Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 80
78
BÚNAÐARRIT
Kaldármelar í Kolbeinstaðahreppi vitni. Þar var lialdið
ágætt fjórðungsmót í allgóðu veðri 5.—8. júlí s. 1. For-
skoðun fór fram 4.—15. júní og endaði með skoðun á
afkvæmahópi undan Dreyra 834 á Stórahofi, Rang., en
Dalamenn eiga þann stóðhest nú. Við forskoðun ferðuðust
með mér Guðmundur Pétursson, f. v. ráðunautur, Magnús
Lárusson, búfræðikandidat, og að hluta til Guðmundur
Sigurðsson, ráðunautur.
Á mótsstað bættust Leifur Kr. Jóhannesson, ráðunautur,
og Skúli Kristjánsson, búfræðikandidat, í dómnefnd og
Einar Höskuldsson, bóndi, viljadæmdi öll kynbótahross. Á
sýningunni voru mörg góð hross, sem út úr ræktunarstarfi
Vestlendinga eru komin, bæði kynbótahross og góðhestar
og kynbótaleg staða batnar hægt og sígandi. Nokkur
ósamstaða var innan kynbótadómnefndar, sem er óvenju-
legt og sumir eigendur eða aðstandendur afkvæmastóð-
hesta undu illa niðurstöðum, en áhorfendur betur. Senni-
lega veldur mestu óaðgæsla mín í ummælum um forskoðun,
að staða afkvæmanna væri betri þá en raun varð á.
Forskoðun á líka að vera gerð til að tryggja nákvæmari
dóma. Ég heimsótti vestfirska hestamenn í fyrsta skipti.
Ferðaðist frá ísafirði til Þingeyrar 7.—8. maí og sat fund
með nokkrum þeirra í Hnífsdal. Það er vitað mál að
landleysi setur mönnum stólinn fyrir dyrnar með hrossa-
rækt á Vestfjörðum, þó til muni vera möguleikar á einstaka
stað, en fátt sá ég af nothæfum kynbótahrossum í ferðinni.
Fjórðungsmót á Austurlandi
Forskoðun fór fram 20.—26. maí um víðlent svæði. Við
dóma unnu með mér Kristinn Hugason, búfræðikandidat
frá Akureyri, alla ferðina, en auk hans Ármann Guð-
mundsson, hestamaður á Egilsstöðum, á Austurlandi og
Reynir Sigursteinsson, Hlíðarbergi, fyrrv. ráðunautur, í
Hornafirði. Langflest hrossin voru sýnd í Vallahreppi á
Héraði og í Nesjum í Hornafirði. Aðalsýning fór fram 28.