Vesturland - 06.05.1978, Side 5
5
UNDIR MERKI SJÁLFSTÆÐISMANNA
Amma ritstjórans hét
Valgerður. Fyrir eina tíð
var ríkjandi á Vestfjörðum
svonefndur harður fram-
burður menn sögðu til
dæmis:
nordan samanber þuluna:
nordan hardan gerdi gard,
geysi hardur vard
hann....Afi minn sagði æf-
inlega „Hún Valgerdur
mín” þegar hann nefndi
sína og þar af fyrirsögnin.
Viðtalið er nefnilega við
Valgerði Kristjánsdóttur,
sem er í framboði á lista
Sjálfstæðismanna í Bol-
ungavík.
Ekki má misskilja fyrir-
sögnina. Þessi Valgerður er
ekki meira mín, en Val-
gerður Jónsdóttir, sem við-
tal var við í næsta blaði á
undan og líka bíður sig
fram. Ég á ekki snefil í
þessum ágætu Valgerðum.
Þær eru báðar í annarra
eigu. Það féll niður að geta
þess um Valgerði Jónsdótt-
ur, að hún væri gift Gunn-
ari Þór Ólafssyni, skip-
stjóra og er hér með bætt
úr þeirri skyssu.
Valgerður Kristjáns-
dóttir er aftur á móti gift
Brynjólfi Kristinssyni bíl-
stjóra og sjómanni, ættuð-
um frá lsafirði. Þau hjón
fluttu til Bolungavíkur fyr-
ir 3 árum og eiga fjórar
dætur barna það vantar
greinilega upp-
skriftina að strák ef þetta er
þá ekki angi af ráða-
bruggi kvenþjóðarinnar um
þessar mundir. Þær ætli að
koma okkur karla greyjun-
um fyrir kattarnef með þess-
um friðsamlega hætti að ala
bara ekki stráka. Til alls eru
þær vísar, eins og hugarfarið
er í okkar garð nú.
Valgerður er fædd 21.6.
1944, lauk námi úr verzl-
unardeild Hagaskólans og
stundaði síðan framhalds-
nám í ensku og skrifstofu-
störfum í Englandi og
vann hér heima þau
störf í fimm ár. Hér vestra
vinnur hún í frystihúsinu í
Víkinni.
Valgerður er heldur bet-
ur tengd Bolungavíkur
sögu, þar sem hún er dóttir
Kristjáns Ebenezarsonar
og Jón Ebbi því afabróðir
hennar, en hann var einn
harðasti sjósóknari í sögu
Bolungavíkur. Föðurbræð-
ur hennar voru svo þeir
frægu togaraskipstjórar
Ágúst og Guðmundur,
annar á togurum frá
Grimsby en hinn frá Hull.
Hvernlg stendur á þér hér vest-
ur (Bolungavfk, frú mín góð ?
-Maðurinn minn var
lengi búinn að klifa á því að
fið flyttum útá land. Hann
var orðinnl þreyttur og leið-
ur á starfi sínu syðra og vildi
skipta um starf og kunni
bókstaflega ekki við sig í
Reykjavik. Ég var nú lengi
vel heldur andvíg þessum
búferlaflutningum, við
höfðum komið okkur vel
fyrir í Reykjavík og það er
nú svona með okkur kon-
urnar að við erum oft treg-
ari til að taka upp heimili
okkar og flytja í ókunna
staði en karlarnir. Ég lét þó
að lokum tilleiðast, en þá
kom það upp, að hvorugt
okkar gat hugsað sér að
flytja annað en hingað vest-
ur. Það er sennilega eitt-
hvað í blóðinu, sem hefur
valdið því. Við settum okk-
ur niður í Bolungavík til
reynslu, og ekki hafði ég trú
á því, að við myndum rót-
festast hér. Ég kunni nefni-
lega alls ekki vel við mig
fyrsta hálfa árið. Svo fór
þetta að smábreytast og nú
er svo komið fyrir mér, að ég
er varla fyrr komin til
Reykjavíkur ef ég bregð mér
þangað, en ég er farin að
hugsa um að komast heim
til Bolungavíkur aftur sem
fyrst.
-Þetta fer að verða merki-
legt rannsóknarefni með
sunnlenzka kvenfólkið og
Bolungavik. Hún nafna
þín af Skeiðunum sagði
nálega það sama. Bolunga-
vík var komin á bólakaf í
hjartað á henni.
-Þetta gæti máski stafað
af því að Bolungavík var
numin af konu, einskonar
arfur frá Þuríði, sem hefur
greinilega litist her vel á sig.
Það er eitthvað traust-
vekjandi við þessi fjöll hér
á bak við mann, og við
konurnar viljum hafa
trausta bakhjarla. í alvöru
talað, þá er þetta ákaílega
elskulegt pláss. Bæjarbúar
eru gott og heiðarlegt fólk,
vinnusamt og viðmóts-
hlýtt þegar kynni hafa
tekizt, og enginn manna-
munur, allir í sama báti,
atvinna næg og byggðin til
fyrirmyndar...
-Hvaða hervirki ætlar þú að
vinna ■ bæjarstjórninni?
-Ég verð nú ekkert í bæj-
arstjórninni, þótt ég sé 12.
manneskja á listanum.
Hins vegar hef ég áhuga á
bæjarmálunum líkt og aðr-
ir, sem hér eru búsettir.
Öll viljum við vinna bæn-
um gagn og leggja eitthvað
til málanna í félagsstarf-
semi og ég er ein þeirra.
