Vesturland


Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 6

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 6
6 yj sens a/észrFísusxxR aattaFsæ. Lítil sönn saga (með þakklæti til Esóps) Vegamál Vestf jarða í tíð Viðreisnarstjórnar var gert stórátak í sam- göngumálum Vestfjarða, og þá ekki sízt í vegamálun- um. Byggðakjarnarnir á Vestfjörðum voru tengdir saman með fullkomnustu vegum, sem þá höfðu sézt á íslandi. Fólkið naut þess að geta komizt allra sinna ferða, geta rofið einangrun sinna byggðarlaga og notið sálufélags við fólk úr öðrum landshlutum. Eitt vantaði þó. Djúpveginn. Það er óskamál allra hér við Djúp. Okkur, stuðningsmönnum Viðreisnar- stjórnarinnar, var legið á hálsi fyrir að hafa ekki lokið Djúpveginum. Það var sagt við okkur, að vegafram- kvæmdir í öðrum hlutum kjördæmisins mættu bíða, Djúpvegurinn væri númer eitt. Undir þennan söng tóku þáverandi stjórnarandstæð- ingar, núverandi stjórnarsinnar. En hafa þeir lokið gerð Djúpvegarins? Hafa þeir gert eitthvert stórvirki í gerð Djúpvegarins? Eru þeir ekki búnir að fram- kvæma þar allt, sem Viðreisnarstjörnin kláraði ekki? Hver svari sér sjálfur. Eina leiðin, sem Vinstristjórn- in hefur fundið í sambandi við Djúpveginn, er að stofna til happdrættis um vegagerðina. Það eru hennar þrauta- ráð. Þegar allt annað brestur, þarf ekki annað en að gefa út nýjan flokk skuldabréfa, nýtt happdrættislán, nýjan víxil á framtíðina. Svona einfalt er það. Gúmmítékkar, falskir víxlar, svikin loforð, koma Djúpveginum lítt áfram. Hér þarf átak, hér þarf fram- kvæmdir. Nýir stjórnendur þurfa hér að fara höndum um, og tryggja Vestfirðingum, að Djúpvegurinn verði staðreynd, að Djúpvegurinn verði kominn í gagnið þegar á næsta árí. Engispretta og skjaldbaka héldu til á svipuðum stöðum. Skjaldbakan var allt sumarið sívinnandi og unni sér sjald- an hvíldar. Hún byggði sér hýði upp á komandi vetur. Dró að sér matföng allt sum- arið af mikilli kostgæfni og kom þeim í örugga geymslu fyrir veturinn. Engisprettan flögraði hins vegar um ailt og sat að spil- um öllum stundum. Hún hæddist að skjaldbökunni fyr- ir að njóta ekki betur lífsins og sumarblíðunnar og bergja lífsins bikar í botn. Um haustið, þegar veður fór að kólna og laufin að sölna skreið skjaldbakan í hýði sitt og bjóst til að láta fara vel um sig. Engisprettan sá afur á móti allt í einu, að hún hafði engin tök á því að lifa veturinn af hjálparlaust, því að hún átti hvorki rnat né húsaskjól. Hún fór því til skjaldbökunnar og sagði: „Þú hefur mat og húsaskjól sem dugar þér ríflega til vetrarins en ég á hvorugt. Finnst þér ekki réttlátt og eðlilegt að við deilum þessum gæðum með okkur í vetur.?" Skjald- bakan leit á engisprettuna og spurði: „Þú segist ekki eiga mat eða húsaskjól, hvað hef- ur þú verið að gera í allt sum- ar?" „Ég var að spila," svar- aði engisprettan. „Úr því að þú varst að spila í sumar," svaraði skjaid- bakan, „þá getur þú dansað í vetur." SPILAMENNSKA OG DANS. Þegar svokallaðir vinstri menn á íslandi settust að völdum í sumarblíðu blómlegs bús sem Viðreisnarstjórnin skildi við, hófst spilamennsk- an. Peningum var ausið á báða bóga til að sýna