Vesturland - 03.07.1965, Side 5
&Q71& afcsVFIVZXXH saitlSFSSiEVISXiDOin
5
Viðkvæmii ppvarí Viðreisnarsjöði Evrðpnrððsins
Það var fagnaðarefni flest-
um, þegar ríkisstjómin ákvað
á síðastliðnum vetri að taka
lán úr Viðreisnarsjóði Evrópu-
ráðsins. Vestfirðingar fögnuðu
því sérstaklega, þar sem lán-
ið, að upphæð 2 millj. $ eða
um 86 millj. kr., á að ganga
til samgöngubóta á Vestfjörð-
um. Aðrir landsmenn, sem
láta sig varða uppbygingu
strjálbýbsins og jafnvægi í
byggð landsins, fögnuðu einn-
ig. Lánið frá Viðreisnarsjóðn-
um er tekið til að tryggja
framkvæmd á heildaráætlun
um eflingu byggðar á Vest-
fjörðum.
Með slíkri áætlunargerð og
framkvæmd eru tekin upp ný
og bætt vinnubrögð til efling-
ar strjálbýlinu. Ekki var það
óeðlilegt, að Vestfirðir yrðu
fyrst fyrir valinu, þegar haf-
izt var handa í þessum efnum.
En jafn eðlilegt er, að aðrir
landshlutar fylgi á eftir. öll-
um mátti vera fagnaðarefni
lántakan hjá Viðreisnarsjóðn-
um.
Því bregður kynlega við, að
víl og vol skuli heyrast út af
lántöku þessari. Að vísu sýndi
sig strax í upphafi, að hætt
gat verið við alvarlegum mis-
skilningi í máli þessu. Þegar
tillaga mín til þingsályktunar
um aðstoð frá Viðreisnar-
sjóðnum, var til umræðu i
sameinuðu Alþingi í apríl
1964, missást t.d. jafn athug-
ulum manni og 3. þingmanni
Norðurlandskjördæmis eystra,
Gísla Guðmundssyni.
Hann var óánægður með
nafn þessa lánasjóðs. Hann
taldi betri þýðingu á hinu
enska heiti Resettlement Fund
að kalla sjóðinn „Flóttamanna
sjóð“ heldur en Viðreisnar-
sjóð. Á grundvelli sinnar
snjöllu þýðingar fannst honum
hann finna tilgang sjóðsins.
Samkvæmt því átti tilgangur
sjóðsins að vera sá, að aðstoða
landflóttafólk. Af miklum al-
vöruþunga varaði hann Is-
lendinga við að koma nálægt
slíkum sjóði. Það gæti leitt
til þess, að Islendingar yrðu
að deila náttúrugæðum og
landsréttindum með erlendum
flóttamönnum, sem myndu
flykkjast til landsins, ef kom-
izt væri í tæri við „Flótta-
mannasjóðinn". Um hugsan-
lega lántöku hjá sjóðnum
komst þingmaðurinn m.a. svo
að orði: „Ef slíkt ber á góma,
þarf áreiðanlega að fara að
með mikilli gát, því að þessi
fámenna þjóð má því miður
ekki við því af þjóðræknis-
ástæðum að veita viðtöku fjöl-
inenni af öðrum þjóðernum
eða jafnvel kynþáttum.“
Þessi ummæli báru vott um
lofsvert hugmyndaflug. Hins
vegar var þetta naumast lofs-
verður málflutningur. Hér var
skellt skollaeyrum við veru-
leikanum. Samkvæmt sam-
þykktum Viðreisnarsjóðsins
frá 1956 er tilgangur sjóðsins
sá, að aðstoða við úrlausn
vandamála, sem stafa af til-
flutningi fólks. Sjóðurinn hef-
ur gegnt hlutverki sínu með
því að lána til framkvæmda til
að skapa fólki lífsskilyrði á
þeim stöðum, sem það flytur
til. En jafnframt og ekki síð-
ur hafa verið veitt lán til þess
að bæta samgöngur, efla at-
vinnuvegi og koma upp félags-
og menningarstofnunum í
þeim byggðarlögum, sem eiga
í vök að verjast, til þess að
draga úr fólksflutningum það-
an. Hér hefur verið um að
ræða aðgerðir til að viðhalda
jafnvægi í byggð viðkomandi
lands. Lánveitingar Viðreisn-
arsjóðsins hafa einkum miðast
við verkefni sem þessi, þ.e.
vegna tilflutninga fólks innan
síns eigin lands.
