Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 55
SKÝRSLUR STARFSMANNA
53
hvernig því yrði háttað. Fór það fram eins og til stóð.
Þátttaka var svipuð og oft áður eða allt að 180 manns og má
teljast ágæt, þar sem bæði kostnaður og tími við för til
íslands er mun meiri en milli hinna deildanna á Norður-
löndunum. Þátttakendur þaðan létu óspart í ljós ánægju
með skipulagningu mótsins, aðbúð, dagskrá og kynningar-
ferðir þrátt fyrir þoku og sudda, sem birgði fjallasýn.
Framkvæmdastjóri mótsins var Agnar Guðnason, og ber
að þakka honum mikið starf við undirbúning og fram-
kvæmd. Að öðru leyti sá stjórn íslandsdeildarinnar og Jón
Viðar Jónmundsson, sem sat í aðalstjórn N0K ásamt
undirrituðum þetta tveggja ára tímabil, um undirbúning.
Sérstök fjáröflunarnefnd starfaði einnig undir forustu Jón-
asar Jónssonar, búnaðarmálastjóra. Ýmis framleiðslufyrir-
tæki í landbúnaði og Búnaðarsamband Suðurlands sýndu
mótsgestum gestrisni svo og húsráðendur á þeim búum,
sem heimsótt voru. Eru öllurn þessum aðilum færðar beztu
þakkir svo og húsráðendum á mörgum bæjum í Flreppum,
þar sem mótsgestir þeir, er tóku þátt í ferðalagi um
Norðurland, gistu, áður en þeir lögðu upp yfir hálendið í
sólskinið nyrðra. Dagskrána sjálfa hafði aðalstjórn undir-
búið haustið áður. Voru m. a. rædd framleiðslumál og
hvernig vænlegast væri að bregðast við gegn offramleiðslu
bæði frá sjónarmiði stjórnenda og einstakra bænda. Um-
ræður þessar þóttu gagnlegar og einkennast af raunsæi.
Óskað hafði verið eftir sérstakri kynningu á landi og þjóð
ásamt yfirliti um íslenzkan landbúnað og búfé, sérstaklega
nautgripi, og voru fengnir til þess hinir færustu menn.
Landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, heiðraði samtökin
með nærveru sinni og ávarpi við setningu mótsins á
sunnudagsmorgni 15. júlí. Hitti ráðherra hópinn aftur á
Selfossi í lok ferðalags um Suðurland miðvikudaginn næsta
á eftir og bauð þá í miðdegiskaffi. N0K mótið á Laugar-
vatni var jafnframt aðalfundur. Þar lét ég af formennsku,
en við tók Sven Overskott frá Noregi. Aðalfundir