Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 26
24
BÚNAÐARRIT
firði, þar sem kvöldverður var snæddur í boði bænda. Þá
var farið út á Suðureyri og út í Staðardal.
Komið var til ísafjarðar síðla kvölds og voru ferðalangar
þá komnir í hóp aðalfundarfulltrúa og gesta hjá Stéttarsam-
bandi bænda.
Næstu þrjá daga var fylgst með á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda, en við setningu hans flutti formaður B.í.
ávarp. Einnig var farið í stuttar skoðunarferðir frá Isafirði,
m. a. til Bolungarvíkur. Þann 1. sept. var haldið frá ísafirði
inn með Djúpi í ágætri samfylgd Engilberts Ingvarssonar,
komið við á nokkrum bæjum, m. a. í Vatnsfirði, komið í
Reykjanesskóla og síðan farið út að Nauteyri, þar sem
Djúpmenn byggja nú laxeldisstöð. Farið var til gistingar í
Asgarði um kvöldið og síðan hver til síns heima. Ekki eru
tök á að nefna hér nöfn allra þeirra ágætu Vestfirðinga, sem
veittu beina og fræddu um héruð sín og búskap, en ferð
þessi var öll hin lærdómsríkasta og ánægjuleg í alla staði og
eru öllum þeim, sem þátt áttu í því að svo varð, færðar
þakkir í samræmi við það.
Formaður félagsins, Asgeir Bjarnason, var boðinn á
aðalfund Dýralæknafélags íslands í Bifröst 28. júlí, þar sem
minnst var 50 ára afmælis félagsins. Formaður mætti á
fjórðungsmóti hestamanna á Vesturlandi, sem haldið var á
Kaldármelum 28. júlí.
Utanlandsferd. Dagana 4.—8. maí sótti undirritaður tvo
fundi í Danmörku. Hinn fyrri var nefndarfundur á vegum
NBC, þar sem rætt var um menningarstarfsemi
bændasamtakanna á Norðurlöndum. Hinn síðari, sem hald-
inn var í Glostrup og Hróarskeldu, var fundur upplýsinga-
þjónustumanna á vegum norrænu bændasamtakanna. Þann
fund sátu einnig þeir Agnar Guðnason og Óskar Gunnars-
son, forstjóri Osta- og smjörsölunnar.
Þetta tækifæri notaði ég til að ræða við formann og
framkvæmdastjóra danska loðdýraræktarsambandsins og
semja við þá um það, að loðdýraræktarsambandið héldi