Búnaðarrit - 01.01.1985, Blaðsíða 73
SKÝRSLUR STARFSMANNA
71
hennar. Auk mín sóttu fundinn: Grétar Einarsson, Hvann-
eyri, Þórarinn Lárusson, Akureyri og Tryggvi Eiríksson,
Reykjavík, en þeir fluttu allir erindi á ráðstefnunni. Nokk-
ur skemmri ferðalög fór ég innanlands, m. a. vegna jóla-
lamba.
Önnur störf. Ég hefi haft á hendi starf gærumatsfor-
manns. Einnig hef ég starfað í norrænni nefnd sauðfjár-
ræktarráðunauta, en sú nefnd stóð m. a. fyrir sauðfjárráð-
stefnunni í Danmörku s. 1. vor. Hana sóttu nær 50 manns,
sem var mun meiri þátttaka en við var búist. Þá hefi ég, frá
1. jan. 1984, setið í stjórn búfjárskorar NJF.
Skrifstofan. Þar voru störfin venju lík. Bréfaskriftir,
viðtöl við innlenda og erlenda aðila, fundarseta og skriftir.
Að lokum. Hinn 31. október 1984 hætti ég störfum hjá
Búnaðarfélagi íslands, en þar hóf ég störf 1. september
1966 og hefi starfað hjá félaginu síðan, að undanskildu einu
og hálfu ári, er ég vann hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins.
A þessu tímabili hefur orðið mikil breyting á íslenskri
sauðfjárrækt. Ef reynt er að lýsa í stuttu máli því helsta,
sem gerst hefur, er það að mínu mati eftirfarandi:
1. Mikil aukning á frjósemi fjárins, sem leitt hefur til
gífurlegrar aukningar á afurðum eftir hverja kind.
2. Breyting á húsakosti, sem lýsir sér í einangruðum
grindahúsum og í mjög mörgum tilfellum einnig í
djúpum kjallara. Þessi breyting virðist hafa leitt til
lakari ullar, m. a. vegna þess að loftræstingu virðist í
mörgum tilfellum mjög ábótavant.
3. Nær algjör innifóðrun fjár frá því að það er tekið á hús
og fram á vor. Þetta hefur í sumum tilfellum leitt til
þess að meiri kostnaður hefur fallið í framleiðsluna.
4. Algjör innifóðrun að vori og burður í langflestum
tilfellum á húsi. Stundum virðist að ær, einkum ein-
lembur, hafi verið fóðraðar of lengi inni og að beit á
úthaga með gjöf á vorin hafi ekki verið notuð, heldur
of lengi beitt á túnið.