úrræða
um markaði fyrir íslenzkar síldai’-
afurðir og framleiðsla þeirra gei'ð
fjölbreyttari með aukinni niður-
suðu eða frystingu til útflutnings.
1 tillögu þessax’i er lagt til að
ríkisstjórnin láti fram fara athug-
un á þvi, hvernig stuðla megi að
starfrækslu síldarverksmiðjanna á
Ingólfsfirði og Djúpuvík á næstu
árum. Að sjálfsögðu hlýtur rekst-
ur þessara atvinnutækja fyrst og
fremst að fara eftir því, hvort
síld gengur á vesturmiðin fyrir
Norðurlandi eða ekki. En fyrir í-
búa nyrztu byggðarlaganna í
Strandasýslu hlýtur það- að ,hafa
mjög mikla þýðingu, að þessi at-
vinnutæki séu í gangi. Hefur Ár-
neshreppur, sem verksmiðjurnar
eru í, á undanförnum árum átt
við mikla erfiðleika að stríða,
vegna þess'að þau hafa ekki verið
rekin.
í framhaldi af athugun á rekstr-
armöguleikum síldarverksmiðjanna
á Ingólfsfirði og Djúpuvík er svo
lagt til í tillögu þessari, að athugað
verði, hvar heppilegast sé að koma
upp síldarverksmiðjum og feit-
fisksbræðslum annars staðar á
Vestfjörðum. Eins og bent var á
hér að framan, hggja Vestfirðir
að mörgu leyti mjög vel við síld-
armiðum, enda hefur á liðnum
tíma verið mikill síldariðnaður í
þessum landsfjórðungi. Nú um
skeið hefur hins vegar dregið mjög
úr honum af fyrrgreindum ástæð-
um. En á sama hátt og síldar-
göngur hafa nú síðustu sumrin
aukizt nokkuð að Austurlandi, er
auðsætt, að síldveiði er þegar tekin
að glæðast á ný fyrir Vestf jörðum.
Hér er um að ræða mikið hags-
munamál vestfirzkrar útgerðar og
Kvennadeild slysavarnafélags-
ins hélt afmælisfund 25. f.m. Um
100 konur sátu þetta afmælishóf
og var þar minnst 25 ára afmælis
deildarinnar, en deildin var 26
ára þennan dag. Tuttugu og fimm
ára afmælisins var ekki minnst í
fyrra af óviðráðanlegum ástæðum.
Formaður félagsins, frú Sigríð-
ur Jónsdóttir, rakti í stórum
dráttum starfsemi félagsins og
sagði m.a. að 150 þús. kr. hefði
verið varið til slysavarnamála á
síðustu fimm árum, eða sem hér
segir: Til skýlisins á Breiðadals-
heiði 8 þúsund, sjúkraflugvélar
Björns Pálssonar 10 þúsund, skip-
brotsmannaskýlis á Sléttu 7 þús-
und, björgunarfleka og kaupa á
tækjum 10 þúsund, Slysavarnafé-
lags Islands á 30 ára afmæli þess
15 þúsund, til fyrirhugaðrar bygg-
ingar Slysavarnafélagsins í Reykj-
avík 75 þúsund, til hjálparsveitar
skáta 5 þúsund, til söfnunar vegna
sjóslysanna á Júlí, Hermóði og
Sólboi’g 10 þúsund og til Flug-
björgunarsveitai’innar 10 þúsund.
Þá minntist frú Sigríður margra
félagskvenna og starfs þeirra í
deildinni á liðnum árum. Sérstak-
lega þakkaði hún frk. Rannveigu
Guðmundsdóttur kaupkonu henn-
ar mikla og góða starf, en hún var
gjaldkeri deildarinnar frá stofnun
hennar til ársins 1949 að hún flutt-
ist héðan búferlum, og er nú ein
af heiðursfélögum deildarinnar.
Félagskonur skemmtu sér mjög
vel á þessum fundi og ríkti þar,
sem alltaf áður, góður félagsandi.
Aðalí’undur deildarinnar.