En í samþykktum sjóðsins
er tekið fram, að undir hlut-
verk hans heyri einnig aðstoð
vegna tilflutninga fólks, sem
flytur til síns eigin ríkis frá
landssvæðum, sem viðkomandi
ríki hefur misst vegna breyt-
inga á landamærum. í fram-
kvæmd hefur aðstoð sjóðsins
við slíkt fólk verið fólgin í
lánveitingum til V-Þýzkalands
vegna fólksflutninga frá A-
Þýzkalandi. Þessar lánveiting-
ar áttu sér einkum stað fyrstu
starfsár sjóðsins. Hins vegar
heyrir ekki undir verksvið
sjóðsins aðstoð við fólk, sem
flúið hefur frá einni þjóð til
annarrar. Flóttamannastofnun
Sameinuðu Þjóðanna hefur
það hlutverk að sinna slíku
fólki.
Frá þessu skýrði ég ræki-
lega í umræðum á Alþingi og
leiðrétti misskilning Gísla
Guðmundssonar. Sá mæti mað-
ur hefur að sjálfsögðu viljað
hafa það, sem sannara reynd-
ist. Ekki hefi ég síðan heyrt,
að hann teldi þjóðerni okkar
stefnt í voða með lántöku hjá
Viðreisnarsjóðnum.
En svo er að sjá sem til séu
þeir, sem ekki vilja láta sér
segjast. Til þess bendir for-
ustugrein Alþýðublaðsins 4.
apríl s.l. Þar segir m.a.:
„Aðeins eitt atriði varðandi
Vestfjarðaáætlunina hefur
valdið undrun Iandsmanna.
Það er lántaka lijá Flótta-
mannasjóði Evrópuráðsins, og
þykir mörgum illa viðeigandi
af Islendingum að seilast til
slíltra stofnana, sem hljóta að
hafa ærin verkefni brýnari á
sínu sviði. Þetta er því miður
ekki eina dæmið um slík
vinnubrögð og væri betur að
þau hyrfu á sama tíma, sem
Alþingi hefur samþykkt að
hefja athugun á liugsanlegri
aðstoð við vanþróaðar þjóðir.“
Hér virðast hugarórar um
flóttamenn móta umsögn
blaðsins. Talað er um, að Við-
reisnarsjóðurinn hafi öðrum
hnöppum að hneppa en að
lána hingað. Málið er sett í
samband við aðstoð við van-
þróaðar þjóðir. Þetta kemur
eins og skollinn úr sauðar-
leggnum. Það er skrýtin skoð-
un, að ekki sé jafn nauðsyn-
legt að stuðla að jafnvægi í
byggð landsins hér eins og í
öðrum löndum, sem sjóðurinn
lánar til. Sjóðurinn lánar hér
til hliðstæðra framkvæmda og
annars staðar. Starfsemi Við-
reisnarsjóðsins kemur ekkert
við vanþróuðum þjóðum. Þær
Evrópuþjóðir, sem standa að
Viðreisnarsjóðnum, eru ekki
venjulega taldar til svokall-
aðra vanþróaðra þjóða. Engar
aðrar þjóðir geta fengið lán
úr sjóðnum en þær, sem eru
aðilar að honum.
Þetta á ritstjórn Alþýðu-
blaðsins að vita og er því
vorkunnarlaust að gera sig
ekki að viðundri í máli þessu.
Slíkt hefði gjarnan mátt láta
stjórnarandstöðunni einni eft-
ir.
1 ritstjórnarpistli Tímans
„Á víðavangi“ 5. júní s.l. er
fjallað um framkvæmdaáætlun
Vestfjarða. Þar segir m.a.:
„Það fjárinagn, sem til þessa
er varið, er þó ekki stórmann-
lega fengið. Það er fengið
samkvæmt beiðni úr Flótta-
mannasjóði Evrópuráðsins,
neyðarsjóði . . . Út af fyrir
sig má segja, að sama sé,
livaðan fjármagnið kemur, en
ýmsum finnst aðferðin ekki
stórmannleg og jafnvel niður-
lægjandi. A.m.k. gengur sú
ríkisstjórn varla bein í baki,
ef liún er þá upprétt, sem fer
frgm á slíkar ölmusur í bezta
árferði.“
Hér er talaö um ölmusur.
