Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(2)/200914 Áhrif pmto -aðferðarinnar Á hegðUnarerfiðleika barna í hafnarfirði mjög samofin PMTO-framkvæmdinni. Í skólasamfélaginu er ólíkum hópum nemenda mætt með samræmdum viðbrögðum alls starfsfólks. Þetta á jafnt við um almenna nemendur og nemendur í áhættu, eða þá sem hafa þróað með sér hegðunarerfiðleika. Í hverjum skóla er starfandi teymi til að stýra aðgerðum innan skólans og með teyminu starfar sérfræðingur í PMTO-aðferðinni sem þjálfar og aðstoðar teymið. Teymið starf- ar í samstarfi við allt starfsfólk skólans. Til að stuðla að góðri aðlögun allra nemenda á innleiðingin sér stað í nokkrum skrefum. Í fyrstu er leitast við að aðlaga aðferðir sem beint er að öllum nemendum skólans. Kenndar eru nákvæmlega skilgreindar reglur og þær gerðar sýnilegar samhliða þjálfun starfsfólks í skýrum fyrirmælum. Markviss hvatning er innleidd og afleiðingar óæskilegrar hegðunar ákveðnar. Áhersla er lögð á að gefa jákvæðri hegðun gaum og nálgast nemendur með jákvæðum hætti, en það stuðlar að jákvæðu yfirbragði í skólasamfélaginu öllu. Í framhaldinu eru innleiddar aðgerðir sem styðja sérstaklega við nemendur sem sýna fyrstu merki hegðunarvanda. Þessi sérstaki stuðningur felst í frekari þjálfun í reglum, auknu eftirliti og aðhaldi, markvissu skipulagi í skólastofu og þjálfun allra í skólanum í aðferðum til að ná at- hygli nemenda og efla einbeitingu. Aðferðir lausnaleitar eru innleiddar á þessu stigi. Loks er lögð áhersla á að styðja við nemendur sem þegar sýna hegðunarvanda. Í því sambandi er myndað lausnateymi í skólanum sem tekur á málefnum þessara nem- anda innan skólans með markvissri notkun PMTO-aðferðarinnar og vísar foreldrum í viðeigandi PMTO-þjónustu. Árangur er metinn reglulega, meðal annars með matslist- um og skráningum á hegðunarfrávikum (Anna María Frímannsdóttir, 2003; Margrét Sigmarsdóttir, 2008; Sprague og Golly, 2007). Allir grunnskólar Hafnarfjarðar og sex leikskólar starfa samkvæmt þessum aðferðum (Margrét Sigmarsdóttir, 2008). Áhrif innleiðingar Meginmarkmið þessarar athugunar var að skoða hugsanleg áhrif af innleiðingu PMTO-aðferðarinnar í Hafnarfirði. Gögn sem notuð voru eru annars vegar skráðar upplýsingar sem almennt eru til í sveitarfélögum og hins vegar gögn, sem safnað hefur verið jafnóðum í innleiðingarferlinu. Skoðaðir voru mismunandi þættir. Í fyrsta lagi voru skoðuð heildaráhrif inngrips út frá fjölda tilvísana vegna grunnskólabarna í sérfræðiþjónustu í Hafnarfirði og á samanburðarsvæðum. Spurningin var hvort tilvísunum fækkaði í Hafnarfirði með tilkomu nýs verklags en ekki á samanburðarsvæðum. Í öðru lagi voru skoðuð við- horf foreldra og fagfólks í Hafnarfirði til þeirrar þjónustu sem veitt er. Spurningin var hversu ánægðir foreldrar og fagfólk væru með þjónustuna. Í þriðja lagi voru skoðaðar skráningar á hegðunarfrávikum nemenda í tveimur SMT-grunnskólum í Hafnarfirði til að fá hugmynd um áhrif innleiðingarinnar á skólasamfélagið. Spurningin var hvort skráningum hefði fækkað á milli tímabila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.