Aðalfundur Kvennadeildarinnar
var haldinn 29. janúar. Formaður
deildarinnar, frú Sigríður Jóns-
dóttir, minntist í fundarbyrjun
látinna félagskvenna og skipshafn-
ax’innar á vélbátnum Rafnkeli.
Vottuðu fundarkonur hinum látnu
virðingu sína með því að rísa úr
sætum.
Formaður skýrði frá því að
Sléttuhreppingar í Reykjavík
hefðu fengið til umráða barna-
skólann á Sæbóli fyrir björgunar-
skýli, og standsettu þeir hann í
sumar. Ætlað er að setja þar upp
talstöð, vistir og fatnað.
Úr stjóm áttu að ganga frúmar
Iðunn Eiríksdóttir, gjaldkeri og
Anna Sigfúsdóttir, meðstjórnandi
og voru þær báðar endurkjörnar.
Fyrir í stjórninni eru frúrnar Sig-
ríður Jónsdóttir, formaður, Þuríð-
(taiiiHiuiiiaiiiniiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiii'iiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiii
sjómanna. Ber því brýna nauðsyn
til þess, að sú athugun verði látin
fram fara, sem lagt er til að fram-
kvæmd verði í tillögu þessari.“
ur Vigfúsdóttir, ritai’i, Guðrún
Jónsdóttir, varafoirnaður, Kristín
Baarregaard, varagjaldkeri og ólöf
Karvelsdóttir, vararitari.
Frú Steinunn Jakobsdóttir af-
henti á fundinum peningagjöf frá
átthagafélagi Sléttuhrepps að upp-
hæð kr. 3.968,83.
Um 90 félagskonur sóttu fund-
inn og fór hann í hvívetna vel
fram.
Minnst látinna vina.
1 ræðu, sem frú Steinunn hélt
við þetta tækifæri, komst hún svo
að orði:
,,25 ár er ekki langur tími í
sögu lands og þjóðar, en hér hefur
þó risið upp blessunari’íkt starf,
og má segja að Slysavarnafélagið
og deildir þess sé eitt af óska-
börnum þjóðarinnar. Það er svo
um öll tímamót, að hugurinn leitar
til baka og gamlar minningar
vakna, eins fór fyrir okkur fyrr-
verandi Sléttuhreppsbúum. Við
lítum til baka, ekki einungis 25
ár, heldur rúm 40 ár. Þá vorum
við heima, þó þessi hreppur sé
búinn að senda okkur sinn síðasta
kveðjukoss í gliti hnígandi kvöld-
sólar, þá minnumst við hans líka
á sólríkum vormorgnum. Sólin
veitir geislum sínum yfir vík og
vog, loftið ómar af glaðværum
röddum og fótataki hraustra
drengja. Þeir eru að ýta úr vör,
þeir eru að fara á sjo. Þeir áttu
ekki vélknúna báta, þeir áttu ekki
von á björgunarskútu á miðin,
þeir höfðu ekki talstöð, þeir
treystualmætti guðs og á afl handa
sinna að ná landi.
Konungur Ægir var þeim oft
gjöfull og góður. Ránardætur voru
oft góðar og hjöluðu blítt við byrð-
inginn á bátnum þeirra og þeir
komu til okkar aftur. En svo kom
haustið 1915, þá var líka ýtt úr
vör, sex hraustir drengir knúðu
árar á miðin að leita sér og sínum
lífsbjai’gar. En þá sýndi Ægir
veldi sitt, sem fyrr, þeir gistu
hina votu gröf. Þegar í dögun sá-
um við, sem í landi vorum, bár-
una velta sér um víkina, skýja-
flókana hefja sig til lofts og inn
með hlíðum og byrgja okkur út-
sýn. Þegar dimma tók sáum við
ekkert, en heyrðum ekka sog bár-
unnar, þegar hún brotnaði við
sandinn, það var þeirra síðasta
kveðja.
Tæpum 9 árum síðar sótti hafið
aðra fórn til okkar. Níu menn á
bezta aldri, er fóru til ísafjarðar
til sjósóknar. Þeir voru að fara í
sína síðustu ferð. Sex fóru á sama
bát, tveir á öðrum og einn á þeim
þriðja.
Það er í minningu þessara
manna og annara, sem á þessum