Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 71
SKÝRSLUR STARFSMANNA
69
Sigurður Jónsson, bóndi á Kastalabrekku í Ásahreppi,
hafði verið með páskalömb 1982. Þegar hann hafði tekið
lömbin undan mjólkaði hann ærnar nokkrum sinnum og
hleypti Steinunn Sveinsdóttir, kona hans, osta úr mjólk-
inni.
Vorið 1983 lagði ég drög að innflutningi sauðmjaltavéla.
Eftir nokkrar vangaveltur voru fluttar inn vélar af Alfa-
Laval gerð og gaf innflytjandinn, Véladeild Sambandsins,
helming af andvirði vélanna, en Framleiðsluráð landbúnað-
arins veitti styrk fyrir hinum helmingnum. Vélar þessar
voru prófaðar hjá Sigurði haustið 1983.
Sumarið 1984 voru svo hafnar tilraunir með framleiðslu
sauðaosta hjá Sigurði og Steinunni á Kastalabrekku, þar
sem útbúin var aðstaða til mjalta, ystingar og suðu. Fært
var frá 24 ám og þær mjólkaðar í nær 50 daga. Afurðin,
sauðaosturinn, hvítur gouda-ostur og soðinn mysuostur,
var kynnt á sýningunni Bú ’84.
Þessi tilraunaframleiðsla þótti takast með afbrigðuni vel
og var ekki annað að sjá en neytendum geðjaðist þokkalega
að afurðinni. Vonandi verður þessum tilraunum haldið
áfram þannig að hér gæti orðið urn alvöru framleiðslu að
ræða, sem einhverjir bændur gætu haft lifibrauð af.
Osta- og smjörsalan, Framleiðnisjóður, Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélagið studdu þessar
tilraunir með fjárframlögum og ýmiss konar fyrirgreiðslu.
Eru öllum þeim, sem veittu stuðning, hér með færðar kærar
þakkir.
Framleiðsla á ull með sérstök gœði í huga. Haustið 1982
voru nokkrir bændur fengnir til að klippa ásetningslömb sín
um leið og þau voru tekin á hús. Var þetta gert í samráði
við Álafoss, sem sýnt hafði því áhuga að fá lambsull, sem
væri óskemmd af húsvist og lömbin því klippt um leið og
þau eru tekin á hús.
Sömuleiðis var áhugi á því að fá ull, sem hefði meira fínt
og hrokkið tog en almennt gerist. Segja má, að þörf sé fyrir