Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 53
SKÝRSLUR STARFSMANNA
51
tillögum að nýrri reglugerð, en eftir var að senda þær til
umsagnar hinna ýmsu aðila, sem nefndin hefur snúið sér til
við undirbúning málsins.
Kynbótanefnd. Nefndin kom saman fjórum sinnum, þ. e.
eftir ársfjórðungslegt uppgjör skýrslna nautgriparæktarfé-
laganna, en svo hefur verið í nrörg ár. Fyrsti fundur ársins
var haldinn í Reykjavík 11. febrúar í Bændahöllinni. Á
þessum fundi var að venju lagður dómur á naut fyrir
afkvæmi, nautsfeður valdir og ákveðið, hvaða naut skyldu
notuð til jafnlengdar 1985. Nautin, sem reynsla komst á
árið 1983, voru 20 talsins, en það er hámarkstala, sem
framlag er veitt á árlega. Hafa þau ekki áður orðið svo
mörg, síðan afkvæmaprófun, byggð á vélskýrsluhaldi, var
tekin upp. Annar fundur nefndarinnar var haldinn á sama
stað 9. maí, en slitið á uppeldisstöðinni í Þorleifskoti að
lokinni skoðun á 18 nautum. Var ákveðið að flytja 12 þeirra
á Nautastöðina á Hvanneyri, en fella 6. Þriðji fundurinn
var haldinn 6. sept. hjá Diðrik Jóhannssyni, Hvannatúni,
framkvæmdastjóra Nautastöðvarinnar á Hvanneyri, og
síðasti fundur ársins í Bændahöllinni í Reykjavík 12. nóv.
Áður en þeim fundi lauk, var farið austur að Þorleifskoti og
valin 15 af 27 elztu nautununr til flutnings á Nautastöðina,
en ákveðið að fella hin 12. Vegna þess hve nautin voru
mörg, var hægt að beita strangara úrvali en áður hafði
gerzt. Er vonandi, að framhald verði á því að fá árlega eins
marga nautkálfa undan nautsmæðrum tilkynnta og flutta á
uppeldisstöðina.
Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins. Eins og komið hefur
fram í fyrri starfsskýrslum, er rannsóknarstofan í eigu
mjólkursamlaganna og fæst við efnagreiningar á mjólk fyrir
þau og nautgriparæktarfélögin svo og júgurbólgurannsókn-
ir. Forstöðumaður hennar er dr. Ólafur Oddgeirsson,
dýralæknir. Stjórnina skipa þessir 5 menn: Af 1. sölusvæði