Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 14
12
BÚNAÐARRIT
Aðalskrifstofa félagsins.
Skrifstofan annast afgreiðslu fyrir hönd félagsins, tekur við
fyrirspurnum er berast og veitir upplýsingar eða vísar til
ráðunauta.
Þar fara fram afgreiðslur í sambandi við framkvæmd
þeirra laga, er félaginu er falið að annast, svo sem greiðslur
vegna jarðræktarlaga, búfjárræktarlaga, laga um forfalla-
og afleysingaþjónustu í sveitum, auk allra greiðslna vegna
félagsins sjálfs.
Ritarar annast vélritun og fjölritun vegna starfsemi
félagsins, fyrir Búnaðarþing og aðra fundi á vegum fé-
lagsins.
Skrifstofan sér einnig uni sölu og afgreiðslu bóka og rita,
sem félagið gefur út.
Helstu viðfangsefni á árinu
Búnaðarþing. Að venju undirbjó búnaðarmálastjóri ritið
„Til Búnaðarþings 1984,“ sem í eru starfsskýrslur stjórnar
og starfsmanna félagsins. Búnaðarþing 1984, sem var það
66. í röðinni, kom saman 20. febrúar og lauk störfum 3.
mars og stóð því í 14 daga. Það fékk 64 mál til meðferðar og
afgreiddi 57 með ályktun. Skýrsla um störf þingsins er birt í
97. árgangi Búnaðarritsins. Stjórn félagsins og búnaðar-
málastjóri komu ályktunum á framfæri að þinginu loknu og
hafa eftir föngum unnið að framgangi þeirra.
Framkvœmd laga. Búnaðarfélagi íslands er falin fram-
kvæmd og eða umsjón ýmissa laga í umboði landbúnaðar-
ráöuneytisins og eru þessi helst:
Jaröræktarlög, búfjárræktarlög, lög um byggingar og
húsageröarsamþykktir í sveitum, lög urn Búreikningastofu
landbúnaðarins, lög urn forfalla- og afleysingaþjónustu í
sveitum, lög um eyðingu refa og minka og lög um land-
græðslu. Með breytingu, sem gerð var á lögum um
Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám og byggingar í