Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 54
52
BÚNAÐARRIT
þeir Magnús H. Sigurðsson, Birtingaholti, og Pétur Sig-
urðsson, Mjólkursamsölunni, og af öðrum sölusvæðum þeir
Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum, Lýtingsstaðahreppi,
og Þórarinn E. Sveinsson, Mjólkursamlagi KEA. Undirrit-
aður er formaður, skipaður af Framleiðsluráði landbúnað-
arins. Á síðast liðnu hausti var liðið eitt ár frá því, að
efnagreiningar á mjólk fyrir nautgriparæktarfélögin voru
komnar í fullan gang, en þær voru síðastar að fara af stað af
aðalþáttunum í þeirri þjónustu, sem stofan veitir. Húsnæði
hennar hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík á Laugavegi 162
var aukið á árinu og fullnægir nú starfseminni, þótt hún
aukist til muna. Stjórn rannsóknarstofunnar fannst nú
kominn tími til að kynna starfsemi þessa betur og þá
sérstaklega eigendum, sem lagt hafa fram stofnfé. Var
þetta gert með því að halda fund með mjólkurbússtjórum
og öðrum fulltrúum 30. október og mæltist vel fyrir. Sama
dag var stofan einnig kynnt fulltrúum á landsfundi mjólkur-
framleiðenda og félagsráði Osta- og smjörsölunnar, svo og
fréttamönnum, er gerðu málinu góð skil næstu daga á eftir.
Mánuði síðar kynnti forstöðumaður starfsemina dýralækn-
um, sem þá héldu fund í Reykjavík. Frekari kynning er
fyrirhuguð snemma árs 1985. Fjárhagsleg uppbygging
rannsóknarstofunnar átti sér stað á erfiðum árum fyrir flest
mjólkursamlögin, en nú fer mjög svo að létta á skuldabyrð-
inni. Sérstaklega ber að þakka framlag úr kjarnfóðursjóði,
kr. 500 þúsund hvort árið 1984 og 1985, til júgurbólgu-
rannsókna. Óskað hefur verið eftir því við landbúnaðarráð-
herra, að þátttaka ríkisins í kostnaði við júgurbólgurann-
sóknir verði stóraukin og sett verði lög eða reglugerð um
það, hvernig tengja megi júgurbólgurannsóknir stofunnar
þátttöku ríkisvaldsins í baráttunni gegn júgurbólgu.
N0K — Samband nautgriparœktarmanna á Norðurlöndum
og íslandsdeildin. í síðustu starfsskýrslu gat ég um fyrirhug-
að mót samtakanna að Laugarvatni 15.—18. júlí 1984 og