Vesturland - 20.11.1965, Side 6
6
/
HéraMnndar N-hfjarðarprófaslsilæniis
Sicns a/és&Fixxxm sstluFxriKfvsmxxn
uppbyggingar og uppörvunar
bæði fyrir heimsækjendur og
heimamenn. Það skapar félags
anda og eykur kynni manna
og byggða á milli.
Að lokinni guðsþjónustu-
gerð bauð sóknarnefnd Hóls-
kirkju aðkomumönnum, söng-
kór og héraðsfundarfulltrúum,
ásamt heimakór, sóknamefnd
og sóknarpresti til veglegs
samsætis í félagsheimili
staðarins, þar sem margar
ræður voru fluttar og söngur
uppi hafður.
Þá sátu héraðsfundarfull-
trúar rausnarlegt kvöldverðar-
boð prestshjónanna á stað-
num. Var þetta hinn ánægju-
legasti dagur, enda veðurblíða,
Djúpið svo að segja í stafa
logni.
Nýíí taefti af ICELAND BEVIEW
Kynningarsýning PFAFF
á ísafirði
Hinn 14. nóv. sl. var Héraðs '
fundur N-ísafjarðarprófasts-
dæmis haldinn í Bolungarvík.
Fundinn sóttu 9 fulltrúar af
11, sem þar eiga sæti. Setti
prófastur fundinn og stjórnaði
honum. Rakti hann með
nokkrum orðum það helzta,
sem gerzt hefur í héraðinu frá
síðasta héraðsfundi í sam-
bandi við kirkjumál. Einnig
gat hann sumra þeirra kirkju-
mála, sem efst eru á baugi
með þjóðinni nú. Gat hann
þess, að nefnd hefði verið skip
uð til athugunar á nýrri
prestakallaskipun, sem ferðast
hefði um landið sl. sumar,
hver nefndarmaður í sínu lagi
um visst svæði landsins, en
menn töldu að breytinga væri
þörf um fjölgun presta í þétt-
býlinu og þá væntanlega að
einhverju leyti fækkun þeirra
í dreifbýlinu.
Þá vakti prófastur máls á
því, að hið ísl. biblíufélag
hefði orðið 150 ára á sl. sumri,
en afmælisins minnzt í sl.
mánuði. Var þá hafin fjár-
söfnun vegna væntanlegrar
heildarútgáfu bíblíunnar.
Taldi hann þörf framhaldandi
söfnunar í því skyni, og bar
fram eftirfarandi tillögu máli-
nu til stuðnings
Héraðsfundur- N.lsafjarðar
prófastsdæmis 1965 beinir
þeim tilmælum til sóknar-
nefndar prófastsdæmisins að
styðja hið ísl. biblíufélag
næstu 5 árin með fjárfram-
lögum, er næmi minnst einni
krónu á safnaðarmeðlim ár-
lega til að auðvelda því fyrir-
hugaða heildarútgáfu biblí-
unnar.
Var tillagan samþykkt með
öllum atkvæðum fundar-
manna. Kom mikill einhugur
fram á fundinum um málefni
kirkjunnar og vilji að styðja
ýms þau mál, er kirkjuna
varðar. Voru þar rædd meðai
annars bókakaup til Skálholts
og kom þar fram einhugur að
styðja það mál eftir föngum.
í sambandi við fundinn fór
fram guðþjónusta í Hólskirkju
þar sem séra Sigurður Krist-
jánsson prófastur prédikaði og
þjónaði fyrir altari, en kirkju-
kór ísafjarðarkirkju, Sunnu-
kórinn, söng við undirleik
organleikara síns, Ragnars H.
Ragnar, skólastjóra, en frú
Herdís Jónsdóttir söng ein-
söng í einum sálminum.
Hefir það færzt í vöxt nú
undanfarið hér á Vestf jörðum,
að prestar með kirkjukórum
sínum heimsæki nágranna-
kirkjurnar til mikillar ánægju,
Nýtt hefti af ICELAND'
REVIEW er komið út, vandað
að efni og útliti eins og áður.
Að þessu sinni er það helgað
íslenzkum frímerkjum að
nokkru; birtir viðtal við póst-
og símamálastjóra, Gunnlaug
Briem, flytur grein um íslenzk
frímerki - fyrr og nú, eftir
Jónas Hallgrímsson, stutt við-
tal við bandarískan frímerkja-
kaupmann um íslenzk frímerki
og segir frá frímerkjasölu
póstþjónustunnar. ennfremur
birtist í ritinu heil síða lit-
mynda af íslenzkum frí-
merkjum, m.a. Surtseyjar-
seríunni, og mun það í fyrsta
sinn að slík litprentun birtist
í blaði útgefnu á Islandi.
Hefur þetta hefti þegar vakið
mikla athygli íslenzkra frí-
merkjasafnara — og er
ICELAND REVIEW eina rit-
ið, sem gefið er út á ensku —
og birtir reglulega þátt um
íslenzk frímerki.
Þá er grein í ritinu um Slysa-
vamafélag íslands og hið
giftudrjúga starf þess eftir
Elínu Pálmadóttur, blaðakonu.
Nefnist greinin á ensku „On
the Stormy Atlantic" og
fylgja henni myndir af
björgun áhafnarinnar af
brezka togaranum Sargon frá
Grimsby, teknar úr kvikmynd-
inni um björgunarafrekið við
Látrabjarg. Framganga ís-
lenzkra björgunarsveita hefur
oft vakið athygli erlendis og
er hér brugðið upp glöggri
mynd af sögu og starfi Slysa-
vamafélagsins í máli og mynd
um.
1 heftinu er einnig grein um
stærsta jökul Evrópu, Vatna-
jökul, prýdd fjölda góðra
mynda eftir Magnús Jóhanns-
son og Mats Wibe Lund jr.
