Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 25
SKÝRSLUR STARFSMANNA
23
gestum í ferðalag um Norðurland allt til Mývatnssveitar, og
var sú ferð að hluta á eigin vegum.
Hinn 11. ágúst sat ég aðalfund Skógræktarfélags Suður-
Þingeyinga og flutti erindi um skógarbúskap, en þá var ég í
vikuferð um Þingeyjarsýslur á eigin vegum.
Dagana 17.—19. ágúst sat ég aðalfund Skógræktarfélags
Islands á Kirkjubæjarklaustri.
Landgræðslunefnd, sem fylgist með framkvæmd
landgræðsluáætlunar, fór í skoðunarferð um Austur-Skafta-
fellssýslu dagana 23. og 24. ágúst og hélt þá fund á
Seljavöllum. Dagana 27. ágúst til 4. sept. fór stjórn
Búnaðarfélags íslands og undirritaður í ferðalag um Vest-
firði. Komið var í Ásgarð að kvöldi liins 27. og gisti fólkið
þar í boði formanns. Frá Ásgarði var farið snemma
morguns 28. og ekið sem leið liggur að Flókalundi. Þar
voru fyrir stjórn búnaðarfélagsins og fleiri heimamenn í
Barðastrandarhreppi og var þar snæddur hádegisverður í
þeirra boði. Síðan voru skoðuð atvinnufyrirtæki á Brjáns-
læk og Birkimel áður en heimamenn voru kvaddir og haldið
til móts við Rauðsendinga. Farin var stutt ferð á Rauða-
sand, síðan í Örlygshöfn, þar sem kaffiboð beið á Hnjóti.
Eftir skoðun byggðasafnsins á Hnjóti var farið að Látrum
og kornið á Látrabjarg, en síðan ekið í Kollsvík og snæddur
kvöldverður á Láganúpi. Þaðan var svo farið til náttstaðar á
Patreksfirði. Allar móttökur, leiðsögn og viðurgerningur
voru eftirminnilegar.
Þann 29. var lagt frá Patreksfirði um Tálknafjörð, yfir
Hálfdán og komið að Bíldudal, en síðan eftir litla viðdvöl
var ekið urn Suðurfirði og á Dynjandisheiði, þar sem
Dýrfirðingar og Önfirðingar mættu ferðalöngum. Fyrst var
áð á Núpi, þar sem heimamenn buðu í mat, en síðan komið
að Holti, þar sem búnaðarfélagsstjórn gaf kaffi og fleiri
bændur rnættu. Þaðan var farið að Flateyri og komið við í
Kaupfélagi, en síðan ekið að Botni og Birkihlíð í Súganda-