Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 8
6
BÚN'AÐARRIT
Starfsmenn og starfsgreinar.
Hér verður getið starfsfólks Búnaðarfélags Islands og
þeirra breytinga, sem orðið hafa á starfsliði þess á árinu.
Nánar kemur fram í starfsskýrslum hér á eftir að hvaða
störfum hver og einn hefur unnið.
1. Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri.
2. Gunnar Hólmsteinsson, skrifstofustjóri. Hann annast
reikningshald félagsins, hefur umsjón með bókasölu
svo og forfallaþjónustu í sveitum.
3. Berglind Bragadóttir var gjaldkeri félagsins og einkarit-
ari búnaðarmálastjóra. Hún annaðist einnig skjala-
vörslu. Hún lét af störfum 1. júlí.
4. Hafdís Benediktsdóttir tók við störfum Berglindar 1.
júlí.
5. Björn Bjarnarson, jarðræktarráðunautur.
6. Óttar Geirsson, jarðræktarráðunautur.
7. Óli Valur Hansson, garðyrkjuráðunautur.
8. Axel V. Magnússon, ylræktarráðunautur.
9. Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur.
10. Erlendur Jóhannsson, nautgriparæktarráðunautur.
11. Sveinn Hallgrímsson, sauðfjárræktarráðunautur, lét af
starfi 1. nóvember.
12. Porkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur.
13. Gunnar Bjarnason, ráðunautur um útflutning hrossa í
'/4 af starfi.
14. Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur.
Hann hefur umsjón með tölvudeild félagsins.
15. Sigurjón Jónsson Bláfeld, loðdýraræktarráðunautur.
16. Jón Árnason, fóðurráðunautur. Hann leiðbeinir um
loðdýrafóður og fóðrun loðdýra.
17. Pétur Sigtryggsson, svínaræktarráðunautur í Vi starfi.
18. Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunautur. Hann lét af
starfi um áramót.
19. Ólafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur.