Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 56
54
BÚNAÐARRIT
deildanna voru einnig haldnir, meðan á mótinu stóð. Stjórn
íslandsdeildarinnar var óbreytt og ég tilnefndur af hennar
hálfu sem stjórnarmaður í N0K næstu tvö ár. Sótt var um
upptöku 19 nýrra félaga íslandsdeildarinnar í N0K, og
voru þeir allir teknir í samtökin. Félagar íslandsdeildarinn-
ar eru nú 33 talsins.
Búfjárræktarnefnd NBC. Samstarfsnefnd þessi um fram-
leiðslu- og nautgriparæktarmál, sem að tilhlutan N0K var
komið á fyrir nokkrum árum milli þeirra samtaka og NBC,
hélt árlegan fund sinn í nóvember, að þessu sinni í
Finnlandi. Bændasamtökin hér ákváðu fyrir tveimur árum
að taka þátt í þessu norræna samstarfi, sem tveir fulltrúar
frá hverju landi eru í. Er ég fulltrúi Búnaðarfélags Islands.
Sökum erfiðs fjárhags hefur ekki verið hægt að sækja
fundina og taka þátt í þessu starfi enn sem komið er.
Rœktun Hríseyjarstofnsins í landi. Umsjónarmaður Ein-
angrunarstöðvar holdanauta í Hrísey, Þorsteinn Ólafsson,
dýralæknir, skrifaði 16. maí 1984 skýrslu um námsdvöl sína í
Danmörku, sem þá var nýlokið, en þar hafði hann verið að
kynna sér flutning á frjóvguðum eggjum milli húsdýra.
Hafði verið rætt um það áður að flýta fyrir ættliðaskiptum á
stöðinni í Hrísey með því að nota mest ræktuðu kýrnar sem
egggjafa og hinar eldri sem eggfóstrur. í framhaldi af því
yrðu gerðar tilraunir með að flytja frjóvguð egg í nokkrar
holdakýr í Gunnarsholti og ef til vill víðar, ef leyfi til þess
yrði veitt. Þegar tækni við eggjaflutning yrði náð við þær
aðstæður, sem hér eru, þá yrði hún hagnýtt við ræktun í
landi. Væri þá við það miðað, að Hríseyjarkýr, notaðar sem
egggjafar, yrðu frjóvgaðar með sæði úr nautum, fæddum í
Hrísey, en ekki með innfluttu sæði. Mál þetta var rætt í
landbúnaðarráðuneytinu 25. maí. Var ákveðið, að ráðu-
neytið beitti sér fyrir fjárveitingu, svo að hægt yrði að hefja
tilraunir með eggjaflutning, en Búnaðarfélag Islands legði