Vesturland - 20.11.1965, Side 4
4
ILEJII ilJlJÍAJJlLJ
ocns afc&nFmzxxH ssitaFSJiExisxnxMt
Enn akfært nm alla Vestfirði
Enn eru vegir færir um alla
Vestfirði enda þótt komið sé
fram í síðari hluta nóvember-
mánaðar. Heita má að hvergi
hafi snjóað á Vestfjörðum það
sem af er vetrar og hvergi
snjóar á fjallvegum. Lokið er
nú að mestu að gera við
veginn eftir þær miklu
skemmdir, sem á þeiín urðu
af völdum skriðufalla og
vatnavaxta, en þó eru vegirnir
víða mjög ósléttir yfirferðar
og talsvert hröngl á köflum.
í Dýrafirði féllu um 40 skriður
á veginn og er viðgerð ekki
lokið þar og verður ekki endan
lega unnið að lagfæringu
vegarins fyrr en næsta vor.
Þrátt fyrir þetta er fært um
alla Vestfirði og til Reykjavík
ur og enn eru vöruflutninga-
bílamir á ferðinni. 1 haust
stóð til að vinna eitthvað að
nýbyggingu vegar frá Úlfsá
innfyrir Hafrafell á leiðinni
inn á Isafjarðarflugvöll, en
þeim framkvæmdum hefur
verið frestað, meðfram vegna
þess að komið hefur til tals
að leggja veginn þvert yfir
sundið frá Hafrafelli á móts
við Kirkjubæ, en ákvörðun um
það hefur enn ekki verið tekin.
Nýlega er lokið nýbyggingu
vegarins frá Flateyrarkaup-
túni upp á þjóðveginn og
hefur verið gerð þar ný
beygja og vegurinn stór-
batnað. Varði hreppsfélagið
um 200 þús. kr. til þessara
framkvæmda.
Vegurinn norður í Ámes er
mjög vel fær öllum jeppabif-
reiðum. Sr. Andrés Ólafsson
prófastur á Hólmavík tjáði
blaðinu í fyrradag, að hann
væri nýkominn á jeppa sínum
úr ferðalagi norður í Árnes.
Hefði hann verið 3y2 klst. á
leiðinni allt norður í Árnes.
Þá komu sex frúr norðan úr
Árnesi á jeppa í vikunni til
þess að verzla á Hólmavík og
er það nýmæli. Fólk í Ámes-
hreppi er mjög ánægt með
þennan nýja veg, sem lokið
var við í haust, að öðm leyti
en því, að eftir er að bera ofan
í hann á kafla skammt frá
Djúpavík.
Fundir um umferðarmál
á ísafirði
Um helgina 6.—7. nóv. voru
tveir fundir haldnir á ísafirði
um umferðarmál. Sá fyrri var
á Mánakaffi á laugardaginn,
haldinn að tilhlutan Sam-
vinnutrygginga með þeim bif-
reiðarstjórum, er til náðist af
þeim, sem hlotið hafa viður-
kenningu eða verðlaun Sam-
vinnutrygginga fyrir ömggan
akstur í 5 eða 10 ár. Fundar-
stjóri var Þorgeir Hjörleifs-
son, umboðsmaður Samvinnu-
trygginga á ísafirði, en einnig
mætti á fundinum Baldvin Þ.
Kristjánsson, félagsmálafull-
trúi trygginganna. Rætt var
um iað efna til samtaka varð-
andi umferðarmál. Eftir all-
miklar og fjöragar umræður
var samþykkt með öllum at-
kvæðum fundarmanna að
stofna félag, sem hlaut nafnið
Klúbburinn „Öruggur akstur“.
Eins og nafnið ber með sér,
er tilgangur klúbbsins að
stuðla að auknu umferðarör-
yggi, fyrst og fremst í ísa-
fjarðarkaupstað og Isafjarð-
arsýslum, en einnig annars
staðar í félagi við aðra eftir
því, sem við verður komið.
Stjórn klúbbsins var kosin
og skipa hana þessir menn:
Guðmundur Sveinsson, neta-
gerðarmeistari, formaður,
Finnur Finnsson, kennari,
ritari, og
Hermann Bjömsson, póstm.
Varamenn em:
Guðbjarni Þorvaldsson for-
stjóri,
Jónas Guðjónsson, trésmíða-
meistari, og
Ingimundur Guðmundsson,
vélsmíðameistari.
Seinni fundurinn var hald-
inn í Templarahúsinu á sunnu-
dag. Það var almennur fundur
um umferðarmál. Boðnir vom
allir bifreiðarstjórar og aðrir
áhugamenn. Var það hinn ný-
stofnaði klúbbur „ÖRUGGUR
AKSTUR“, sem efndi til
þessa fundar. Þarna fluttu
ávörp Guömundur Sveinsson,
formaður klúbbsins og Ingi-
mundur Guðmundsson úr
varastjóm hans. Þá flutti
Baldvin Þ. Kristjánsson stutt
erindi um umferðarmál og
sýndi umferðarkvikmyndir.
Báðir þessir fundir voru til-
tölulega vel sóttir, þrátt fyrir
þær óvenjulegu umferðar-
hindranir á vegum til Isaf jarð-
ar, sem að undanfömu hefur
verið sagt frá í útvarpi og
blöðum.
Ný bæjarsimaskrá
á tsafirði
Nýlega er komin út sér-
prentuð bæjarsímaskrá fyrir
ísaf jörð og Ilnífsdal og er hún
afhent í innheimtu símans
hér og á póstafgreiðslunni í
Hnífsdal.
