Vesturland - 26.03.1960, Page 6
6
VESTURLAND
Laugardagur, 26. marz 1960
Minuingarsjóður séra Sigurðar Stefánssonar og
frú Þórunnar Bjarnadóttur i Vignr
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður okkar,
SIGURRÓSAR HELGADÓTTUR.
Helgi, ólafur og Gunnar Hjartarsynir.
ÞAKKARAVARP.
Okkar hjartans þakklæti færum við öllum þeim sem sýnt hafa
okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför unnusta mins
og sonar okkar EIRIKS GUÐMUNDSSONAR, Súðavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ásta Gísladóttir, Guðrún Eiríksdóttir, Guðmundur Guðnason.
ÞAKKARÁVARP.
Innilegt þakklæti til Grunnavíkurfélagsins fgrir hina
rausnarlegu gjöf og hin vinsamlegu ummæli, og bið ég
því guðsblessunar á komandi ári með þökk fgrir liðið.
tíúö í Hnifsdal, 2.9. deseniber 1959.
HJÁLMFRlÐUR JÓNATANSDÓTTIR.
ttllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllMlilllllilllllHI
Auglýsing
eftir tillögfum um nöfn nýrra gatna. |
| Bæjarráð ísafjarðar óskar eftir tillögum eða uppástungum frá |
| bæjarbúum um nöfn á nýjum götum. |
| 1. Á Gróðrarstöðvartúni (4). 1
| 2. ofan Hlíðarvegar (1), |
| 3. ofan Seljalandsvegar utan við Engi (1), |
| 4. á hafnarbakkanum (4).
| Lóðaskrárritari gefur nánari upplýsingar. |
| Tillögur óskast afhentar bæjarskrifstofunni eða sendar bæjar- 1
| ráði í pósti. |
| 10. febrúar 1960. 1
| Bæjarráð Isaf jarðar.
iiílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
lll■lllllllllllllllllllllll■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llllllllllllllllllllllllll
Tilkynning
frá Rafveitu Isafjarðar.
Ný gjaldskrá, sem gildir frá 1. janúar 1960, liggur frammi á
skrifstofu Rafveitunnar til athugunar fyrir rafmagnsnotendur.
Rafveita Isafjarðar.
■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II lllllllllllllllllll III illlllllllll IIIHI111111111111111111111111111111111111111111111111111111"
Nýkomið í
Verzlun DAGSBRUN
Margir litir af kjólataui.
Svart spejl-flauel, sérlega
fallegt.
Ódýr kven- og herranærföt.
Krepnylonsokkar á kr. 55,00.
Plast, glært.
Gólfrenningar, þýzkir, breidd
90 sm. og 70 sm.
Allt með gamla verðinu
Höfðingleg gjöf.
Ég vil fyrir hönd Kvennadeild-
arinnar á Isafirði þakka þá stór-
höfðinglegu gjöf, kr. 3 968,83, sem
frú Steinunn Jakobsdóttir afhenti
á fundi þann 29. janúar s.l. frá
Átthagafélagi Sléttuhrepps. Þessi
gjöf var til minningar um látna
sjómenn í Sléttuhreppi.
Gjöfin lýsir kærleika og tryggð
þessa fólks við sitt gamla byggðar-
lag. ,
Sigríður Jónsdóttir.
Minningarsjóður þessi er stofnaður
til minningar um áðurnefnd hjón
af niðjum þeirra og fósturbörnum
á 100. ártíðardegi séra Sigurðar
30. ágúst 1954.
Tilgangur sjóðsins er að verð-
launa afrek búenda innan Norður-
ísafjarðarsýslu, og skal einkum
tekið tillit til við verðlaunaveiting-
ar úr sjóðnum eftirtalinna atriða:
a. Fagra og hagfellda húsaskipun
og húsagerð á býlum búenda,
gott viðhald húsa og vel hirt
umhverfi þeirra, svo og snyrti-
lega umgengni utan húss og
innan.
b. Góða gerð og hirðingu mat-
jurtagarða og skrúðgarða.
c. Vel gerð skjólbelti af trjám og
runnum um tún og akra bú-
enda, svo og vel gróðursettan
og varinn nytjaskóg.
Má verðlauna afrek, sem lýst er
í einhverjum ofangreindra staf-
liða ef það þykir þess vert að
dómi sjóðstjórnarinnar.
