Vesturland

Årgang

Vesturland - 26.03.1960, Side 3

Vesturland - 26.03.1960, Side 3
Laugardagur, 26. marz 1960 VESTURLAND 3 Kvenfélaoið Hlíf 50 ára Sveinn Guömundsson, bondi, Góustööum. M , Nokkur minningaroið. Núverandi stjórn Hlífar. Frá vinstri, staiidandi: SigríSur Sören- sen, Marta Sveinbjörnsdóttir. Sitjandi: Ragnhildur Helgadóttir, Unnur Gísladóttir, Halla Einarsdóttir. Kvenfélagið Hlíf á ísafirði varð 50 ára í þessum mánuði. Félagið var stofnað 6. marz 1910. í tilefni af þessum merku tíma- mótum í sögu félagsins hefur það gefið út myndarlegt afmælisrit þar sem greint er frá starfi félags- ins í þessi 50 ár. Eins og vænta má hefur félagið leyst mörg verkefni af hendi og það með hinni mestu prýði, svo félagskonum er stórsómi að. Stofnendur voru 27 konur hér á Isafirði. í lögum félagsins segir að tilgangur félagsins sé ... að líta eftir hag bágstaddra i bæ þess- um og hjálpa þeim eftir föngum, sérstaklega gamalmennum ... Það má með sanni segja að fé- lagið hafi fylgt þessari stefnu sinni. Þeir munu vera orðnir marg- ir ísfirðingarnir, sem Hlíf hefur að einhverju rétt hjálparhönd þeg- ar neyðin hefur barið að dyrum. tíma hafa horfið í hafið úr hreppn- um, sem við viljum sýna Slysa- varnadeildinni hlýhug okkar og færa henni svolitla minningargjöf, og vona ég að þeir sem við henni taka meti hana ekki eftir verð- gildi peninga, þvi þá er hún lítils virði, heldur sem minningargjöf, sem gefin er í endurskini gamalla minninga, sem okkur eru helgar og hugljúfar og þó sárar. Þær eru okkur helgar fyrir það, að við höfum átt þessa menn og fengið að vera þéim samferða dálítinn spöl á lífsleiðinni, þær eru okkur sárar fyrir það, að frá mannlegum augum séð voru þeir teknir frá okkur of snemma. Við biðjum almáttugan Guð að vernda sjómennina okkar og leiða þá heila í höfn. Við biðjum Slysa- varnadeildinni blessunar í starfi, í nútíð og framtíð, og hún eigi alltaf hrausta og fórnfúsa drengi til að leggja í hættuna, þegar Félagið hefur árlega haldið veglegt samsæti fyrir gamla fólkið í þessu bæjarfélagi og eru því að vonum margir, sem hugsa með hlýju og þákklæti til félagsins á þessum merku tímamótum og senda því árnaðaróskir. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Sigríður Lúðvíksdóttir, formaður. Rebekka Jónsdóttir, varaformaður. Guðríður Árnadóttir, Margrét Sveinsdóttir og Hólmfríður Árna- dóttir. Núverandi stjórn Hlífar: Unnur Gísladóttir, form., Ragn- hildur Helgadóttir, Halla Einars- dóttir, Marta Sveinbjörnsdóttir og Sigríður Sörensen. Um leið og Vesturland sendir félaginu beztu afmælisóskir væntir það þess að ísfirðingar megi njóta góðs af menningar- og liknarstarfi félagsins um alla framtíð. björgunarkallið berst á öldum ljósvakans yfir land og sjó. Við þökkum frú Sigríði fyrir vel unnin störf hennar í þágu slysavarnamálanna, og vonum að við eigum eftir að hafa hana hér hjá okkur mörg ár ennþá. Ennfremur biðjum við þess, að þau ljós, sem þessi deild hefur kveikt og varðað veginn með, und- ir forustu frú Sigríðar, til þess að forða öðrum frá brimöldum dauð- ans, megi einnig verma hana með innra friði og gleði, þegar starfs- orkan fer að bila og líður að hinu mikla kvöldi, þá verði það endur- minningin frá löngum starfsdegi, sem ber með sér gleðina og margar þakkir. Það verður gott að minn- ast þess að hugsjón, sem unnið er fyrir gott og göfugt starf, hún mun ekki gleymast. Ljósið, sem getur gert hug hennar bjartan, og minningin sem hvíslar hljótt: ,,Ég gat ekki betur unnið“. Sveinn Guðmundsson á Góustöð- um í Skutulsfirði andaðist að heimili sínu 4. febrúar s.l. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Sveinn var fæddur að Hafra- felli í Skutulsfirði 27. apríl 1887, sonur hjónanna Ólafar Sveinsdótt- ur og Guðmundar Oddssonar út- vegsbónda þar. Sveinn vann jöfnum höndum að landbúnaðarstörfum og sjó- mennsku i uppvexti sínum, en lengst af æíi sinnar stundaði hann sjómennsku og var formaður á bát í mörg ár, og lengi rak hann sína eigin útgerð. Hann vann löngum við netabætingar og vann að ann- ari viðgerð og uppsetningu veiðar- færa. Sjórinn og útgerðin áttu hug hans allan lengst af. Sveinn Guð- mundsson var myndarlegur maður að vallarsýn og framúrskarandi glaðvær og kátur bæði í starfi og leik. Hann var allra manna hjálp- samastur við hvern sem var og lagði öllum gott til, enda vinsæll og aufúsugestur hvar sem hann kom. Sveinn Guðmundsson kvænt- ist greindri og góðri konu, Guðríði Magnúsdóttur, árið 1912, og eign- uðust þau hjón níu syni og eru sex þeirra á lífi. Þeir eru Guð- mundur, netagerðarmeistari hér í bæ, Vilhjálmur, framkvæmdar- stjóri í Hafnarfirði, Sigurður, bíl- stjóri hér í bæ, Gunnar, kaupfé- lagsstjóri í Keflavík, Þorsteinn, kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og Ólafur, læknir, sem er starfandi í Svíþjóð. Auk þess ólu þau hjón upp sonardóttur sína Hildi. Einn son, Magnús, misstu þau uppkom- inn. Þau hjón Sveinn og Guðríður háðu sína lífsbaráttu með miklum dugnaði og við lítil efni, þau voru farsæl í sinni sambúð og komu sínum stóra barnahópi vel til manns. Synir þeirra hafa allir komið sér vel áfram og sýnt dugn- að og árvekni í störfum sínum, og er það mesta gleði allra foreldra þegar svo er. Góustaðaheimilið var annálað fyrir gestrisni og hlýju við hvern þann er þangað kom. Guðríður og Sveinn voru samhent í því að taka öllum vel og gleði húsbóndans kom ávallt öllum í gott skap. Sveinn var hraustmenni mesta þar til fyrir nokkrum árum að skæður sjúkdómur tók hann. Hann háði langa og stranga baráttu af karlmennsku og æðruleysi. I þeirri baráttu naut hann umhyggju konu sinnar og sona, sem hér búa, og heima á Góustöðum háði hann sitt stríð þar til yfir lauk. Enginn má sköpum renna. Nú er þessi vinur okkar héðan horfinn, en eftir lifir minningin um góðan dreng, sem aldrei vildi leiðindi hafa, heldur gleði og á- nægju. Ég sendi frú Guðríði, sonum hennar og öðru vandafólki innileg- ar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu Sveins á Góustöð- um. M. Bj. biff Loeitu tatji Isfirðinga er farið að lengja eftir því að þingmenn þeirra leggi fram frumvarp á Alþingi um menntaskóla á ísafirði eins og þeir lofuðu. —— Rólega gengur með að ákveða fiskverðið og undarlega hljótt um þær samninga viðræður. ----Kristján frá Garðsstöðum sótti Framsóknarráðstefnu í Reykjavík og Guðmundur Árnason sat hið fræga komm- únistaþing.----Svartidauði hefur hækkað úr kr. 145,00 í kr. 170,00 -Verða slíkar ráðstafanir ekki til þess að heimilis- og útihúsaiðnaður verði tekinn upp að nýju? ---- Bjarni Guðbjörnsson hefur tekið sæti Hermanns á Alþingi og sett upp sama landsföðursvipinn og foringinn. ---- Framsóknarmenn hér telja nú ættjörðina frelsaða. ----Stúkurnar hafa haldið uppi góðu félagsstarfi að und- anförnu. Böm og unglingar hafa sett sinn svip á starfið og er það vel farið. —— Skíðaráð Isafjarðar hyggst bvggja stökkbraut á Seljalandsdal og hefur sótt um 60 þús. kr. fyrirgreiðslu til bæjarráðs. Talið er víst að bæjarstjórn verði við erindinu eins og sjálfsagt er.-Kommúnistar hafa gefið leglulega út Baldur sinn, sem nú heitir Vest- firðingur. --- Gengislækkunin gerir það að verkum að nú fæst rúm króna fyrir rúbluna en áður var skráð gengi hennar 43 aurar. ---- Kommarnir ei*u ekki eins leiðir og þeir vilja vera láta yfir gengisbreytingunni.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.