Og rétt er það, að ekki er stór-
mannlegt að fara fram á
ölmusur og jafnvel getur það
verið niðurlægjandi. En hvers
vegna er hér talað um ölmus-
ur? Lán það, sem Viðreisnar-
sjóðurinn lánar Islendingum,
er með 6,6% vöxtum til 15
ára, en afborgunarlaust fyrstu
5 árin. Þetta eru hliðstæð kjör
og sjóðurinn veitir öði’um ríkj-
um, sem hann lánar. Þetta
eru að vísu hagkvæm kjör, en
allmikið vantar á, að ölmusa
geti talizt.
Þá er talað um Viðreisnar-
sjóðinn sem neyðarsjóð. Ekki
er það þó svo, að nokkur neyð
sé að eiga skipti við stofnun
þessa. Hins vegar var Við-
reisnarsjóðurinn stofnaður til
að bæta úr þörfum, sem tald-
ar voru brýnar. Þær þjóðir,
sem eru aðilar að Viðreisnar-
sjóðnum, lögðu fram fjármagn
sem stofnframlag til sjóðsins.
Starfsemi Viðreisnarsjóðsins
er samhjálp aðildarríkjanna
um úrlausn tiltekinna vanda-
mála.
ísland er aðili að þessum
samtökum. Island hefur tekið
á sig sinn skerf byrðanna með
því að leggja fram sitt fjár-
framlag til sjóðsins. Hvað get-
ur þá mælt á móti því, að ís-
land noti sinn rétt til aðstoð-
ar? Er ísland meira fjármála-
veldi en t.d. Vestur-Þýzkaland
og ítalía, sem hafa fengið
m'esta aðstoð frá Viðreisnar-
sjóðnum?
Þessum spurningum þarf
ekki að svara. Það er augljóst.
En aðrar spumingar vakna.
Hvers vegna þessa viðkvæmni
gagnvart Viðreisnarsjóðnum?
Hvers vegna að rangtúlka til-
gang og starfsemi Viðreisnar-
sjóðsins?
Þorvaldur Garðar Kristjánss.
Frá starfsemi Sjálfsbjargar
Aðalfundur Sjálfsbjargar,
Isafirði var haldinn fimmtu-
daginn 15. apríl. Formaður fé-
lagsins, Ingibjörg Magnúsdótt-
ir, flutti skýrslu um störf fé-
lagsins á árinu. Fara hér á
eftir helztu atriði hennar.
Reglulega voru haldnir fé-
lags- og skemmtifundir og
vinnukvöld vikulega, þar sem
unnir voru munir á árlegan
jólabazar félagsins. Auk happ-
drættis-, merkja- og blaða-
sölu, sem félagið annaðist
á vegum landssambandsins,
efndi það til fjáröflunar með
bingókvöldum og varð það
helzta tekjulind félagsins á-
samt áðurnefndum jólabazar.
I lögum félagsins segir, að
markmið þess skuli vera m.a.
að efla félagsleg kynni og
skemmtanalíf meðal fatlaðs
fólks, og í því skyni hefur
verið efnt til sumarmóta
Sjálfsbjargarfélaganna, en á
s.l. ári komu félögin saman
að Reykjum í Hrútafirði og
var þátttaka frá ísafirði góð
að vanda.
1 félaginu eru nú 127 félag-
ar; þar af 65 virkir og 62
styrktarfélagar, en heilbrigt
fólk getur gerzt styrktarfélag-
ar og greiðir það sama árs-
tillag og virkir félagar hverju
sinni.
Nýlega var stofnaður
Styrktarsjóður Sjálfsbjargar
á ísafirði og er tilgangur hans
að taka þátt í ferðakostnaði
félaga, sem leita sér lækninga
utanbæjar eða öðrum kostn-
aði, sem Tryggingarstofnunin
eða Sjúkrasamlagið greiðir
ekki.
Vinnuver, verzlun og ör-
yrkjavinnustofa Sjálfsbjargar
og Berklavarnar, hefur nú
Framhald á 6. síðu.
Stjórn Sjálfsbjargar: (Talið frá vinstri)
Pálína Snorradóttir ritari, Sigurður Th. Ingvarsson
vararitari, Ingibjörg Magnúsdóttir formaður, Guðmundur
Guðmundsson gjaldkeri, Helga Marsellíusdóttir varafor-
ma,ður.