Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.11.1965, Síða 5

Vesturland - 20.11.1965, Síða 5
3cns> aJesorwsxxn satlaFsau&isxrDom 5 Vestfirzkir útgerðarmenn flytja sjálflr inn veiðarfæri sin - Rætt við Braga Ragnarsson frkvstj Sildarafli Vestfjarðabáta 406 þús. mál og tnnnur Á síðari árum hefur verið mikið rætt um nauðsyn þess, að Vestfirðingar tækju að ein- hverju leyti í sínar hendur inn flutning og verzlun með ýmsar þær vörur, sem mest eru notaðar hér á Vestfjörð- um, og hefur þar mest verið talað um útgerðarvörur. Síðari hluta árs í fyrra beittu nokkrir útgerðarmenn á ísafirði og fleiri fjörðum sér fyrir því, að stofna til inn- flutnings á veiðarfærum og hvers konar útgerðarvörum fyrir vestfirzka bátaflotann. Jón Páil Halldórsson fram- kvæmdastjóri á ísafirði annaðist undirbúning að stofn un félagsins, en í marzmánuði sl. var Bragi Ragmarsson ráð- inn framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, sem hlaut nafnið Sandfell hf. og hófst þá starf- semi þess. Vesturland hefur leitað til Braga og beðið hann að segja frá fyrirtækjinu og starfsemi þess. —• Megintilgangur félagsins er að flytja inn milliliðalaust hvers konar veiðarfæri og út- gerðarvörur, síldarnætur, þorskanet, kaðla, allt til línu- útgeröar og margt annað, sem útgerðin þarfnast. — Fyrst í stað gætti þess, að ekki var almenn trú á því að slíkt fyrirtæki ætti rétt á sér hér á Vestfjörðum, enda hefur allur þessi veiðarfæra- innflutningur til þessa farið um Reykjav. Menn töldu að svona fyrirtæki gaeti ekki þrif- izt hér, en mér er óhætt að segja, að Sandfell hafði ekki starfað lengi þegar vaxandi skilnings gætti á starfsemi þess og nú hefur skapazt um það nær alger samstaða og að því standa velflestir útgerðar- menn á Vestfjörðum. — Með stofnun þessa fyrir- tækis er verið að flytja við- skiptin hingað heim á Vest- firði, í stað þess að áður hafa þau farið um hendur kaup- sýslumanna í öðrum lands hlutum. Hvað má áætla að velta slíks fyrirtækis geti orðið mikil á ári? — Það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það, enda er veiðarfæranotkun talsvert breytileg, en við höfum látið okkur detta í hug, að hún gæti numið 25—30 millj. kr. á ári. Veiðarfærakostnaður á bát er mjög mismunandi, getur verið um 300 þús. kr. á ári hjá stærri bátunum og getur farið allt upp í eina milljón kr. á ári. Ég get nefnt sem dæmi, að uppsett síldarnót kostar frá 700 þús. kr. upp í 1,2 millj. kr. og er þá miðað við meðal stóra nót, 85 faðma á dýpt og 230 faðma á lengd, en sumir eru með stærri nætur, 90 faðma á dýpt og 210 faðma á lengd. í sumar voru rösklega 30 bátar frá Vestfjörðum á síld og má af þessum tölum gera sér nokkra grein fyrir veiðarfæraþörfinni á síldveið um. Svo er um að ræða inn- flutning á minni síldarnótum fyrir 70—80 tonna báta, sem ekki ráða við svona stórar nætur, og kunna að verða gerðir út á síld við suðvestur- land eða jafnvel Vestmanna- eyjar. — Um þorskanetin er það að segja, að á vertíð þurfa bátarnir lað meðaltali 350 net hver bátur, en getur komizt upp í 5—600 net hjá þeim stærstu og veiðarfærafrekustu 1 vetur má búast við, að gerðir verði út á net frá Vestf jörðum 30—40 bátar. Hver netaslanga kostar um 500 kr. og er þá varlega reiknað að neta- slöngur fyrir 30 báta myndu kosta um eða yfir 5 millj. kr. Þar við bætist hérumbil annað eins í teinum, steinum og flot- um, og má því áætla að þessi veiðarfærakostnaður nemi um 10 millj. kr. Allt til þessara veiðarfæra flytur Sandfell inn, og allt til línuútgerðar líka. — Við höfum flutt inn mest megnis frá Jiapan og höfum einkaumboð á Islandi fyrir Beisei Trading Co. Ltd., sem eru geysimiklar veiðarfæra- verksmiðjur með aðalstöðvar í grennd við Osaka. Starfa þúsundir manna hjá þessu fyrirtæki og verksmiðjur þess eru víða um land, endia, er það gamalgróið í veiðarfæraiðnaði num. — Innflutningur hjá okkur byrjaði seinni part vertíðar í fyrra og líkuðu þau veiðar- færi skínandi vel, svo vel, að þorskanet, sem notuð verða á Vestfjörðum á vertíð í vetur, eru nær eingöngu frá okkur. •— Fyrir síldveiðiarnar næsta sumar er um þessar mundir verið að panta nokkrar síldarnætur. Þurfa pantanir að hafa borizt fyrir áramót, en næturnar koma hingað til lands í marz til upp- setningar. , — Ég tel óhætt að segja, að þetta unga fyrirtæki hefur dafnað vel og útgerðarmenn- irnir, sem að því standia hér á