Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 3

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 3
&CR2) tásJFlltZXXH SZÚCFS37£8>SXnXM 3 Aukiing vatnsaflsorku á Vestfjörðum undirbúin - Yfirlít um raforkumál Vestfjarða í lok síðasta þings fluttu þingmenn Vestfjarða tillögu til þingsályktunar um raf- orkumál Vestfjarða, og var fyrsti flutningsmaður þeirrar tillögu Matthías Bjarnason. Tillagan hljóðaði á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að taka hið fyrsta ákvörðun um aukn- ingu vatnsaflsvirkjana á sam- veitusvæði Vestfjarða og stefna að því, að framkvæmd- ir verði hafnar eins fljótt og framast er auðið. Stærð fyrir- hugaðra virkjana verði mið- uð við, að nægileg orka fáist frá vatnsaflsvirkjunum til þess að fullnægja raforku- þörf á orkusvæðinu, og þá tekið tillit til sennilegrar aukningar á raforkuþörf næstu tíu ár, og jafnframt séð fyrir nægilegri raforku til upphitunar húsa. Jafn- hliða þessum athugunum verði kannaðar óskir sveitar- félaga um þátttöku í virkj- unarframkvæmdum með það fyrir augum að stofna sam- eignarfyrirtæki ríkisins og sveitarfélaganna á samveitu- svæðinu." Þessi tillaga náði fram að ganga og var samþykkt rétt fyrir lok síðasta þings. í greinargerð, sem fylgdi þess- ari tillögu, segir meðal ann- ars: „Á Vestfjörðum er, sem kunnugt er, samveitusvæði frá Bolungarvík. til Patreks- fjarðar. Starfa þar tvær raf- veitur sveitarfélaga, þær eru Rafveita ísafjarðar og Eyrar- hrepps, og Rafveita Patreks- hrepps, og Rafmagnsveitur ríkisins. íbúar á samveitusvæðinu eru nú um 7.500 manns, af þeim búa á orkuveitusvæðum sveitarfélaganna um 4.100 en um 3.400 á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins. — Orkuöflun er í höndum sömu aðila, og hafa orkuver sveit- arfélaganna samtals 2.300 kw afl, en Rafmagnsveitur ríkis- ins um 3.700 kw. í vatnsorku- verum er um 4.000 kw-afl, en díselafl 2.000 kw. Orku- vinnsla var 19.4 GwH árið 1960, af því 2.0 GwH fram- leitt með díselvélum, en síð- astliðin ár var orkuvinnslan 20.9 GwH, af því 3.4 GwH frá díselvélum. Aukningin 1969 var 7,6% miðað við árið á undan, en 1970 var hún 7,7%. Aukning orkuvinnslu með díselvélum varð hins vegar 76% og olíu- kostnaðurinn með núverandi olíuverði yfir 5 millj. kr. Skortur á vatnsorku er þann- ig orðinn verulegur, og verð- ur að mæta nær allri aukn- ingu raforkunotkunar með keyrslu díselvéla. Aukningin er a.m.k. 1.5 GwH á ári og vex þá olíukostnaður um 2.5 millj. kr. á ári og verður á árinu 1971 um 10 mllj. kr. og því til viðbótar kemur kostnaður við aukningu dísel- véla. Athuganir til undirbúnings virkjana á Vestfjörðum hafa farið fram undanfarin ár. Rafvæðingarnefnd Vestur- Barðastrandarsýslu og Raf- veita Patrekshrepps hafa lát- ið gera áætlun um 600 kw. virkjun við Víðivatn sunnan Patreksfjarðar, og tvær virkjanir samtals 2.400 kw. í Suður-Fossá á Rauðasandi. Rafveita ísafjarðar hefur unnið að aukningu vatns miðlunar við orkuver sitt í Engidal, og í athugun er írekari aukning orkuöflunar við ísafjörð. Rafmagnsveitur ríkisins hafa gert athugun á aukningu miðlunar fyrir Mjólkárvirkjun og viðbótar- virkjun þar. Vaxandi áhugi er á húsa- hitun með rafmagni á Vest- fjörðum eins og víða um landið, og er eðlilegt að taka upp strax hitun húsa með raforku á veitusvæði Vest- fjarðavirkjunar, þar sem jarðhiti hefur ekki reynzt fáanlegur fyrir hitaveitur. Næg orka er fáanleg úr vatnsföllum á Vestfjörðum til að fullnægja orkuþörf til húsahitunar og iðnaðar um langa framtíð, en hefja þarf framkvæmdir við næsta virkj- unaráfanga nú á þessu ári og athuganir til undirbúnings virkjana lengra fram í tím- ann. Eins og áður er sagt, er orkuvinnsla á svæðinu á veg- um þriggja áðila, tveggja sveitarfélaga og Rafmagns- veitna ríkisins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir rafveitna sveitarfélaganna hefur fullt samstarf til nýtingar orku- veranna ekki tekizt. Hluti sveitarfélaganna í orkuverum og dreifingu raforku er svo stór, að eðlilegt virðist að stofna eitt sameignarfélag, með heimili og alla fram- kvæmda- og fjármálastjórn á Vestfjörðum, t.d. á ísafirði, til þess að annast þessar grundvallar framkvæmdir og þjónustu.