Vesturland - 12.01.1965, Side 5
VESTURLAND
5
Minningarorö:
Þórir Bjarnason
Þegar okkur berast andláts-
fregnir vina okkar, fer ekki
hjá því, að með okkur bærist
strengir harms og trega.
Dauðinn ber ávallt með sér
sorg, enda þótt við vildum svo
gjarnan trúa því, að hér sé
ekki um að ræða algjöran
skilnað, heldur aðeins breyt-
ingu eða flutning.
En það er lagt í langa ferð
og ekki aftur snúið. Og við,
sem eftir stöndum vitum, að
slík ferð stendur fyrir dyrum
hjá okkur öllum fyrr eða síðar.
Þegar góður vinur er kvaddur
burt á miðjum aldri frá óloknu
lífsstarfi, hlýtur það að skilja
eftir djúp spor; sár, sem veld-
ur sviða.
Andlát vinar míns, Þóris
Bjarnasonar 13. des. sl. kom
ekki á óvart. Hinn skæði sjúk-
dómur, er þjáði hann, hlaut að
sigra í því einvígi. Þórir
Bjarnason var fæddur á Akur-
eyri 10. jan. 1909. Er hann var
tæplega ársgamall, fluttu for-
eldrar hans, Auður Jóhannes-
dóttir og Bjarni Bjarnason, á-
sam börnum sínum, búferlum
hingað til Isafjarðar og áttu
hér heimili um 30 ára skeið.
Heimili þeirra var rómað fyrir
gestrisni og höfðingsskap.
Bjarni var umsvifamikill
dugnaðarmaður og Auður
þekktur kvenskörungur og
mikilhæf mannkostakona.
Bjami er nú látinn fyrir
nokkrum árum, en Auður býr
með syni sínum Bjarna í
Reykjavík.
Á æsku- og unglingsárum
Þóris var lífsbaráttan hörð og
óvægin hér í landi. Unglingar
hófu því snemma að taka þátt
í störfum. Þórir var því aðeins
bam að aldri er hann fór að
vinna með föður sínum. Á þess
um árum var bifreiðin ekki
komin til sögunnar, en allir
þungaflutningar fóru fram á
hestvögnum. Bjami annaðist
um margra ára skeið slík
störf; átti marga hesta og all-
an búnað, er slíkum störfum
heyrði til.
Umgengni Þóris við hest-
ana hefur eflaust haft góð og
þroskandi áhrif á hann. Oft
talaði hann um þessa vini sína
með aðdáun og minntist
margra atvika, er þessir skyn-
ugu þjónar tóku ráðin úr
höndum lítils drengs og fóra
sínar eigin leiðir, og stýrðu
með því frá vandræðum. Síðar
eignaðist Þórir úrvals reið-
hesta, enda kunni hann manna
bezt að fara með þá og meta
kosti þeirra.
Strax og bifreiðarnar komu
til sögunnar á áranum 1920—
1930, aflaði Bjarni sér þeirra
tækja og stofnaði hér bifreiða-
stöð. Þórir byrjaði þá bam-
ungur að starfa við bifreiðar
og tók ökupróf með þeim
fyrstu hér, eða strax og hgnn
hafði aldur til. Akstur og við-
gerðir bifreiða urðu síðan ævi-
starf hans.
Þegar vegasamband kom á
vestur um firði hóf hann á-
ætlunarferðir sem sérleyfis-
hafi á þeim leiðum. Stofnaði
hann þá eigin bifreiðastöð og
hafði margar bifreiðar, stórar
og smáar í ferðum. Allan þann
tíma sá hann jafnframt sjálf-
ur um viðhald og viðgerðir á
bifreiðum sínum. Þegar hann
hætti sérleyfisferðum gaf
hann sig eingöngu að bifreiða-
viðgerðum og starfrækti um
margra ára skeið fyrsta og
eina bifreiðaverkstæðið hér í
bænum.
í þessum störfum Þóris
komu fram þeir kostir hans,
sem öfluðu honum trausts og
vináttu allra, sem við hann
áttu skipti, en þeir vora ein-
stök lipurð hans og hjálpsemi,
samvizkusemi og heiðarleiki í
öllum viðskiptum.
Hann var einstaklega verk-
hygginn og verklaginn maður
og var ótrúlega fljótur að átta
sig á gerð og starfshögun
flóknustu véla. Leysti hann þá
oft á svipstundu erfiðustu
hnúta, er aðrir höfðu glímt
við árangurslaust. Eins var
með ýmis önnur verkefni, er
honum var falið að annast.
Ávallt kom hann fljótt auga á
auðveldustu lausnina.
Einn var sá þáttur í skap-
gerð Þóris, er ekki verður
komizt hjá að minnast á. Það
var hugulsemi hans og vinátta
í garð allra þeirra, sem um
sárt áttu að binda, og þeirra,
sem umkomulitlir vora eða
vangefnir. Góðvild hans í garð
þeirra var hlý og einlæg og
samúð hans og fómfýsi við þá
oft meiri en efnin leyfðu. En
hann sagði oft, að sú hjálp,
er hann veitti þeim, sem bágt
áttu, endurgyldist sér ávallt í
einhverri mynd.
