Vesturland


Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 8

Vesturland - 23.06.1974, Blaðsíða 8
Siðgæði Samtakanna í verki: VALDNÍÐSLA í STÖÐUVEITINGU FYRIR TÆPU ÁRI flutti hingað til ísafjarðar sjö manna fjölskylda, ein af þeim mörgu, sem hrekjast varð frá Vestmannaeyjum eftir eldgosið þar. IMú er pólitísk valdníðsla að hrekja þessa fjölskyldu héðan frá ísafirði. Hörður Bjarnason, sem settur hafði verið umdæmis- stjóri pósts og síma á Vestfjörðum með aðsetri á ísa- firði, kom hingað til bæjarins snemma á síðasta sumri ásamt konu sinni og fimm börnum. Þessi staða var síðan auglýst laus til umsóknar í vetur og voru um- sækjendur um hana átta. Af þeim þremur, sem lengstan höfðu starfsaldur hjá Pósti og síma, var einn starfs- maður póstþjónustunnar, sem hafði lengstan starfs- aldur, eða allt frá 1945. Þess ber að geta, að póstmaður hefur aldrei gegnt slíku embætti áður, enda verið ætlazt til að viðkomandi hefði fagþekkingu og tæknilega reynslu í símamálum. Næstur að starfsaldri kom settur umdæmisstjóri, Hörður Bjarnason, sem jafnframt hafði gegnt embætti símstjóra í Vestmannaeyjum frá 1966 og starfað hjá Landssímanum allt frá 1945, eða í hart- nær þrjá áratugi. Þriðji umsækjandinn hafði tæknilega þekkingu og starfsaldur frá 1949, en aldrei gegnt viðlíka embætti. Umsóknum þessum var vísað til umsagnar Starfs- mannaráðs Pósts og síma, en það ráð hefur skv. samn- ingum milli ríkis og starfsmanna Landssímans, víðtækt áhrifavald um stöðuveitingar innan stofnunarinnar, og mun það sjaldan hafa skeð, að ríkisvaldið hafi gengið í berhögg við tillögur þess um val manna í stöður hjá pósti og síma. Starfsmannaráðið hafði umsóknir þessar til meðferð- ar drjúga stund, en hafði ekki lagt fram sína álitsgerð í málinu þegar þáverandi samgöngumálaráðherra, Björn Jónsson, veitti stöðuna. Tilkynningin um að staðan hefði verið veitt þeim manni, sem hafði þriðja lengsta starfsaldur við stofn- unina, og enga reynslu sem símstjóri, kom þann 4. maí s.l., SAMA DAGINN OG BJÖRN JÓNSSON LÉT AF EMBÆTTI SAMGÖNGUMÁLARÁÐHERRA. Staðan var veitt frá 1. maí. Þarna höfðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna síðasta tækifærið til þess að sýna og sanna í verki boðskap sinn um að skapa nýtt siðgæði í íslenzkum stjórnmálum, eins og þau gumuðu sem mest af fyrir síðustu kosningar til Alþingis. Og það tækifæri var ekki látið ónotað. Ráðherra Samtakanna lét það verða sitt síðasta embættisverk, þótt sjúkur væri, að beita pólitískri valdníðslu gegn þeim manni, sem búinn var að gegna umræddu embætti mánuöum saman, hafði til þess starfsaldur og síðast en ekki sízt tæknilega þekkingu og starfsreynslu. Mikið hefur nú legið við. Það er gengið gjörsamlega framhjá Starfsmannaráði Landssímans og óðagotið svo mikið, að ekki er hægt að bíða eftir umsögn þess. Það er gengið fram hjá þeim manni, sem gegnt hafði embættinu allt frá því í fyrrasumar, og hafði til þess mestan rétt og hæfileika, að öðrum umsækjendum ó- löstuðum. Ráðherrann, sem var að syngja sitt síðasta vers í embætti, er rifinn upp úr rúminu á sjúkrahúsi til þess að skjalfesta þetta sýnishorn af siðgæði Sam- takanna. KÁRI AÐ BAKI BJÖRNS Að bakí þessari leiðu sögu um valdníðslu liggur önnur saga, en hún fjallar um framagirni og valda- brölt helzta forystumanns Samtakanna hér á Vestfjörð- um, Jóns Baldvins Hannibalssonar skólameistara. Það eru meinleg örlög, að maðurinn, sem þáverandi sam- göngumálaráðherra, Hannibal Valdlimarsson, setti til Ll. árgangur. ísafirði, 23. júní 1974. 11.