Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 57
SKÝRSLUR STARFSMANNA
55
fram tillögur um ræktun í landi með tilliti til þessarar tækni.
Samdi ég því nýja og talsvert breytta áætlun um hreinrækt-
un Gallowaykynsins í landi, er send var stjórn Búnaðarfé-
lags íslands 30. maí. Gæti áætlunin þá fylgt fjárhagsáætlun
vegna undirbúnings fjárlaga. Um svipað leyti (5. júní) gerði
Þorsteinn Ólafsson áætlun um framkvæmd og kostnað við
fyrstu tilraun á flutningi frjóvgaðra eggja úr Hrísey til
Gunnarsholts. Síðar í mánuðinum (13. júní) áttum við
Þorsteinn fund með Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra,
um aðstöðu til hreinræktunar Hríseyjargripa í Gunnars-
holti. Taldi landgræðslustjóri góða aðstöðu þar til að koma
upp hreinræktaðri hjörð, en auka þyrfti þó við húsakost. Er
þar komið að því atriði, sem staðið hefur á alls staðar á
þeim ríkisbúum, sem komið hefur til greina að hreinrækt-
aðar Gallowayhjarðir yrðu á, þ. e. að byggja þyrfti yfir
gripina. Á það jafnt við á Hvanneyri, Hólum og Skriðu-
klaustri.
Rannsóknaráð ríkisins. Ég á sæti í ráðinu, tilnefndur af
Búnaðarfélagi íslands. Tveir fundir voru haldnir á árinu, sá
fyrri 15. maí, er Orkustofnun var heimsótt og kynnt, hinn
síðari 7. des. Á þeim fundi voru flutt nokkur erindi um
framtíðarverkefni og viðhorf í rannsóknamálum og ákveðið
að halda umræðum áfram á fundi nú í janúar. Frumvörp
þau, sem ég gat um í síðustu starfsskýrslu og lúta að
breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna og
stofnun Vísindaráðs ríkisins, hafa enn ekki verið lögð fram,
þar sem ýmsar athugasemdir við þau höfðu borizt ráðu-
neytinu, og eru þær þar til athugunar.
Bœndahöllin. Ég á sæti í stjórn Bændahallarinnar, sem
heldur fundi mánaðarlega, og einnig í byggingarnefnd 2.
áfanga (viðbyggingar), en í þeirri nefnd voru 10 fundir
haldnir á árinu. Á áramótum var lokið við að steypa allar
hæðir viðbyggingarinnar, 7 að tölu, en eftir að setja á þak.