Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 7

Vesturland - 11.06.1971, Blaðsíða 7
7 Vindkviða reikningsmeistarans í „ísfirðingi", sem út kom 5. júní, er greinarstúfur eftir kennara í Bolungarvík, sem ber yfirskriftina „Vorkviða Geir.t boigarstjóra." Greinar- höfundur byrjar á því að upplýsa ófróðan almúgann um það, „að nú sé kosninga- baráttan í fullum gangi víð- ast hvar í kjördæmum lands- ins,“ og er ekki að efa að mörgum hafi þótt hér mikil og óvænt tíðindi á ferð. Síð- an koma ýmsar veðurfræði- legar bollaleggingar og heil- mikil romsa á músíkölsku lík- ingamáli, sem ekki mun vel skiljanleg öðrum en tón- menntuðum mönnum og hljóðfærastillurum. En þegar áfram er lesið, verðum mönn- um ljóst hvað fyrir greinar- höfundi vakir, — en það er að hneykslast á orðum Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, er hann viðhafði á fundi í Bolungarvík fyrir skömmu, á þá leið, að fjölgun íbúa væri tiltölulega meiri í Bolungar- vík en í Reykjavík á hinum síðari árum. Finnst kennar- anum þetta „kaldhæðnislegur tónn', eins og hann kemst að orði, og birtir síðan útkomu úr reikningsdæmi, sem hann mun hafa verið að fást við að undanförnu (en Fram- sóknarmenn eru, sem kunnugt er, miklir reikningsmenn, þótt útkoman sé ekki alltaf rétt hjá þeim). Kennarinn velur sér árin 1965—1969 og segir sigri hrósandi: „Fjölgunin á þessu fimm ára tímabili í Reykjavík var 3411, en í Bol- ungarvík 28. Getur nú hver sem er reiknað út hve íbúa- fjölgun Reykjavíkur er mörg- um sinnum meiri en Boiung- arvíkur." (Leturbr. Vesturl.) Þykist nú kennarinn heldur betur hafa knésett borgar- stjórann. „Og þetta gerðist í tíð viðreisnarstjórnarinnar,“ segir hann íullur hrifningar yfir reikningssnillinni og hneykslaður á „kaldhæðnis- legum tón“ Geirs Iiallgríms- sonar. Reyndar er íbúaf jölgun Reykjavíkur á þessum til- teknu 5 árum aðeins 1,38% meiri en í Bolungarvík, og mundu víst fáir telja það „mörgum sinnum meira“. En af því að kennarinn segist ekki hafa „aðgang að tölum um íbúafjölgun í Reykjavík né heldur Hóls- hreppi, nema yfir árin 1965 —1969,“ skal hann upplýstur um það, að frá fyrsta ári viðreisnarstjórnarinnar, 1959 til 1. desember 1970 var íbúa- fjölgun í Reykjavík og Hóls- hreppi sem hér segir: íbúar Reykjavíkur 1959 69075 1970 81651. Fjölgun 18,08% íbúar Hólshrepps 1959 816 1970 984. Fjölgun 20,59% Það tók Vesturland aðeins stutta stund að fá aðgang að þessum tölum hjá Hagstofu íslands, og þær tala sínu máli um það, að Geir Hallgrímsson borgarstjóri fór með rétt mál, er hann lýsti ánægju sinni yfir þeirri þróun, sem orðið hefur í Bolungarvík undir forystu Sjálfstæðismanna á viðreisnartímabilinu. — En „Vindkviða reikningsmeistar- ans“ í Framsóknarblaðinu er glöggt dæmi um þau vinnu- brögð, sem Framsóknarmenn temja sér í áróðri sínum. Það hafa löngum verið þeirra ær og kýr að snúa við staðreynd- um og slá um sig með fölsk- um tölum, hafi þeir talið það henta málstað sínum. „Svona misnotkun stað- reynda er ekki fögur tónlist," svo að notuð séu orð kennar- ans. Niðursnða og niðurlagning Páll Pétursson, niðursuðufræðingur, flytur erindi um niðursuðu og niðurlagningu á sjávarafurðum á fundi sem verður haldinn að Hótel Mánakaffi sunnudaginn 20. júní kl. 2,00 e.h. Allt áhugafólk velkomið. ATVINNUMÁLANEFND ÍSAFJARÐAR. Allar almennar myndatökur LJÓSMYNDASTOFAN Engjavegi 28 — ísafirði Sími 3770 ðviti svarar... Framhald af 1. síðu. ur traustsyfirlýsingu kosning- ar eftir kosningar, vinni af óheilindum eða gegn þjóðar- hagsmunum. Það virðist held- ur eðlilegra að álykta, að mönnum á borð við Ólaf Thors hafi orðið betur ágengt en öðrum stjórnmálaforingj- um við að sætta stríðandi öfl, fá flokka til samstarfs og glíma við þau vandamál, sem