Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 79
SKÝRSLUR STARFSMANNA
77
/ Kirkjubœ voru hrossin mæld 17. nóv. og valið
stóðhestaefni fyrir stóðhestastöð, meðalfolald að sjá, en
móðirin góð 1. verðl. hryssa.
Pétur Hjálmsson frostmerkti folöldin um leið.
í haust kom út bók og myndband um Kirkjubæjarhross-
in. Útgefandi er Sjón og Saga, Reykjavík. Fengur er að
hvoru tveggju, framtak, sem athygli vekur.
A Hólum í Hjaltadal voru tamningahrossin skoðuð þar
heima og á héraðssýningu á Vindheimamelum 21. og 22.
júní. Ein 4ra vetra hryssa náði þar 1. verðl., sem er góður
árangur (María 6017 u. Þætti 722 og Musku 3446 Hólum).
Mæld voru hross á kynbótabúin 29. okt.
Skuggafélagið kaus sér nýjan formann, Þorvald Guðna-
son, Skarði I, sem lengi hefur séð um reikningshald og
skýrslusöfnun fyrir félagið og hefur haft góða reglu á því.
Nú leggja félagsmenn sig fram við að koma upp góðu
stóðhestsefni af eigin hrossum og fyrirhuguð er notkun í
sumar á stóðhestinum Flosa 966 frá Brunnum. Blesi 1000
frá Jaðri ætti líka erindi í þá ræktun. Hross voru mæld 27.
og 31. október hjá félagsmönnum í Borgarfirði og á
Skörðugili. Þeir sýndu ræktunarhóp reiðhrossa á vegum
félagsins á Kaldármelasýningu og þótti takast sæmilega.
Fjalla-Blesi notar Vögg 904 alltaf eitthvað, hann var
afkvæmaprófaður s. 1. vetur og hafa afkvæmin góða þætti
við sig, en helst vantar meira rými, betra skeið og einkum
driftina, þótt vilji sé ágætur í föðurnum. E. t. v. á viljinn
eftir að koma síðar.
Frá Kleifahrossum var sýnd ein ung hryssa í sumar og
stóð sig ekki vel og varð því engin lyftistöng fyrir félagið,
sem nauðsynlegt hefði þó verið.
Fjórðungsmót á Vesturlandi
Alltaf er verið að byggja og bæta þá staði, sem hesta-
menn hafa valið sér fyrir samkomur sínar, um það bera