Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 5

Vesturland - 28.05.1971, Blaðsíða 5
5 &G71S 2' íSTI'fí TtZXXN SSitGfiS&ESUSÁCVWn Hvað segja andstæðingablððin? Kosningabaráttan er hafin og setur að vanda svip sinn á blöðin. Fróðlegt er að at- huga umræður og skrif stjórnarandstæðinga í blöð- um þeirra hér á Vestfjörðum eftir að kosningabaráttan hófst. „Vestfirðingur", málgagn Alþýðubandalagsins, kom út 14. maí og var þar lítið feitt á stykkinu, nema ef vera skyldi grein eftir rauðsokku eina, sem spyr í angist: „Hve lengi eigum við að láta karl- menn klípa okkur í bakhlut- ann . . .?“ og enn segir hún: „Er ekki komin tími til að stofna kvenfélög, sem hafa eitthvert annað markmið en að selja kaffi og prjóna sokka í skipbrotsmannaskýli? “ Dá- falleg kveðja til vestfirzkra kvenna, að tarna! „ísfirðingur“, blað Fram- sóknarmanna, fer í kosninga- ham 15. maí sl. Sex af tíu frambjóðendum fá mynd af sér og mikið hól, ekki sízt greinarhöfundur, sem skipar þriðja sæti listans. (Lofar að birta mynd og hól um hina fjóra á listanum síðar, en ekki staðið við það i næsta blaði á eftir). Ritstjórnargreinin er nán- ast reikningsdæmi, áþekkast því, að verið sé að mata tölvu, og gert á þann hátt, að fá þá hagstæðu útkomu, að leiðarahöfundurinn í þriðja' sæti komist inn á þing! Viku síðar kemur „ísfirð- ingur“ enn út. Forsíðugrein Steingríms Hermannssonar eru gerð skil á öðrum stað hér í blaðinu. „Lautinant Valgerður vitnar,“ má segja með Steini um grein, sem falleg frú skrifar um Fram- sókn. Leiðarinn er harmagrátur Halldórs á Kirkjubóli út af sundurlyndi vinstri flokkanna. Baksíðan býður upp á enn eitt reikningsdæmi um Hanni- bal, en veigamesta greinin heitir „Kosningahugleiðing- ar“, sögð af kunnugum vera eftir meðritstjóra Halldórs, sem eins og allir vita er „Gamall Alþýðuflokkskjós- andi“, eins og stendur undir greininni. Þessar hugleiðingar eru fremur rætnar í garð ýmissa frambjóðenda, þangað til kemur að ritstjóra blaðsins, Halldóri á Kirkjubóli. Enn er Halldór reiknaður inn á þing, og lofsöngurinn minnir enn á Stein Steinarr, „komdu, og höndlaðu herrann! “ enda Halldór sagður þar „sóma sér vel sem prestur í prédikunar- stóli.“ Hámarki nær lofrollan undir lokin þegar sagt er að Halldór hafi „horfið frá vel launuðu og virðulegu starfi Frá lieilsnverndarstöðinni Heilsuverndarstöðin Mjallargötu 5, er opin sem hér segir: Mánudaga: Kl. 10—11 f.h. Önæmisaðgerðir Kl. 14—17 e.h. Mæðraskoðun Þriðjudaga: Kl. 14—16 Leitarstöð B, fyrir konur, annan hvern þriðjudag Fimmtudaga: Kl. 14—17 Ungbarnaeftirlit Á SJÚKRAHÚSI ÍSAFJARÐAR: Þriðjudaga: Kl. 16,30—17 Berklavarnaeftirlit Föstudaga: Kl. 16,30—17 Berklavarnaeftirlit Ætlazt er til að á Heilsuverndarstöðinni að Mjallargötu 5 sé unnið eftir röðuðum tímum og eru hlutaðeigandi bent á að panta tíma í síma 3811 Nánari upplýsingar gefnar í síma 3811 alla virka daga frá kl. 13,30—1700. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Heilsuverndarstöð ísafjarðar. Aukning vatnsafisorhu í Reykjavík til að deila kjör- um með alþýðu manna á æskuslóðum sínum." Síðar segir: „Eigi vitum vér hvers slíkt er metið þegar á reyn- ir.“ (Leturbr. Vesturlands). Því er auðvelt að svara. Það var metið svo mikils fyr- ir þingkosningarnar 1967, að Halldóri var sparkað úr 2. sæti á lista Framsóknar- manna, sem kjördæmisráð þeirra hafði löglega gengið frá, og settur í 4. sætið, án þess að það væri borið aftur undir fund kjördæmisráðsins. Það var metið svo mikils 1967, að ofar Halldóri var settur í 3. sæti — og nú í fyrsta sæti — súkkulaði- drengur, sem „deilir kjörum“ með yfirstéttinni í Reykja- vík og er þar í „vel launuðu starfi“ þótt einhver skuggi kunni að hafa fallið á virðu- leikann upp á síðkastið. „Vestri“ heitir blað, sem Hannibalistar gefa út, og er komið út eitt tölublað af því þegar þetta er skrifað. Fátt er þar um fína drætti. Hanni- bal birtir þar ávarpsorð og vill fá að enda pólitískan fer- il sinn