örlætið. Fjárfestingarsjóðir, verðjöfn- unarsjóðir og varasjóðir voru tæmdir og þeim hellt yfir þjóðina með þeim affleiðing- um, að verðbólgan æstist upp og varð að óstöðvandi, öskr- andi ófreskju, sem rúði spari- f járeigendur inn að skyrtunni. Fjármunirnir voru samt ekki notaðir til að smíða skuttog- Vegurinn yfir Breiðadalsheiði, eitt af stórvirkjum Viðreisnarstjórnarinnar málum Vestfirðinga. samgongu- ara og fiskiðjuver eins og vinstri herrarnir segja. Þeir fengu erlend lán til þess. Pen- ingarnir voru notaðir til þess að kaupa bíla, húsgögn, frysti- kistur (til að fylla af kosn- ingakjöti) fatnað, skemmtan- ir cg utanlandsferðir. SUMARBLÍÐAN. Var svo ekki gaman að lifa í sumarblíðunni? Þeir, sem voru að byggja hús fengu þau að stórum hluta gefins. Sparfjáreigendur, börn og gamalmenni borguðu hluta, en hitt var greitt með fölsuð- um tékk frá ríkinu. Var ekki gaman að kaupa bílana og alt hitt glingrið með falskri mynt þar sem þjóðarbúskapur íslendinga stendur alls ekki undir innkaupunum og geng- isskráningunni? Er ekki gam- an fyir hina efnameiri að fylla nú stóru frystikisturnar af kcsningakjöti cg láta þar með hina efnaminni kaupa cfan í sig matinn? Drottinn minn, hvílíkt sum- ar. VETURINN. , Hvað gerði svo Vinstri- stjórnin á íslandi þegar af- leiðingar þesisa dásemdasum- ars voru að koma í ljós, þeg- ar hún loksins neyddist til að viðurkenna að landsmenn höfðu étið kökuna áður en bú- ið var að baka hana? Hún ileitaði til stjórnarand- stöðunnar og heimtaði að hún borgaði sig út úr örðug- leikunum. Stjórnarandstaðan svaraði Vinstristjórninni: „Úr því að 'þú varst að spila í sumar, þá getur þú dansað í vetur". Alrek vinstri stjórnar í þágu Vestljarða Framlög til vega á Vestfjörðum lækkuð. Flugvallamálin látin sitja á hakanum. Algjört aðgerðaleysi um samgöngur á sjó. Hættir að tala um „Flóttamannasjóð", — taka bara lán úr honum. Hafnarframkvæmdir nær stöðvaðar. Samgöngumálin sátu í fyrirrúmi í Viðreisn- artíð, — aðrir þættir Vestfjarðaáætlunar hafa ekki verið framkvæmdir. Vinstristjórnin er voðastjórn. Viðreisnar hef- ur aldrei verið meiri þörf. Vestfirðingar! Tökum á! Eflum Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs. Eflum þann flokk, sem einn er fær um að takast á við vandann og leiða þjóðina út úr ógöngunum. Samtaka nú! 30. júní ráða Vestfirðingar ferð- inni í íslenzkum stjórnmálum. Þar reynir á okkur öll, þig og mig. Stöndum einhuga í baráttunni — stöndum öll að sigri D-listans. VESTFIRZKIR KJÓSENDUR. Látum vinstri herrana dansa í vetur. Leyfum þeim að spila og dufla með allt annað en íslenzku þjóðina. Þessir menn hafa engin ráð í efnahagsmálum ísiendinga, einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki komið sér saman um þau og hafa auk heldur ekki kjark til þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það og sannað að hann hefur hugrekki og heiiindi til að bjarga við efnahagsöng- þveiti, sem vinstri menn hafa leitt yfir þjóðina. Nú og aldrei eins og nú er vitjunartími Sjálfstæðisflokksins í íslenzk- um stjórnmálum. Höfnum vinstri óheilindum og eigin- hagsmunapólitík. kjósum heil- indi og styrk. Kjósum Sjáif- stæðisflokkinn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.