Vestfjörðum, sjá sér mikinn hag í því að losna við flut- ningsgjald milli Reykjavíkur og Vestfjarða, þeim þykir handhægt að hafa þessar vörur hér við bæjardyrnar, þeir stuðla að því að halda þessu fjármagni heimafyrir á Vestfjörðum og fyrirtækið hefur ávallt stillt álagningu í hóf og aldrei farið yfir það sem er á sambærilegum veiðiar færum, sem flutt eru inn í Reykjavík. Enn er mikil síldveiði á mið- unuin fyrir austan. Hefur síld- in að undanförnu staðið grynn ra en oftast í sumar og verið tiltölulega nálægt landi. Síldin hefur oft verið nokkuð þétt og hafa sum skipanna sprengt nætur sínar þegar þau hafa Ient í stórum köstum. Heildaraflinn á síldveið- unum eystra er orðinn um 3.5 millj. mál og tunnur miðað við miðnætti sl. laugardag. Á sama tíma í fyrra var síld- veiðum eystra almennt lokið og þá var heildaraf Iinn 2 millj. 956 þús. mál og tunnur, þannig að aflinn er nú orðinn liðlega 500 þús. málum og tunnum meiri en þá. Hér við bætist svo aflinn á síldveiðunum sunnanlands, sem nú er orðinn um 826 þús. uppmældar tunnur. Tíu Vestfjarðabátar eru enn Vetrarstarfsemi Taflfélags I ísafjarðar hófst 5. nóv. sl. með hinu árlega Bikarmóti. Eru keppendur þar 11 úr 1. og 2. fl. og tefla allir eftir Monrad- kerfi, fimm umferðir. Áð fjórum umferðum lok- num er Páll Áskelsson efstur með 4 vinninga, en næstir eru Óskar Brynjólfsson, Sigurður Eiríksson og Jóhannes Ragnarsson með 3 vinninga hver. Vetrarstarfsemi Bridge- félags Isafjarðar hófst í októ- ber og nú í þessum mánuði hefur staðið yfir tvímennings- keppni um titilinn Isafjarðar- meistari 1965. Jarðsimi á flateyri 1 sumar hefur jarðsíma- flokkur frá Landssímanum verið að störfum á Flateyri og í Önundarfirði. Var lagður jarðstrengur í stað loftlínu alla leið frá Flateyri að Sela- bóli og eru 26 símalínur í þeim jarðstreng. Einnig vann flokkurinn mikið í bænum að endurbótum og nýlögnum á jarðstreng og lagði alls um 1000 metra langan streng í nýjar götur, viðbætur við eldri lagnir og í stað bráða- birgðalagna. Er mikil bót að þessu og aukið öryggi fyrir símaþjónustuna í byggðar- laginu. að síldveiðum fyrir austan og nemur heildarafli Vestfjarða- báta samanlagt um 406 þús. málum og tunnum. Má mjög varlega áætla verðmæti þess aflamagns um 100 millj. króna Guðmundur Péturs frá Bol- ungarvík er nú orðinn afla- hæstur Vestfjarðabáta miðað við síðustu helgi, og hefur fengið 35.341 mál og tunnur. Hér fer á eftir skrá um afla þeirra Vestfjarðabáta, sem bætt hafa við sig afla frá því að síðasta skýrsla kom út fyrir tveimur vikum: Franmes, Þingeyri 27.962 Guðm. Péturs, Bol.v. . . 35.341 Guðrún Guðl,. Hnífsd. 31.607 Heiðrún, Bol.v......... 5.699 Helga Guðmunds........ 35.086 Hugrún, Bol.v......... 26.634 Öl. Friðberts., S-eyri 27.680 Sólrún, Bol.v......... 29.292 Þeirri keppni lauk á Eyrar- veri á miðvikudagskvöld og urðu úrslit þau, að Einar Valur Kristjánsson og Magnús Aspelund urðu ísafjarðar- meistarar 1965, hlutu 378 stig. Næsta par var Páll Áskelsson og Ása Loftsdóttir með 343 stig og í þriðja sæti Ólafur Ásgeirsson og Grímur Samúelsson með 343 stig. Nýlega fór fram bæjakeppni í bridge á Þingeyri milli Suður eyrar og Þingeyrar. Var þetta sveitakeppni og kepptu fjórar sveitir. Leikar fóru þannig, að Þingeyri vann á þremur borð- um, en Suðureyri á einu. Hafnargerð að ljúka á Þingeyri Um þessar mundir er verið að ljúka framkvæmdum við hina nýju hafnargerð á Þing- eyri. Er verið að koma fyrir vinnupöllum, sem notaðir verða þegar rekið verður niður stálþil meðfram kantinum, en þar eiga minni bátamir að geta legið í vetur. Hafnargerð- inni er ekki enn lokið og ekki verður steyptur kantur né plata á uppfyllinguna í haust, en samt munu verða nokkur not af höfninni og skjól skapast fyrir bátana. Utgerðarmenn á Vestfjörðum Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar útgerðarvörur: Endakrökur með keðju ....... kr. 560,00 Krökur með keðju ............ — 370,00 Netadrekar .................. — 1400,00 Beitingarstólar...............— 345,00 Fiskihakajárn ............... — 70,00 Goggjárn .................... — 30,00 Netarúllur, mjög góðar....... — 8300,00 Sjóðum og slípum snurpuhringi Gjörið svo vel og liafið samband við okkur ef yður vantar eitthvað af framangreindu. Vélsmiija Bolungaviknr Sími 2 — Bolungavík Vetrarstarf í skák og bridge hafið □—

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.