Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2009, Blaðsíða 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(2)/200910 áhrif breyttra vinnubragða. Almennt vísar PMTO-aðferðin eingöngu til vinnu með foreldrum. Í þessari grein er fjallað um PMTO-aðferðina með vísun til allra verkþátta sem unnið er með í Hafnarfirði. PMTO-meðferð tekur sérstaklega til einstaklings- meðferðar í samvinnu við foreldra. Hegðunarerfiðleikar barna Í viðmiðum flokkunarkerfanna ICD-10 (World Health Organization [WHO], 1992) og DSM-IV-TR (American Psychiatric Association [APA], 2000) um hegðunarerfiðleika er lögð áhersla á að tíðni erfiðrar hegðunar sé hærri en almennt er hjá börnum á sama þroskastigi og að erfið hegðun raski lífi barnsins. Greint er á milli vægra hegðunarerf- iðleika, það er mótþróaþrjóskuröskunar og alvarlegri erfiðleika eða hegðunarrösk- unar (Norges forskningsråd, 1998). Yfirleitt er gott samræmi milli flokkunarkerfanna hvað varðar megineinkenni þessara raskana (Hinshaw og Anderson, 1996). Megineinkenni mótþróaþrjóskuröskunar eru þau að barnið sýnir endurtekið mynstur ögrandi hegðunar, neikvæðni, óhlýðni og mótþróa. Skilyrði fyrir greiningu er að hegðunin hafi varað í a.m.k. sex mánuði. Hegðunarröskun vísar hins vegar til endurtekins mynsturs í hegðun barns eða unglings, þar sem brotið er á rétti annarra og félagslegar reglur og aldurstengd viðmið samfélagsins eru virt að vettugi (APA, 2000; WHO, 1992). Í DSM kerfinu (APA, 2000) er fimmtán einkennum, sem lýsa slíkri hegðun, skipt í fjóra meginflokka. Þetta er hegðun þar sem fram kemur árásargirni gagnvart fólki og dýrum, eyðilegging á eigum annarra, svik eða þjófnaður og alvarleg brot á reglum. Skilyrði fyrir greiningu er að þrjú eða fleiri einkenni hafi verið til staðar á síðustu tólf mánuðum og að minnsta kosti eitt einkenni síðustu sex mánuði. Í ICD-10 (WHO, 1992) er hegðunarröskun skilgreind með svipuðum hætti. Mótþróaþrjósku- röskun er þó undirflokkur hegðunarröskunar samkvæmt því kerfi. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um tengsl mótþróaþrjóskuröskunar og hegðunarröskunar. Ekki eru allir á eitt sáttir um þær og ekki hafa fengist fullnægjandi skýringar á eðli tengslanna. Menn greinir einkum á um hvort þessar raskanir eigi að teljast óskyldar eða misalvarlegt birtingarform sömu röskunar (Loeber, Lahey og Thomas, 1991; Maughan, Rowe, Messer, Goodman og Meltzer, 2004; Rowe, Maughan, Pickles, Costello og Angold, 2002). Hegðunarröskun lýsir sér á ólíkan hátt hjá einstaklingum og einkenni eru mis- jafnlega alvarleg, tíð og varanleg (Kazdin, 2005b). Framtíðarhorfur barna sem sýna einkenni snemma, fyrir tíu ára aldur, eru taldar verri en þeirra sem sýna einkenni síðar. Fyrrnefndur barnahópur er fámennari og drengir fleiri en stúlkur. Börn í þess- um hópi eru meðal annars í aukinni hættu á að fá aðrar geðraskanir síðar á ævinni og að sýna viðvarandi andfélagslega hegðun fram á fullorðinsár. Þau standa einnig verr að vígi hvað varðar menntun, starfsmöguleika og líkamlega heilsu (Hinshaw og Anderson, 1996; McMahon, Wells og Kotler, 2006). Börn með mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarröskun uppfylla oft greiningarviðmið annarra geð- eða þroskaraskana. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 45% barna með aðra hvora röskunina uppfylla einnig viðmið greiningar um athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD) (Karnik og Steiner, 2005). Aukin hætta er á lyndisröskunum og kvíðaröskunum, auk námserfiðleika (Karnik Áhrif pmto -aðferðarinnar Á hegðUnarerfiðleika barna í hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.