Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 48
46
BUNAÐARRIT
Nokkuð af því var skiptiræktun, þannig að tómatar hafa
ekki lagt hald á þetta húsrými nema að hluta allt árið. Erfitt
er að áætla heildaruppskeru með nokkurri vissu sökum
heimasölu og framleiðenda, sem ekki selja í S. F. G. Ekki
mun þó fjarri lagi að reikna með um 535 tonnum. Mest
magn, senr barst í S. F. G. í einum mánuði, var í júlí 95
tonn. Sala gekk allvel, en lægsta heildsöluverð var kr. 35,- á
kg-
Gúrkur voru ræktaðar í u. þ. b. 20.000 m:. Heildarupp-
skera mun hafa verið um 392 tonn. Mest magn í einum
mánuði, sem barst til S. F. G., var um 60 tonn í júlí.
Er uppskera þessara tveggja mikilsverðu tegunda í gróð-
urhúsum um 20% minni á tómötum og um 15% minni á
gúrkum en á árinu 1983.
Ræktun papriku fór enn vaxandi og gekk sala vel.
Heildaruppskera var um 38 tonn.
Salatræktun er mest að magni til í gróðurhúsum og
gróðurskýlum. Gekk sú ræktun þokkalega, en þrálátt
sólarleysi setti þó nokkur mörk á ræktun. Uppskera nam
um 180.000 stk.
Ræktun kínakáls fer ört vaxandi og markaður er góður. 1
S. F. G. bárust 17 tonn, þar af 7 tonn í júlí. Til samanburð-
ar má geta þess, að 1982 bárust alls 4.5 tonn.
Við Óli V. Hansson fylgdumst með flokkun í S. F. G.,
eftir því sem við var komið, og oft kallað á okkur þegar um
vafamál var að ræða.
Innflutningur grænmetis var verulegur eins og á undan-
förnum árum, en það lakasta í því efni var innflutningur á
káli í júlí og ágúst, þegar meira en nóg var af innlendri vöru
á markaði.
Minni háttar ræktun, s. s. blaðlaukur, rauðkál, steinselja
o. fl., gekk vel.
Svepparæktun fór vaxandi og til starfa tók ný vel búin
sveppagróðrarstöð að Flúðum í Hrunamannahreppi, eign
Ragnars Kristjánssonar. Blómasala gekk allvel á árinu og