Sá háttur hefur verið tekinn
upp til að hraða afgreiðslu
bæjarsímans, að símnotendur
verða að biðja um símanúmer,
en ekki nægir að biðja um
nafn símnotanda eins og al-
gengt hefur verið til þessa.
Bæjarráð skoðar
elliheimili
Nýlega fór bæjarráð Isa-
fjarðar ásamt formanni Elli-
heimilisnefndar bæjarstjórnar
til Reykjavíkur til þess að
kynna sér rekstur elliheimila
og skoða slíkar stofnanir þar
syðra.
Elliheimilismálið hefur að
undanförnu verið af og til á
dagskrá hjá bæjarráði og elli
heimilisnefnd og kom fram
uppástunga um það fyrir
nokkru, að leitað yrði til Gísla
Sigurbjörnssonar, forstjóra
Elliheimilisins Grundar í
Reykjavík um aðstoð og upp-
lýsingar í sambandi við undir-
búning að byggingu Elli-
heimilis á ísafirði.
Gísli var fús til að veita
þessa aðstoð, en taldi betra að
fulltrúar héðan kæmu suður
til að kynnast þessum stofn-
unum þar.
Isfirzku fulltrúarnir skoð-
uðu Gmnd og Elliheimilið Ás
í Hveragerði, Hrafnistu og Sól
vang í Hafnarfirði.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
| Útgefandi |
1 Kjördæmisráð Sjálfstæðis- |
- flokksins í Vestfjarðakjör-1
| dæmi.
| Ritstjóri: |
| Högni Torfason. |
| Ritstjóm og afgreiðsla: §
1 Uppsölum. Sími 232. 1
| Prentstofan ísrún hf. §
IIIIIIIIIIIIIIIIII1111111111111111111111111111111111111111111111111
- Staksteinar -
Fátt er svo með öllu illt,
að ekki boði nokkuð gott,
stendur þar og á við um
skriðuföllin hér á Isafirði á
dögunum. Ekki varð vemlega
mikið tjón af þeim, en allt það
stórgrýti og jarðefni, sem
rann niður, er nú verið að
flytja í uppfyllingu við Sund-
stræti og víðar hefur þarna
fengizt ódýrt og handhægt
uppfyllingarefni, sem ella
hefði þurft að sækja um
langan veg. Auk þess hefur
þetta aukið mjög atvinnu vöm
bílstjóranna. Annars segja
unglingamir um skriðuföllin,
að Rolling Stones hafi verið
að skemmta ísfirðingum, og
þurfa menn að vera eitthvað
inni í bítlamenningunni til að
skilja þann húmor.
—□—
Póststjómin gefur út nýtt
frímerki 3. des. n.k. að verð-
gildi 100 kr., dýrasta frímerki,
sem hingað til hefur verið
gefið út hér á landi. Á því er
mynd aí konu á íslenzka skaut
búningnum í mörgum litum.
Hins vegar tekur póststjórnin
ekki í mál að gefa út sérstakt
frímerki í tilefni af 100 ára
afmæli Isafjarðarkaupstaðar.
Segir hún, að Reykjavík og
Akureyri, sem urðu slíkrar
virðingar aðnjótandi á sínum
afmælum, njóti sérstöðu. I
hverju sú sérstaða er fólgin
er ekki gott að vita, en óþarfi
sýnist að taka slíkar viðbámr
hátíðlega.
—□ —
Guðbjörn Björnsson hefur
nýlega verið ráðinn kaup-
félagsstjóri við Kaupfélag
Súgfirðinga í Súgandafirði.
Tekur hann við starfi af Jó-
hannesi Þ. Jónssyni, sem
fluttur er til Reykjavíkur. Þá
hefur Gísli Theódórsson ný-
lega tekið við starfi sem kaup-
félagsstjóri við Kaupfélag
Amfirðinga Bíldudal.
Nýjar sýningarvélar
á Flateyri
Samkomuhúsið á Flateyri
fær innan skamms nýjar kvik-
myndasýningarvélar og verða
þær settar upp fljótlega.
Nokkur undanfarin misseri
hefur orðið að notast við
mjög gamlar og fornfálegar
sýningarvélar, sem varla hafa
getað talizt nothæfar, en hinar
nýju vélar verða mjög full-
komnar. Reyndist unnt að
ráðast í kaup á þeim eftir að
samþykkt var á síðasta Al-
þingi að fella niður að-
flutningstolla á kvikmynda-
sýningarvélum í kauptúnum
og minni stöðum.
Skrifstofustúlka óskast
Starf skrifstofustúlku á bæjarskrifstofunni er laust
til umsóknar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Bæjar-
skrifstofan gefur upplýsingar og tekur við umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 10. desember.
ísafirði, 10. nóvember 1965.
BÆJAKSTJÓRI.
Hjartanlegustu þakkir mínar til allra þeirra, sem
sendu mér hlýjar kveðjur, afmælisóskir og góðar gjafir
þann 7. þessa mánaðar.
Lára Eðvarðsdóttir, lsafirði.
Bæjarsfmaskrá ísafjarðar 1965
SÍMN OTENDUR ÍSAFIRÐI: Bæjarsímaskráin 1965
ásamt viðauka, er afhent í síma-innheimtunni alla virka
daga kl. 13—16 til 25. þ.m. og á póstafgreiðslunni í
Hnífsdal á venjulegum afgreiðslutíma.
Ennfremur er vakin athygli allra símnotenda á, að
þegar þeir hringja innanbæjar er nauðsynlegt að biðja
um símanúmer en ekki nafn, svo liægt sé að afgreiða
það strax.
SÍMASTJÓRINN ÍSAFIRÐI.