-12. tölublað. Hvers vegna ég kýs nú Sjálfstæðisflokkinn Eftir að hafa í áraraðir fylgzt með framvindu ís- lenzkra stjórnmála og því flokkakerfi, sem byggt hefur verið upp í landinu, — og eftir að hafa fylgzt með því sundrungarstarfi, sem hinir svokölluðu vinstrflokkar hafa „leikið" í þessu landi, — og eftir stjórn þeirra á landinu s.l. þrjú ár, þar sem hver höndin hefur verið uppi á móti annarri, og árangurinn er við blasandi öngþveiti, m. a. í f jármálum ríkisins, ásamt öðrum „öngþveitum" í þessu þjóðfélagi, — og eftir mikil vonbrigði með þann flokk, sem ég stóð næst, — kýs ég nú Sjálfstæðisflokkinn. Þegar ég hefi nú gert það upp við mig, hvaða flokk ég kýs 30. júní, fer það ekkert á milli mála, að ég vil stuðla að því að kona sú, sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins, frú Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, kom- ist sem kjördæmiskjörin á þing. Eins og ailir Vestfirð- ingar vita, stendur frú Sig- urlaug föstum rótum sem Vestfirðingur, þykir vænt um Vestfirðina, og verður örugg- lega vestfirzkur fulltrúi allra vestfirzkra kjósenda á Al- þingi. Þá er röðin komin að frú Hildi Einarsdóttur í Bolung- arvik. Þó að hún komist kannske ekki kjördæmakjör- in á þing núna, vona ég að henni geti skolað inn á þing a.m.k. í forföllum. Ég gef Hildi sama traust og Sigur- laugu. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn nú af framanrituðum ástæð- um, — ég treysti honum bezt til að koma okkur út úr þeim ógöngum, sem við erum í. Ég treysti honum til að mynda ábyrga, samheldna og traustvekjandi ríkisstjórn. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn nú, einnig vegna þess, að ég vil ríkisstjórn allra stétta — allra íslendinga. Unnur Gísladóttir, ísafirði. að gegna embætti umdæmísstjóra á ísafirði, skuli hrakinn frá því starfi af Jón Baldvin Hannibalssyni sökum þess eins, að skólameistarinn telur sig þurfa að nota þessa embættisveitingu sem einn lið í bar- áttunni fyrir að komast á þing. Það fer ekki framhjá neinum, sem fylgist með gangi mála við embættaveitingar sem þessa, að það eru heimamenn, sem gera sínar tillögur og berjast fyrir sínum manni, og ráða því í reynd, hver hlýtur slíka stöðu, þótt ráðherra þurfi endanlega að setja sinn stimpil á ákvörðun heimamanna. Sú ákvörðun er komin frá Jóni Baldvin Hannibals- syni og engum öðrum. Honum nýtist sólarhringurinn furðu vel, einnig til myrkraverka. Frá honum er komið það siðgæði, sem felst í þessari stöðuveitingu. Stuðningsmenn lafandi ríkisstjórnar hafa mjög gum- að af því, að fólksflóttinn frá landsbyggðinni hafi stöðvazt, og þakka sér, þó allir viti, að síbatnandi af- komumöguleikar og hugarfarsbreyting unga fólksins, sem ekkert er í tengslum við stefnu stjórnarinnar, hafi ráðið hér mestu. En fróðlegt væri að fá svar skólameistarans við tveimur spurningum. Skiptir engu máli þótt sjö manna fjölskylda sé hrakin héðan úr byggðarlaginu með pólitískri valdníðslu? Skiptir það eitt máli, að fólk flytjist að sunnan í þeim eina tilgangi, að tryggja sér örugga vígstöðu til að komast á þing? » Ungt fólk á íslandi í dag hafnar; stjórnleysi í efna- hagsmálum, gáleysi og rata- skap í utanríkismálum og pólitískum loddaraleik með varnir landsins, og hóflausri skattpíningu þegnanna. Og ég vel þann flokk, sem hefur isýnt það, að hann er þess umkominn að stjórna þjóðinni án alvarlegra áfalia, og hefur siðferðilegan styrk til þess að gera þær ráðstaf- anir, sem leiða þjóðina úr þeim efnahagslegu og póh- tísku ógöngum, sem vinstra bröltið á síðustu árum hefur leitt hana i. Þess vegna kýs ég Sjálf- stæðisflokkinn í komandi al- þingiskosningum. Elsa Nína Sigurðardóttir, Bíldudal. Nú orðið held ég að flestum sé orðið það ljóst að stjórn sú, sem nú er að missa völdin framdi hin hroðalegustu heimskupör, hvert öðru verra. Við megum alls ekki láta það henda aftur, að við stjórn landsins sitji aðrir eins álfar. Þegar litið er á þau vanda- mál sem framundan eru t.d. í efnahags- og utanríkismál- um, treysti ég einum flokki og aðeins einum, til að leysa vandann sómasamlega, og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur sýnt það og sannað, að hann er þess megn- ugur að ráða við margt það, með gerðum, sem öðrum virð- ist ókleift að öllu leyti, nema Framhald á 5. síðu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.