Vesturland - 03.07.1965, Page 2
2
Miklar framhvæmdir á Pafreksíirði
- Ræít við Jóhannes Ániason, sveitarsljóra
Veslf jarðadeild VERNDAR stofnuð
- Ljist stórhSfðinglegri gjöf
Mikil gróska er nú í fram-
kvæmdum á Patreksfirði og
nágrenni. Nýlega hefur verið
sagt frá flugvaUargerðinni í
Sandodda við Sauðlauksdal, en
þar er verið að gera liðlega
1500 metra langa flugbraut
og 50 metra breiða, og að auki
eitthvað styttri þverbraut.
Miðar því verki vel áfram og
er fjöldi bíla að aka ofaní-
burði á völlinn. Mun verða
mikil atvinna við það í sumar
og fram á haust.
Þá hefur éinnig verið sagt
nokkuð frá vegaframkvæmd-
um í Tálknafirði og á Hálf-
dán, en í sjálfu kauptúninu,
Patreksfirði, eru miklar fram-
kvæmdir hafnar og leituðum
við því nýlega til Jóhannesar
Árnasonar sveitarstjóra Pat-
rekshrepps, og báðum hann
að segja frá framkvæmdum á
vegum hreppsfélagsins.
— Hafnargerðin er aðal-
framkvæmdin lun þessar
mundir. Vinna hófst í byrjun
júní og í sumar er ákveðið að
lengja hafnarbakkann út með
innsiglingunni um 60 metra.
Var byrjað fyrst á uppgreftri
úr innri höfninni, sem stendur
enn og er efnið flutt í upp-
fyllingu fyrir ofan og framan
væntanlegan hafnarbakka. —
Verður síðan rekið niður stál-
þil frá þessari uppfyllingu,
sem verið er að gera. Við það
verk verður notaður krani,
sem kom seint í júní. Nú eru
tveir kranar notaðir við upp-
gröftinn í innri höfninni, ann-
ar í eign heimamanna, en sá
stærri frá Þungavinnuvélum
hf. í Reykjavík. Vinna við
uppgröftinn er í fullum gangi
og eru fjórir bílar við að aka
efninu fram í uppfyllinguna.
Verk þetta er unnið af Vita-
málaskrifstofunni, sem tekið
hefur að sér að sjá um fram-
kvæmdir. Verkfræðingur af
hálfu Vitamálaskrifstofunnar
er Jónas Elíasson, sem hefur
á hendi verkfræðilega umsjón,
en verkstjóri á staðnum er
Skúli Jónsson.
Efnið í stálþilið er þegar
komið á staðinn og væntanlega
verður byrjað að reka það nið-
ur í júlí.
Með þessum nýja hafnar-
bakka verður innsiglingin
miklu tryggari og viðlegu-
piáss og athafnasvæði hafnar-
innar stækkar mjög. Þegar
verkinu er lokið, verður hafn-
arbakkinn meðfram innsigl-
ingunni orðinn 175 metra
langur og geta þá tvö stór
skip legið við hann og fengið
afgreiðslu samtímis. Með því
að grafa út í innri höfninni er
stækkað snúningsrými og geta
þá stærri skip snúið þar miklu
hægar en áður, og mjög
rýmkar í höfninni.
Auk þess er byrjað að grafa
upp með væntanlegri fram-
lengingu á stálþilinu í austur-
horni hafnarinnar að ofan-
verðu, en þar er áformað að
lengja þihð um 45 metra og
stækka athafnasvæði bátaflot-
ans. Hefur þó enn ekki feng-
izt samþykki vitamálastjóra
fyrir því, að reka niður stál-
þilið þar á þessu ári.
Þetta er fyrsta árið, sem
unnið er að hafnargerð hér á
Patreksfirði samkvæmt hinni
nýju samgönguáætlun Vest-
fjarða. 1 sumar er ætlunin að
vinna fyrir 4 miiljónir króna,
en alls eru veittar 17 millj. kr.
til hafnarframkvæmda í Pat-
rekshöfn á samgönguáætlun-
inni. Á næsta ári er ætlunin að
vinna fyrir 3 millj. kr., þá
fyrir 4 millj. kr. og loks fyrir
6 milljónir króna á árinu 1968.
Ætlunin er að ljúka þeim
framkvæmdum, sem nú er
unnið að, fyrir haustið, en
gerð hefur verið heildaráætlun
fyrir höfnina, hvemig henni
verði lokið og hvað það muni
kosta, og er unnið í samræmi
við þá áætlun með þessum
fjárveitingum.
