Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 18
16
BÚNAÐARRIT
son, bóndi, Kirkjubæ. Nefndin mun skila áliti til Búnaðar-
þings 1985.
Nefnd til að gera tillögur um úthlutun á leyfum til loðdýra-
ræktar var skipuð af landbúnaðarráðherra 1983. Nefndin
hélt 11 fundi á árinu og fjallaði um allar umsóknir um
loðdýraleyfi, sem bárust landbúnaðarráðuneytinu. í nefnd-
inni eiga sæti Haukur Jörundarson frá landbúnaðarráðu-
neytinu, Ingi Tryggvason frá Stéttarsambandi bænda og
Jónas Jónsson frá Búnaðarfélagi Islands.
Aðild að stjórnum, föstum
nefndum og innlendum samtökum.
Stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Formaður B.I.,
Ásgeir Bjarnason, á sæti í stjórninni tilnefndur af stjórn
B.í.
Stjórn Bjargráðasjóðs. Formaður, Ásgeir Bjarnason, á
þar sæti tilnefndur af stjórn B.I.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda. Formaður, Ásgeir Bjarna-
son, situr í stjórninni tilnefndur af stjórn B.I.
Stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Jónas Jóns-
son situr í stjórninni tilnefndur af stjórn B.I.
Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Halldór Pálsson,
fyrrv. búnaðarmálastjóri, átti sæti í stjórninni. Eftir fráfall
hans tilnefndi stjórn B.í. Jónas Jónsson í stjórnina.
Veiðimálanefnd. Jónas Jónsson situr í nefndinni til-
nefndur af stjórn B.í.
Rannsóknaráð ríkisins. Ólafur E. Stefánsson, ráðunaut-
ur, situr í ráðinu tilnefndur af stjórn B.í. Varamaður hans
er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur.
Tilraunaráð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Er-
lendur Jóhannsson og Óli Valur Hansson, ráðunautar, eiga
sæti í ráðinu tilnefndir af stjórn B.í. Varamenn eru Ólafur
R. Dýrmundsson og Óttar Geirsson, ráðunautar.