Viðtal er við bandaríska
sendihernann, James K. Pen-
field, um ferðalög hans á Is-
landi, en hann hefur ferðazt
um landið þvert og endilangt,
meira en þorri íslendinga. Þar
segir sendiherrann frá því,
| sem hann hefur séð athyglis-
verðast á ferðalögum sínum.
Heimsókn bandarísku geim-
faranna og ferð þeirra að
öskju er einnig gerð góð skil
í þessu hefti ICELAND
REVIEW — með myndum
eftir Ól. K. Magnússon, Kára
Jónasson og Kjartan Thors.
Og ennfremur er viðtal við
Hjálmar R. Bárðarson, skipa-
skoðunarstjóna, um ljósmynd-
un á Islandi og möguleikana,
sem landið gefur til þeirrar
iðju.
1 þessu hefti er einnig ís-
lenzkt fréttayfirlit síðustu
mánaða í dagblaðsformi, en
þessi þáttur, sem hófst í næst-
síðasta hefti ritsins, hefur
hlotið góðar móttökur er-
lendra lesenda. Björgvin Guð-
mundsson skrifar ýtarlega
grein um utanríkisviðskipti Is-
lendinga og fylgir henni tölu-
vert yfirlit yfir viðskipti
landsins við hin ýmsu ríki,
einkum með tilliti til EFTA.
Peter Strong, framkvæmda-
stjóri American-Scandinavian
Foundation í New York, ritar
grein um minningarsjóð Thor
Thors og framtíðarverkefni
sjóðsins, grein er um SIM-
RAD, sem ekki á hvað minnst-
an þátt í byltingu þeirri, sem
orðið hefur í síldveiðum ís-
lendinga — og vakið hefur
mikla athygli erlendra út-
gerðar- og sjómanna — og
loks er í ritinu nýr þáttur, eitt
og annað um ferðamál, sem
gagnlegt er fyrir útlendinga
að vita. Af föstum liðum má
ennfremur nefna umsagnir um
nýlegar bækur, sem útkomnar
eru á ensku um málefni, er
varða ísland.
Á kápusíðu þessa heftis
ICELAND REVIEW er mynd
af frímerki því, sem gefið var
út í tilefni 20 ána afmælis lýð-
veldisins. Ritið er prentað á
góðan myndapappír, útlit og
frágangur til fyrirmyndar.
Haldin var sýning á Pfaff
saumavélum, strauvélum og
Passap prjónavélum á ísa-
firði þann 23. og 24. október.
Að sýningu þessari stóðu
Pfaff hf. í Reykjavík og Berg-
þóra Eggertsdóttir Isafirði, en
hún sér um dreifingu og kenn-
slu á vélarnar á Isafirði og
nágrenni.
Voru sýndar margar gerðir
saumavéla frá Pfaff verk-
smiðjunum í V-Þýskalandi.
Voru það 5 gerðir töskusauma
véla, verð frá kr. 5.550,00 til
kr. 9.550,00 og 5 gerðir skáp-
saumavéla verð frá kr. 7.000
til 13.100.
Þá var sýnd Pfaff-strauvél,
sem framleidd er eftir banda-
rísku einkaleyfi hjá Pfaff-
verksmiðjunum, og hefur hún
marga kosti umfram aðrar
strauvélar, m.a. er hún opin
í báða enda, svo þægilegt er
að straua í henni stór stykki,
og hitajárnið kemur undir
valsinn, svo hitinn nýtist
betur.
Strauvélin er í tveimur gerð
um, frístandandi á gólfi og í
samanbrotinni gerð á hjólum.
Þá var á sýningunni Passap-
prjónavél, en hún er til í
þremur gerðum. Var þetta full
komnasta vélin, tveggja borða
með svokölluðum hjálpar-
nálum, en þær auka mikið
mynztur-möguleika vélanna.
Þessa fullkomnu prjónavél
er hægt að fá með rafmagns-
drifi.
Þá voru sýnd ýms hjálpar-
•og aukatæki til sauma og
^prjóna, svo sem margar gerðir
saumavélafóta og mynztur- og
stafabækur, einnig tvinni.
Einnig var hið velþekkta
Pfaff- sníðakerfi kynnt á sýn-
ingunni, en það sníðakerfi er
mjög auðlært og því fylgja
margvísleg hjálpargögn, svo
sem grunnsnið í 18 stærðum,
og kennslubók á íslenzku til
útskýringar öllum teikningum.
Bergþóra Eggertsdóttir á
ísafirði hefur séð um kennslu
á Pfaff-sníðakerfinu og hefur
hún kennt það á Vestfjörðum,
og konur sem hafa lært það,
láta mjög vel af því.
Umboðsmaður Pfaff hf. á
Xsafirði er Bergþóra Eggerts-
dóttir og hefur hún á lager
áðurnefndar vélar, svo og
tvinna og ýmislegt tilheyrandi
vélunum.
llísliyijeiiiliir!
einangriinargler hefur unnið sér öruggan
markað á Islandi vegna vandaðrar fram-
leiðslu — 5 ára framleiðsluábyrgð — án
óuppfyllanlegra skilyrða, er kaupandanum
raunhæf framleiðsluábyrgð, ekkert annað
einangrunargler er jafn auðvelt til ísetningar.
— Athugið að öruggast er að gera pantanir
tímanlega. —
Coppetad
miðstöðvarofnar af fimm gerðum, sem tryggja
að ætíð er fáanlegur sá ofn sem bezt hentar
aðstæðum, afgreiðum við með stuttum fyrir-
vara á hagstæðu verði.
Leitið upplýsinga. — Leitið tilboða.
Reynið örugga þjónustu.
Neðstakaupstað, símar 502 og 512
ÍSAFIRÐI.