upp hafa komið. Þessu til stuðnings mætti benda frú Guðrúnu Ægisdóttur á að lesa um Ólaf Thors í Þjóð- viljanum, sem vafalaust hef- ur, að hennar dómi, leitað sannleikans í ríkara mæli en nokkurt annað dagblað. Hinn nýlátni forystumaður Sjálfstæðisflokksins dr. Bjarni Benediktsson, sem jafnframt var nánasti samstarfsmaður Ólafs Thors, gerði hans mark- mið og stefnumál að sínum. Sjálfstæðismenn bera þá von í brjósti, að hinn nýkjörni formaður flokksins, Jóhann Hafstein forsætisráðherra, megi reynast jafn farsæll forystumaður og fyrirrennar- ar hans, og hafa þeir því fylgt sér undir forystu hans. Það er ekki úr vegi um leið að gera úttekt á forystu- mönnum Alþýðubandalagsins. Blasir þá fyrst við okkur sú staðreynd, að fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins er nú í framboði fyrir annan stjórnmálaflokk. Hefur hann lýst því yfir, að hann eigi enga samleið með þeim kommúnistisku öílum, sem eru að hans sögn alls ráðandi í flokknum. Við þetta má bæta, að tveir alþingismenn til viðbótar hafa sagt sig úr ílokknum af sömu ástæðum, og eru nú í framboði fyrir aðra flokka. Núverandi for- maður Alþýðubandalagsins er nú í framboði í Norðurlands- kjördæmi vestra, þar sem flokkurinn fékk hvorki kjör- dæmakjörinn né landskjörinn þingmann í síðustu kosning- um. Eru því pólitísk örlög hans vægast sagt mjög vafa- söm. Nú væri fróðlegt að fá upplýst hjá kvenframbjóðand- anum, sem mikið tók upp í sig á framboðsfundinum, hvort þetta sé sú festa i for- ystuliði, sem kjósendur eiga að bera traust til. Væri ekki hugsanlegt, að skýringin á gengi Sjálfstæðisflokksins lægi að einhverju leyti í því, að forystuliðið hefur reynzt honum traustari kjölfesta? Svari hver fyrir sig. Að lokum vil ég gefa frú Guðrúnu Ægisdóttur nokkur lokaorð til íhugunar. Hér á Vestfjörðum býr atorkusamt og dugandi fólk, og ég vil leyfa mér að fullyrða, að það hefur einnig greind á við aðra þegna þjóðfélagsins. Það vinn- ur enginn málstað sínum fylgi hjá Vestfirðingum með málflutningi á borð við þann, sem þér létuð frá yður fara í Alþýðuhúsinu 4. júní s.l. Hafið hugfast, ef þér hyggizt tala til Vestfirðinga aftur á opinberum vettvangi, að gæta meira hófs í orðum yðar. Óviti af Guðs náð. Kosningaspá Að kosningum loknum mun koma skýrt í Ijós að kommúnistar flatir liggja í valnum, en Halldór verður áfram að hugsa um sitt fjós og Hannibal á rölti í Selárdalnum. Sýnishorn Þannig lítur kjorseðiiiinn út þegar þér bafið greitt D-listanum atkvæði R Listi Alþýðuflokksins B Listi Framsóknarflokksins x D Listi Sjálfstæðisfiokksins F Listi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna G Listi Alþýðubandalagsins Birgir Finnsson Steingrímur Hermannsson Matthías Bjarnason Hannibal Valdimarsson Steingrímur Pálsson Ágúst H. Pétursson Bjarni Guðbjörnsson Þorvaldur Garðar Kristj. Karvel Pálmason Aage Steinsson Kristmundur Hannesson Halldór Kristjánsson Ásberg Sigurðsson Hjördís Hjörleifsdóttir Guðmundur F. Magnússon Emil Hjartarson Ólafur Þ. Þórðarson Arngrímur K. Jónsson Hjörleifur Guðmundsson Guðrún Unnur Ægisdóttir Lárus Þ. Guðmundsson Ólafur E. Ólafsson Hildur Einarsdóttir Einar Hafberg Gestur Ingvi Kristinsson Ingibjörg Jónasdóttir Gunnlaugur Finnsson Jón Kristjánsson Jónas Karl Helgason Einar Gunnar Einarsson Kristján Þórðarson Svavar Júlíusson Engilbert Ingvarsson Ragnar Þorbergsson Unnar Þór Böðvarsson Jóhann R. Símonarson Torfi Guðbrandsson Ingi Garðar Sigurðsson Steingrímur Steingrímsson Gísli Hjartarson Páll Jóhannesson Svavar Jóhannsson Jóhanna Helgadóttir Halldór Jónsson Davíð Davíðsson Bjarni G. Friðriksson Jón A. Jóhannsson Marsellíus Bernharðsson Guðmundur Jónsson Skúli Guðjónsson

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.