Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 81
SKÝRSLUR STARFSMANNA
79
júní til 1. júlí að Fornustekkjum, A,- Skaft. í dómnefnd
vorum við Kristinn Hugason og Helgi Eggertsson, ráðu-
nautur á Selfossi. Var útkoman mjög góð, hefur aldrei
verið betri í báðum héruðum. Aðstaða var öll prýðileg og á
það er minnst hér að framan.
Ættbók o. fl.
/ ættbók voru skráðir 19 stóðhestar og 140 hryssur.
Unnið var að handriti stóðhestaættbókar, 2. hefti, en ekki
þó nóg til að útgáfa tækist, eins og til stóð.
77/ útlanda voru seldir 4 stóðhestar fyrir unt 120 þúsund
kr. að jafnaði, þar af einn 4ra vetra, ótaminn.
Fundir voru haldnir í stjórn Stofnverndarsjóðs 5. desem-
ber og veitt lán og styrkir til kaupa á eftirtöldum stóðhest-
um: Blakki 977, Reykjum, Mosfellssveit., kaupendur Hrs.
samböndin á Suðurlandi og Vesturlandi; Viðari 979, Við-
vík, Skag., kaupendur Hrs. sambönd í Skagafirði, Vestur-
landi og Suðurlandi, og Hlyni 910 Báreksstöðum, Borg.
Kaupendur voru 6 félagasamtök á Héraði, Hornafirði,
Suðurlandi, Snæfellsnesi og í Húnavatnssýslum.
Fundir o. fl. Fundir voru haldnir víða um land að venju.
Þar sem ég kom flutti ég erindi og sýndi litskyggnur af
hrossum. Kom á um 25 fundi hjá hestamannafélögum og
hrossaræktarsamböndum, á afmælishátíð í Biskupstungum
og vígsluhátíð Glaðheima í Kópavogi. Var alls staðar
ánægjulegt að vera. Fundirnir eru nauðsynlegir til að halda
sambandi við fólkið og miðla fróðleik.
Stóðhestastöðin
Arsskýrsla um starfið 1983 birtist í Frey nr. 21, nóv. 1984.
Næsta vetur verða um 50 stóðhestar á fóðrum, þar af 14 á
tamningaaldri og 2 eldri. Mælingar fóru frant 28. jan og 31.
maí og dómar 31. maí undir forustu Leifs Kr. Jóhannes-
sonar og kynbótanefndar, sem dæmdi tömdu folana ásamt