Þá er að víkja að fram-
kvæmdum við gatnagerð. í
júníbyrjun var byrjað að
grafa upp kafla af Aðalstræti
á Vatneyri og undirbyggja
götuna fyrir malbikun. Þarf
að skipta um skólplögn á
kafla, þar sem fyrir var elzta
skólpleiðsla, sem lögð var á
vegum hreppsins á árunum
fyrir stríð. Er ráðgert að mal-
bika um 300 metra langan
kafla af Aðalstræti og verður
það fyrsti götuspottinn, sem
malbikaður er á Patreksfirði.
Lögð hafa verið drög að því
að fá afnot af malbikunar-
tækjum ísafjarðarkaupstaðar
til þessa verks. Þá verður
haldið áfram að endurbyggja
og lagfæra nokkrar aðrar
götur.
Um þessar mundir er verið
að ljúka við að gera bama-
leikvöll við svonefndan Klif-
klett. í fyrra var sett þar
undirlag og í vor var hafizt
handa um frekari framkvæmd-
ir. Völlurinn hefur verið girt-
ur og sléttaður og borið ofan
í hann, og sáð verður gras-
fræi í hluta hans. Þá er lokið
að reisa skýli fyrir gæzlukonu,
en völlurinn verður starfrækt-
ur sem gæzluvöllur af hrepps-
félaginu. Er þetta fyrsti
barnaleikvöllurinn, sem gerður
hefur verið í bænum, en áður
hafa aðeins verið nokkrar ról-
ur á opnu svæði. Þama verða
yfirleitt öll leiktæki, sem not-
uð eru á nýjustu leikvöllum.
Hér hefur verið talin mikil
nauðsyn á því að þetta kom-
ist upp og vakti Lionsklúbbur
Patreksfjarðar máls á nauð-
syn þess að koma upp bama-
leikvelli og hefur stutt þetta
mál og félagar hans lagt fram
vinnu við girðingu og fleira.
Hafliði Jónsson garðyrkju-
stjóri í Reykjavík hefur teikn-
að og skipulagt völlinn.
Um byggingaframkvæmdir er
það að segja, að áformað er
að byrja á byggingu lögreglu-
stöðvar og slökkvistöðvar. Að
byggingu lögreglustöðvarinn-
ar standa Patreks-, Tálkna-
fjarðar-, Rauðasands- og
Barðastrandarhreppar á móti
ríkissjóði samkv. lögum um
héraðsfangelsi, en slökkvi-
stöðvarbygingin, sem verður
áföst, er byggð af Patreks-
hreppi einum. Hefur þessum
byggingum verið valinn stað-
ur á Geirseyri, rétt utantil við
frystihúsið.
Þá hefur verið veitt bygg-
ingarleyfi fyrir mjólkurstöð,
sem Mjólkursamlag Vestur-
Barðastrandarsýslu hyggst
koma upp við Þórsgötu á
Vatneyri og verður það hús
um 170—180 fermetrar að
flatarmáli. Þá er áformað að
reisa efnalaug og þvottahús,
en ekkert slíkt þjónustufyrir-
tæki hefur hingað til verið
starfandi í kauptúninu til
þessa.
I sumar verður byrjað á
smíði einbýlishúss á vegum
hreppsins, sem byggt er skv.
lögunum um útrýmingu heilsu
spillandi húsnseðis, og ein-
staklingur hyggst byrja á öðru
einbýlishúsi, og eru þá alls 8
íbúðarhús í smíðum á Patreks-
firði.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíillllllllllllllllllllllll
Þroskandi leikföng!
Plast-mekkanó.
Lítið í gluggana.
NEISTI hf. tsafirði
miin 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Stofnuð hefur verið Vest-
fjarðadcild félagsskaparins
VERNDAR og var stofnfund-
urinn haldinn í Skátaheimil-
inu á fsafirði s.l. miðvikudag.
Var þar jaínframt tilkynnt
um stórhöfðinglega gjöf lijón-
anna Þorbjargar Valdimars-
dóttur og Jóns Kristjánssonar
byggingameistara til félags-
skaparins á eignum í Hnifs-
dal og Eyrarhreppi.
Stofnfundurinn á ísafirði
var f jölsóttur, en til hans boð-
uðu þær frú Þóra Einarsdótt-
ir, formaður VERNDAR, og
frú Sigríður J. Magnússon,
sem á sæti í stjóm félagsins.