Þórir var á unglingsárum
sínum mikill íþróttamaður og
var um árabil þar í fremstu
röð. Kappsemi hans og karl-
mennska í leik gerðu hann að
eftirsóttum liðsmanni. En
aldrei brast þar drenglyndið
og hinn góði félagsandi og
þýða viðmót hans öfluðu hon-
um virðingar félaga hans og
vináttu.
Hinn 20 júní 1937 giftist
Þórir eftirlifandi konu sinni,
Ólöfu Jónsdóttur, frá Bæjum.
Eignuðust þau 5 mannvænleg
börn. Fyrir fáum áram urðu
þau fyrir þeirri sára sorg að
missa elzta barn sitt Steindór
Jón. Veiktist hann skyndilega
og lézt í sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn, aðeins 32 ára að
aldri. Hafði hann þá nýlokið
prófi frá Verzlunarskólanum
með ágætum og tekið við á-
byrgðarstöðu í Reykjavík. Var
þetta þeim hjónum, bömum
þeirra og ættingjum mikið á-
fall. En einstakt ástríki og ná-
ið samband ríkti ávallt með
þessari fjölskyldu, enda voru
heimilishættir þar allir til
fyrirmyndar. önnur börn
þeirra hjóna era Auður, gift
Pétri Ingólfssyni forstjóra í
Reykjavík, Þórir, Kristín og
Haukur.
Ég, sem þessar línur rita,
vil með þessu reyna að minn-
ast elskulegs æskuvinar míns
og þakka honum fyrir samleið
okkar og þakka honum tryggð
og vináttu við mig og heimili
mitt.
Ótal minningar frá langri
samleið okkar munu gleðja
hugann og gera lífið bjartara,
og áhrif frá góðum, göfugum
anda horfins vinar munu
halda áfram að fegra það og
bæta.
Finnur Magnússon.
Útgefandi: Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi.
Ritstjóri Högni Torfason
Prentstofan isrún, lsafirði
llllllllllRlllllllllllílllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllll
| Iðojaldahækkun |
| Vegna hækkunar á daggjöldum til sjúkrahúsa hækka |
1 mánaðariðgjöld til samlagsins í 100 krónur frá 1. jan- |
| úar 1965.
ísafirði, 31. desember 1964.
| SJCKRASAMLAG ISAFJARÐAR.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfi
flllllllllll IIIIIIIII lllllllll 111111111*111111 IIIIII lllllllll II lllllllll 111III llllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIII lllllllllllll IIIIIIIIIII lllll
Tilkynning
1 1. Öllum sem laim hafa greitt á árinu 1964 í Vest- 1
íjarðaumdæmi er skylt að skila launamiðum til -
skrifstofu minnar á ísafirði, eða til umboðsmanna I
| í hreppunum, fyrir 20. þ.m. Fyrir sama tíma ber |
og að skila launaskattsframtaii (fylgiskjal C). |
| Launamiðana ber að fylla út í tvíriti, eins og form- |
ið segir tii um, og er alveg sérstaklega minnt á, |
að allir launamiðar verða að bera með sér greini- |
leg heimilisföng og vinnutímabil launþega. Engan 1
frest er unnt að veita í sambandi við skil á launa- |
miðum, tryggingarskýrslum og launaskattsfram- |
| tölum. |
| 2. Áríðandi er að allir söluskattsgreiðendur í Vest- |
| f jarðaumdæmi skili söluskattsskýrslum vegna f jórða |
ársfjórðimgs 1964 fyrir 15. þ.m.
Isafirði, 7. janúar 1965
SKATTST J ÓRINN 1 VESTFJARÐAUMDÆML I
ll■ll■ll■lllllllllll■llllllll■ll■ll■ll■ll■lllll■lllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||■l|||||||||||||||||||||l■(l||||||■|||||■|l■||■||
Tilboð
| óskast í húseign mína, einn þriðja af húsinu Sundstræti |
| 14, ennfremur bátinn Svan ÍS 74. Áskilinn réttur til að |
| taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
KRISTJAN ÓLAFSSON,
I sími 401.
<lllllllllllllllllllllllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||■l|||||||■llllllll|||||l■ll■ll■lll|||||||||||||||||||l■ll|||llll
s:
Hús til sölu
| Tilboð óskast í húseignina Aðalstræti 8, ennfremur bát- jj
| inn Ásdís ÍS 130, með 130 ha. Scania-Vabis-vél. Áskilinn |
| réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. |
ÓLAFUR SIGURÐSSON,
sími 422.
•IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||||||||||I■III|||||||||||■II■II||||||■|||1||||||||||||||||||I■||||||||||||||||||||||||||||||||||7|
IllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlUI
I Volkswagen - eigendur
NÝTT FRA OTUR H.F.
| Lok á farangursgeymslu við aftursætið, sem dregur úr |
| hávaða vélar um leið og nýting og útlit bílsins BATNAR 1
| stórlega |
1 Áklæði I allar tegundir bifreiða. |
| Upplýsingar gefur |
PÉTUR SIGURÐSSON,
sími 536 — lsafirði.
I■II■IIIIIIII■II■II■II■II■II■II■II■II■II|II■II■II■II■II■II■II■II■II■II■IIIII■I|||I1IIIIII||■I||II|||■|||||■II■II■II■II■II■HI|||||■|I||I■