Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 34
32
BÚNAÐARRIT
21. Svæði Rsb. Flóa og Skeiða: Verktaki Rsb. Flóa og
Skeiða, kr. 8,06.
22. Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur: Verktaki
Rsb. Flóa og Skeiða, kr. 7,25.
23. Svæði Rsb. Ketilbjarnar: Verktaki Rsb. Ketilbjörn, kr.
7,55.
24. Ölfushreppur: Verktaki Rsb. Ketilbjörn, kr. 6,98.
B. Plógræsi
1. Rangárvallasýsla: Verktaki Pálmi Jónsson, Sauðár-
króki, kr. 2,05
2. Árnessýsla: Verktaki Pálmi Jónsson, Sauðárkróki, kr.
2,15.
3. Borgarfjarðarsýsla og Mýrasýsla: Verktaki Rsb. Mýra-
manna, kr. 2,15.
Mælingar
I Dalasýslu mældi ég fyrir framræsluskurðum, alls 29.108
m. Mælt var fyrir vatnsveitum á 7 jörðum í Dalasýslu, var
lengd þeirra 5.560 m.
Á skrifstofunni hefi ég unnið að þeim verkefnum, sem
þörf hefur verið að leysa hverju sinni, m. a. gert upp og
úrskurðað reikninga 133 félags- og heimilisvatnsveitna, sem
njóta eiga framlags skv. jarðræktarlögum.
Gjörðabók stjórnar Búnaðarfélags íslands var færð á
árinu.
Að lokum vil ég þakka þeim, sem ég hef átt samstarf við,
samvinnuna á árinu.
10. janúar 1985,
Björn Bjarnarson.