hér á Vestfjörðum. Það er hægur vandi að verða við þeirri ósk. Hannibal kemst ekki inn á þing, og þar með hefur ósk hans ver- ið uppfyllt. í leiðara er talað um „sam- einingarmanninn Hannibal. Brosleg nafngift á manni, sem hefur verið að kútvelt- ast milli flokka undanfarin ár, og hvarvetna skilið eftir sig sundrungu og upplausn. „Vestri“ birtir langa grein um landhelgismálið, sem er ekki annað en upptugga á slagorðum stjórnarandstæð- inga í því máli. Loks er reikningsdæmi, en hér er ver- ið að reikna Hannibal inn á þing, en ekki Halldór á Kirkjubóli. Hér hefur verið brugðið upp mynd af skrifum og mál- flutningi stjórnarandstæð- inga í kosningabaráffctunni. Kjósendur mættu vel hug-£ leiða hvers vegna þessi blöð minnast ekki einu orði á hagsmunamál hinna vest- firzku byggða, hvað þá á stjórnarstefnu og störf und- anfarin tvö kjörtímabil. Framhald af 3. síðu 10 ára vatnsmælingar á Mjólkársvæðinu í árs meðal- rennsli Hinn möguleikinn, sem til greina kemur, er virkjun Suður-Fossár í Rauðasands- hreppi, og er rætt þar um 2000kw. virkjun, en hún er aðeins miðuð við úrkomu á svæðinu, og skv. upplýsingum Rafmagnsveitna ríkisins er reiknað með 11 millj. kwst. framleiðslu á ári. Þessar vikurnar eru mál þessi til ýtarlegrar meðferðar í Iðnaðarráðuneytinu, og hafa sérfræðingar lagt fram sínar álitsgerðir um báðar þessar virkjanir, en eflaust verður ekki farið út í nema aðra þessa framkvæmd að sinni, en á því er brýn nauðsyn, að endanleg ákvöiðun verði tekin um þessar virkjanir. Reiknað er með því, að Iðnaðarráðuneytið og iðnað- arráðherra muni mjög fljót- lega taka ákvörðun um það, í hvora virkjunina verður ráðizt, en það verður auð- vitað fyrst og fremst byggt á tillögum sérfræðinga, sem þeir hafa lagt fyrir ráðuneyt- ið nú að undanförnu. Þegar þessi ákvörðun ráð- herra liggur fyrir, mun verða skýrt ýtarlega frá þessu máli hér í blaðinu, en á þessu stigi teljum við ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það. Kaívæðing sveitanna Framhald af 3. síðu Þá er ætlunin að byggja 200 kw. orkuver í Blævar- dalsá í Nauteyrarhreppi, og á fjárlögum yfirstandandi árs er heimild fyrir ríkisstjórnina að endurgreiða öll aðflutningsgjöld af efni til þessarar virkjunar, og sömuleiðis allan söluskatt, en með þeim hætti mun hægt að lækka framkvæmdakostnað við þessa virkjun um eina milljón króna. Þá hefur Atvinnujöfnunarsjóður nú nýlega sam- þykkt að veita hinum fámenna Nauteyrarhreppi 600 þúsund króna styrk vegna þessara væntanlegu fram- kvæmda. Mun þetta létta mjög undir við þessar fram- kvæmdir, en von er til að lán fáist til þessarar virkj- unar á næsta ári hjá Orkusjóði og fleiri aðilum. Telja verður þessar fyrirhuguðu framkvæmdir mjög merkilegt spor í þá átt að treysta byggð við innan- vert ísafjarðardjúp, en þetta er ekki það lokatakmark, sem að er stefnt í þessum efnum, heldur verður að halda áfram og rafvæða einnig innri hluta Naut- eyrarhrepps, og halda áfram með línu í Reykjarfjarð- arhrepp og út í Ögurhrepp, og huga að minni virkjun- um fyrir þessa hreppa, þannig að innhreppar Djúps- ins verði ailir komnir með raforku, og að því stefnt, að því marki verði náð á eigi lengri tíma en fjórum árum. Þegar litið er til þess, sem gert hefur verið á und- anförnum árum til þess að leiða raforku út um sveitir landsins, og þess mikla átaks, sem nú hefur sérstak- lega verið gert á árunum 1970 og 1971, má telja mikl- ar líkur á því, að hægt verði að Ijúka innan ekki langs tíma rafvæðingu sveitanna, a.m.k. til þeirra sveitabæja, sem möguleika hafa á að fá raforku frá samveitum eða með byggingu smærri virkjana, eins og fyrirhugað er að gera hér við innanvert ísafjarðar- djúp. Afmæli Sextug er í dag frú Magn úsína Olsen, Tangagötu 6, ísafirði. Vesturland óskar henni allra heilla á þessum tímamótum. © POLLINN HF BÍLAVIÐTÆKI OG LOFTNETSSTANGIR Einnig Stereo og Cassettu segulbandstæki í bílinn

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.