“ Það er augljóst mál, að taka mun nokkurn tíma, að sveitarfélögin taki þessi mál til rækilegrar athugunar, og hvort þau vilja sameina alla orkuframleiðslu á þessu sam- veitusvæði Vestfjarða í eitt fyrirtæki með líkum hætti og Landsvirkjun er, þar sem Reykjavík er aðili á móti ríkinu. En aukning raforku- framleiðslu á samveitusvæði Vestfjarða þolir ekki bið, og hefur verið unnið að undan- förnu að því að hefja fram- kvæmdir á því sviði. Fyrir rúmlega ári var á- kveðið að byggja miðlunar- stíflu við Langavatn, og var á s.l. ári lokið lagningu veg- ar að fyrirhugaðri stíflu við Langavatn, og er verkið nú tilbúið til útboðs fyrir lok þessa mánaðar, og verður það því unnið nú í sumar. Með tilkomu þessarar miðl- unar í Langavatni er talið, að aukningin nemi um 2 milljónum kwst. á ári, en ársframleiðsla Mjólkár er um 11 millj. kwst. Hins vegar var ársframleiðsla díselvél- anna um 3.6 millj. kwst. á s.l. ári, og verður sennilega ekki undir 4 millj. kwst. á þessu ári. Þeir tveir möguleikar til þess að auka verulega raf- orkuframleiðslu frá samveitu Vestfjarða, eru bygging Mjólkár II, og með þeirri virkjun er talið að aflið muni aukast um 2.800 kw. og framleiðslugetan muni verða um 24 millj. kwst. Þessi framleiðslugeta er miðuð við Framhald á 5. síðu. Rafvæðing sveitanna Mikið er rætt um rafvæðingu sveitanna, og þar hef- ur verið unnið mjög mikið á sl. ári og sömuleiðis á þessu ári, en þegar þeim framkvæmdum er lokið, er talið að um 930 sveitabýli muni ekki hafa fengið rafmagn frá samveitum á öllu landinu. Þar af eru 543 býli með rafmagn frá einka mótorstöðvum, 189 býli með rafmagn frá vatnsaflsstöðvum og 198 býli, sem ekki hafa rafmagn. í lok þessa árs hafa öll sveitabýli, sem eru með 1.5 km. meðallengd á milli bæja, fengið raforku, en einkum eru það sveitabýli í tveimur landshlutum, þar sem fjarlægð er meiri á milli bæja; á Austfjörðum og Vestfjörðum. Af þessum 930 býlum eru 278 á Aust- fjörðum og 233 á Vestfjörðum. FRAMKVÆMDIR Á VESTFJÖRÐUM Nú er ákveðið, að hafin verði lagning línu frá Patreksfirði yfir í Sandodda við Sauðlauksdal og yfir Kleifaheiði á Barðaströnd, og trygging fyrir því, að á næsta ári verði haldið áfram með þá línu inn Barða- ströndina, eða inn að Brjánslæk, og séð fyrir því, að allir bæir á þessari leið muni fá rafmagn á næsta hausti. Enn fremur eru miklar líkur fyrir því, að lína verði byggð í sumar yfir Bjarnarfjarðarháls að hinum nýja skóla, sem er verið að Ijúka að Klúku í Bjarnar- firði. Má því reikna með, að rafmagn verði komið næsta haust á bæi í Bjarnarfirði, og ekki loku fyrir það skotið, að rafmagn komist einnig á þá tvo bæi, sem ekki hafa rafmagn nú í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, og enn fremur á bæi í Fellshreppi. Þegar því er lokið, verður ekki eftir annað á leið- inni suður sýsluna en Öspakseyrarhreppur, og verður að ætla, að ekki muni líða á löngu þar til haldið verður áfram með línuna suður sýsluna, og hún tengd línunni í Bæjarhreppi, sem lögð var á sl, ári. Verður þá komið rafmagn um alla Strandasýslu allt til Hólma- víkur og yfir Steingrímsfjörð á flesta bæi í Kald- rananeshreppi. Eins og málin horfa í dag, eru innhrepparnir við ísafjarðardjúp ólíklegastir til að fá rafmagn frá sam- veitum. Eins og vel er kunnugt, var rafveita reist fyrir nokkrum árum í Snæfjallahreppi. Nú er ákveðið að rafveita Snæfjallahrepps nái einnig yfir Naut- eyrarhrepp, og áformað er að leggja línu frá Bæjum yfir Kaldalón og inn Nauteyrarhrepp allt inn að Hallsstöðum. Verður jafnvel að einhverju byrjað á þessari línulögn í sumar, en örugglega sumarið 1972. Orkuráð hefur samþykkt að taka þessa framkvæmd inn á sína áætlun fyrir næsta ár, en það gerðist nú fyrir skömmu. Framhald á 5. síðu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.