Ég starfa í kvenfélaginu,
Slysavarnafélaginu og
Skátahreyfingunni og hef
gaman af félagsstarfi.
börnin starfa að einhverju,
sem er þeim hugleikið og
þroskar þau.
Ég held líka, að gott
væri að starfrækt væri svo-
nefnd 6 ára deild við
barnaskólann. Það er látið
vel af því skólastarfi, þar
sem þær deildir eru starf-
ræktar við barnaskóla.
Dagvistunarmál virðast
vera mál málanna hjá ykkur
konum hér vestra. Þetta er
eins á isafirði. Ef kona þar er
spurð um bæjarmál, þá er
eins líklegt, að yfirmann hell-
að klára grunnskólann. Ég
á ekki við langskólanám,
það eru þegar of margir !
því, heldur vil ég að ung-
lingar gefi sér t!ma til að
læra eitthvert fag, svo sem
í iðnaði, sjómennsku, fisk-
vinnslu eða verzlun. Þó að
nú sé nóg að gera fyrir
ófaglært fólk, þá er ekki
v!st að svo verði alltaf. Vél-
arnar eru si'fellt að leysa
mannshöndina meira og
meira af hólmi og menn
verða að læra á vélarnar,
og það færist slfellt ! vöxt
Hún Valgerdur mín...
-Er mikið líf í skátahreyf-
ingunni hér ?
-Já, það er mikill grund-
völlur fyrir þá starfsemi.
Unglingarnir vilja fylkja
sér undir merki skáta og
þessi félagsskapur stendur
hér á gömlum merg. Við
erum hér tvær konur rneð
ungskátaflokk. Það var
mikill áhugi hjá unga fólk-
inu. Ég vona bara að bæj-
aryfirvöldin leggi þessari
starfsemi eitthvert lið.
-Það lízt mér svo sem vel á,
en ekki lifa Bolvíkingar á
skátastarfi. Þeir verða að róa
og fiska. Hefurðu nokkuð um
þau mál að segja ?
-Nei, nema ég vil að þeir
fiski vel. Þá hef ég eins og
aðrir hér næga vinnu. Ég
tel mig hafa eitthvað til
mála þeirra að leggja sem
mest taka til okkar hús-
mæðranna, sem vinnum við
fiskinn, svo sem
dagvistunarmálanna.
Pað er netmlega kar.nski
ekki síður áríðandi, að við
getum farið út til að vinna
frá heintilum okkar. Fisk-
vinnan byggist mikið á
okkar vinnuafli.
Ég vil efla dagvistunar-
hcimilið, og eins og nafna
mín, koma í áframhaldi af
því upp starfsvelli, en það er
einskonar leikskóli fyrir
börn 6-12 ára eða svo, en
þannig uppbyggður, að
ist ræða um dagvistunar-
mál...
-Það er ósköp eðlilegt,
hér vinna konur svo mikið
utan heimilinna ! frysti-
húsunum og okkur er það
bráðnauðsyn, að börnin
séu i góðri gæzlu. Hún er
góð hér það sem hún nær,
en ég vil stækka heimilið
og búa betur að þv!.
Mér er alveg sama, þótt
þú sér farinn að ókyrrast,
'eg held áfram með æsku-
lýðsmálin. Auðvitað hef ég
margt annað, sem ég
gjarnan vildi ræða um, en
likt og nafna mín, ber ég
þessi mál mest fyrir brjósti.
Það veitir ekki af, að við
konurnar þrýstum á ! þess-
um efnum. Það þarf að
stækka barnaskólann og
auka verknámskennsluna.
Það er lil dæmis engin að-
staða til matreiðslunáms.
Skíðakennslu, þarf að taka
upp ! skólanum. Það cr
vissulega hæg heimatökin,
þar sem er skíðalyfta fyrir
þyrjendur rétt við bæjar-
dyrnar.
í sambandi við
unglingamálin er ég sam-
mála þv!, sem Örn Jó-
hannsson segir ! s!nu við-
tali, að unglingarnir þéna
of mikið of snemma. Þeir
gæta þess ekki fyllilega að
það er nauðsynlegt að læra
eitthvað meira en aðeins
að krafist sé fagmennt-
unar, ef fólk á að fá góða
vinnu.
í samgöngumálum er ég
ekki ánægð með Öshlíðar-
veginn. Ég vil að reynt sé
með einhverjum ráðum að
draga úr grjóthruni á veg-
inn. Mér skilst, að það hafi
reynzt til bóta þar sem sáð
hefur verið ! hlíðina.
Mætti ekki gera rneira að
því. Svo vil ég að vegurinn
um Þorskafjarðarheiði
verði hækkaður upp, svo
að hann haldist opinn
lengur en nú gerist.
Gistihús vantar okkur hér.
Bolungarvík er með feg-
urstu byggðarlögum á
landinu, víðsýni er hér svo
mikið og ég hef aldrei upp-
lifað aðra eins fegurð og
sólarlag í Óshólunum eitt
sinn, þegar við hjónin vor-
um að koma að kvöldlagi út
hli'ð. Ég veit að það er erfitt
að láta gistihús bera sig hér,
veturinn er svo langur og
samgöngur erfiðar, en eitt-
hvert skjól verðurn við að
veita ferðafólki með ein-
hverjum ráðum. Þar gæti
bæjarfélagið kannski lagt
eitthvað að mörkum.
Eitt er það, sem mig langar
enn til að nefna, þótt ég hafi
máske ekki mikið vit á því
máli, en það er að hér vestra
Framhald á 7. síöu