Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 52
50
BÚNAÐARRIT
stofu. Var þetta á kvöldfundi á Hótel Sögu 7. maí, og var
hópurinn áhugasamur að fræðast sem mest um íslenzkan
landbúnað.
Ferðalög. Þau voru í algjöru lágmarki á árinu að öðru leyti
en því, að ég dæmdi um helming þeirra kúa, sem skoðaðar
voru á nautgripasýningum í Eyjafirði, en aðrar kýr þar svo
og annars staðar á sýningarsvæðinu dæmdi Erlendur Jó-
hannsson. A þessu ferðalagi var ég frá 19. ágúst til 1. sept.
Einn daginn vorum við boðnir á aðalfund Ræktunarfélags
Norðurlands, sem haldinn var að Lundi í Öxarfirði 24.
ágúst. Hafði ég verið beðinn að rifja þar upp ýmislegt úr
starfi mínu frá fyrri árum. Sýningunum lauk 30. ágúst, en
daginn eftir fór ég út í Hrísey að skoða gripina á Einangrun-
arstöðinni og velja úr gripi, sem fella þurfti í haust vegna
þrengsla. Aðra ferð hafði ég farið fyrr á árinu til Hríseyjar
til að lýsa gripum, en það var 28. marz. Dagana 2.—4. des.
var ég á ferðalagi nyrðra vegna fundar á Hótel KEA á
Akureyri og að Ýdölum í Aðaldal, þar sent skýrt var frá
niðurstöðum nautgripasýninga og verðlaun afhent. Vísa ég
um það til starfsskýrslu Erlendar Jóhannssonar, sem sá um
þann þátt ásamt héraðsráðunautum. Ég flutti aftur á móti
inngangserindi á þessum fundum um stefnuna í nautgripa-
rækt okkar Islendinga. Fundirnir voru sérlega vel undir-
búnir og vel sóttir, og var ánægjulegt að sjá svo margar
góðar litmyndir af sýndum kúm og verðlaunagripi afhenta
mörgum úrvalsbændum í ræktun og framleiðslu.
Nefnd til að endurskoða reglugerð um kjötmat. 1 starfs-
skýrslum hef ég áður gert grein fyrir þessari nefnd, sem
skipuð var 26. ágúst 1982, en ég á sæti í henni. Nefndar-
fundir voru haldnir frá áramótum til vors og aftur eftir
sláturtíð til áramóta auk þess, sem nefndarmenn hafa unnið
við að endurskoða einstaka kafla reglugerðarinnar, oftast
nær tveir saman. Á áramótum var langt komið að ganga frá