Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 19
SKÝRSLUR STARFSMANNA
17
Stjórn Vinnueftirlits í landbúnaði. Jónas Jónsson situr í
stjórninni tilnefndur af stjórn B.í.
Slcipulagsnefnd fólksflutninga. Halldór Pálsson, fyrrv.
búnaðarmálastjóri, átti sæti í nefndinni tilnefndur af stjórn
B.I. Eftir fráfall hans var Jónas Jónsson tilnefndur í
nefndina.
Dýraverndarnefnd. Jónas Jónsson situr í nefndinni til-
nefndur af stjórn B.í.
Kynbótanefnd nautgripa starfar samkvæmt 5. gr. búfjár-
ræktarlaga. Kosnir voru í nefndina á Búnaðarþingi 1982
þeir Bjarni Arason, Guðmundur Steindórsson, Jón Atli
Gunnlaugsson og Steinþór Runólfsson, héraðsráðunautar,
varamenn þeirra eru ráðunautarnir Jón Hólm Stefánsson,
Stefán Skaftason, Reynir Sigursteinsson og Kristján B.
Jónsson, sem starfar nú í nefndinni fyrir Steinþór Runólfs-
son. Formaður tilnefndur af stjórn B.í. er Ólafur E.
Stefánsson og vísast til starfsskýrslu hans um starf nefndar-
innar.
Kynbótanefnd sauðfjárrœktar, sem starfar í samræmi við
ákvæði 17. gr. búfjárræktarlaga, var kosin í fyrsta sinn á
Bþ. 1983. Þessir héraðsráðunautar voru kosnir: Leifur Kr.
Jóhannesson, Einar E. Gíslason, Grímur B. Jónsson og
Hjalti Gestsson. Varamenn eru ráðunautarnir Jón Hólm
Stefánsson, Ólafur G. Vagnsson, Páll Sigbjörnsson og
Sigurmundur Guðbjörnsson. Formaður var Sveinn Hall-
grímsson, en eftir að hann hætti störfum var Jón Viðar
Jónmundsson skipaður formaður nefndarinnar.
Sýningarnefnd hrossa starfar samkv. 34. gr. búfjár-
ræktarlaga. Kosnir voru á Bþ. 1982 héraðsráðunautarnir
Leifur Kr. Jóhannesson og Einar E. Gíslason á móti
tveimur fulltrúum frá Landssambandi hestamannafélaga.
Formaður er Þorkell Bjarnason tilnefndur af stjórn B.í. og
vísast til starfsskýrslu hans.
Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins er sameign mjólkur-
samlaganna í landinu. Hún vinnur í samvinnu við skýrslu-