í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins
segir svo: „Stjórn sjóðsins skal
árlega kynna sér hverjir maklegir
eru verðlauna úr sjóðnum og neyta
til þess atbeina kunnáttumanna ef
nauðsyn þykir.“
Stjóm þessa sjóðs er skipuð
þremur mönnum eins og hér segir:
Prófastinum í Norður-lsafjarðar-
sýslu, einum manni er sýslunefnd
Norður-ísafjarðarsýslu kýs og
manni tilnefndum af niðjum fram-
angreindra hjóna, og skal hann
búsettur vera innan Norður-ísa-
f jarðarsýslu, meðan þess er kostur.
Eins og skipulagsskrá sjóðsins
ber með sér er hér um merkilega
sjóðstofnun að ræða, sem heldur
uppi þýðingarmiklum og merkileg-
um athöfnum á sviði landbúnaðar,
til eflingar þeim og framkvæmda,
helguð minningu héraðshöfðingja
þeirra, er minningarsjóurinn er
tengdur, mætti hann verða búnaði
héraðsins til framfara og eflingar,
og öflug hvatning þeirra er hugsa
til framfara í búnaði.
Sjóður þessi er ræður yfir all-
miklu f jármagni, er þess megnugur
að veita ein hæstu verðlaun, er
slíkir sjóðir taka til hér á landi.
Þó þessi merkishjón séu flestum
samtiðarmönnum þeirra kunn,
líður óðum að því að hin yngri
kynslóð og upprennandi, viti ekki
mikil deili á athöfnum þeirra og
áhugamálum, þykir því rétt að
drepa örfáum orðum að minningu
þeirra.
Séra Sigurður var Skagfirðing-
ur að ætt, fæddur 30. ágúst 1854,
gerðist ungur prestur og tók að
sér prestþjónustu í ögurþingum,
og þjónaði því prestakalli alla sina
prestskapartíð með miklum dugn-
aði og skörungsskap. Varð hann
brátt landskunnur kennimaður og
prédikari, ritaði mikið um trúmál
og kirkjumál, þá sat hann um
langt skeið á Alþingi, sem fulltrúi
Norður-ísfirðinga og Isafjarðar-
kaupstaðar, og varð þar brátt mik-
ill og kunnur þingskörungur, sem
lét sig miklu skipta og hafði mikil
afskipti af margvíslegum fram-
faramálum, bæði á sviði landbún-
aðar og sjávarútvegs, og hafði
frumkvæði um lagasetningu
margra framfaramála á sviði þess-
ara höfuðatvinnuvega þjóðarinnar.
Fór mikið orð af skörungsskap
hans á þessu sviði, og ýms orða-
tiltæki hans í þeim málflutningi
landskunn.
Þó hafði hann eigi minni af-
skipti af héraðsmálum, var m.a.
einn af stofnendum Kaupfélags Is-
firðinga hins eldra, og var lengi í
stjórn þess og mikill ráðamaður.
í sýslunefnd Norður-ísafjarðar-
sýslu átti hann mjög lengi sæti
og lét þar sem annars staðar margt
til sín taka og var mikill ráða-
maður í héraði. í Vigur bjó hann
um langt skeið, og hóf snemma
margvíslegar umbætur 1 búnaði,
bæði í túnrækt, matjurtarækt og
húsabótum og varð athafnamaöur
á þessu sviði.
Þá gegndi hann um marga ára-
tugi hreppsnefndar- og oddvita-
störfum í sveit sinni, af dugnaði og
hagsýni. Formaður Búnaðarsam-
bands Vestfjarða var hann lengi
og sat á búnaðarþingum.
Frú Þórunn Bjarnadóttir kona
séra Sigurðar var fædd 15. júní
1855 ættuð af Akranesi. Hún var
mesta atgerfiskona og húsmóðir.
Féll það í hennar hlut að sjá um
fjölmennt heimili og heimilis-
stjórn, því langdvölum dvaldi séra
Sigurður fjarri heimili sínu, bæði
á Alþingí og við önnur störf utan
heimilis síns, og fórst henni það
allt með miklum myndarbrag og
skörungsskap, svo og uppeldi
barna sinna og fósturbarna, af
mikilli ástúð og umhyggju. Sam-
hliða búskap þeirra var jafnan rek-
inn og stundaður sjávarútvegur
frá heimili þeirra.
Er hér aðeins stiklað á helztu
viðfangsefnum þessara héraðs-
höfðingja.
Sjóður þessi, sem hér hefir
verið lítillega minnst, á að
styðja, og mun vafalaust gera
það, að eflingu áhugamála
þeirra, og mun því um ár og -
aldir minna á þau, og verkefni
hans verða öflug lyftistöng og
búnaðarframförum í þessu hér-
aði, sem skipulagsskrá kveður
svo skýrt á um..
Páll Pálsson.