Fundarstjóri var Marías Þ.
Guðmundsson framkvstj. 1
upphafi fundarins flutti frú
Þóra yfirlitserindi um stofn-
un, tilgang og starf félagssam-
takanna VERNDAR. Voru
þau stofnuð árið 1959 og
standa að þeim um 100 félög
og um 600 einstaklingar að
auki. Megintilgangur félags-
ins er að liðsinna og aðstoða
ýmsa þá menn, sem gerzt hafa
brotlegir við lög og stuðla að
því að þeir geti á nýjan leik
orðið góðir samborgarar. Hef-
ur félagið unnið mjög marg-
háttað mannúðarstarf á þessu
sviði og hefur frú Þóra Ein-
arsdóttir haft þar mesta for-
ystu allt frá upphafi. Lýsti
frú Þóra yfir því, að tilgang-
urinn með boðun þessa fundar
væri að stofnsetja fyrstu
deild félagsins utan Reykja-
víkur, og yrði það deild fyrir
Vestfirði með aðsetri á ísa-
firði.
Þá sagði hún frá mjög höfð-
inglegri gjöf, sem félagssam-
tökin VERND hafa nýlega
hlotið og kvað stjórn samtak-
anna hafa samþykkt á fundi
sínum í Reykjavík að afhenda
þeirri Vestfjarðadeild, sem nú
ætti að stofna, þessa gjöf til
umráða og ráðstöfunar.
I gjaíabréfi, sem dagsett er
í Reykjavík 22. júní s.l., er
Iýst yfir því, að til minningar
um hjónin Björgu Jónsdóttur
og Valdimar Þorvarðarson út-
gerðarmann og kaupmann í
Hnífsdal, liafi þau hjónin Þor-
björg Valdimarsdóttir og Jón
Kristjánsson byggingameistari
frá Hnífsdal, sem nú eru bú-
sett I Reykjavík, ákveðið að
gefa félagsskapnum VERND
eftirtaldar eignir:
Heimabæ II, húseign og
jörð, 6 hundruð að fomu mati,
en þarna er um að ræða
stærsta húsið í Hnífsdal, þrí-
lyft steinhús með þremur
íbúðum. Einnig efri hæð í
liúseigninni Heimabær V, og
loks jörðina Fremri-Hnífsdal
í Eyrarhreppi, 8 hundruð að
fornu mati.
I gjafabréfinu er sett það
skilyrði, að fasteignirnar verði
nýttar á vegum VERNDAR
til hagsbóta fyrir þau málefni,
sem VERND berst fyrir eða
kann að berjast fyrir hverju
sinni. Þó skal VERND heimilt
að leigja eða Iána fasteignim-
ar eða hluta úr þeim fyrir
starfsemi á sviði annarra
mannúðarmála en þeirra, sem
VERND beinlínis berst fyrir,
svo sem til rekstrar unglinga-
heimilis, barnaheimilis eða
elliheimilis o.s.frv.
Frú Þóra Einarsdóttir sagði,
að með þessari miklu gjöf
opnuðust stórkostlegir mögu-
leikar og lýsti þeirri von sinni,
að gjöfin yrði hvatning til
átaka.
Frú Sigríður J. Magnússon
talaði um starfsemi VERND-
AR á undanförnum árum og
nokkrar umræður urðu um
þessi mál.
Var síðan gengið til
stofnunar Vestfjarðadeildar
VERNDAR og höfðu 47
manns skráð sig sem stofnfé-
lagar. Var deildinni kosin
stjórn og eiga sæti í henni
Rannveig Hermannsdóttir,
Oktavía Gísladóttir, Hafsteinn
O. Hannesson, Marías Þ. Guð-
mundsson, Kristján Jónsson,
Þórður Sigurðsson og Lnga
Ingimarsdóttir, en til vara
Halldór Pálsson, Jón Þórðar-
son og Daníela Jóhannesdóttir.
Stofnfundurinn sendi gef-
endunum þakkir og virðingu
fyrir hina verðmætu gjöf, sem
hjónin hafa fært félagsskapn-
um VERND.
Leikur ekki á tveim tung-
um, að þessi stórhöfðinglega
gjöf þeirra hjónanna Þor-
bjargar Valdimarsdóttur og
Jóns Kristjánssonar bygginga-
meistara verður til mikillar
eflingar fyrir mannúðarstarf-
semi hér um slóðir þótt enn
sé með öllu óráðið á hvem
hátt nýtingu þessara eigna
verður hagað.