Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 84
82
BÚNAÐARRIT
hérlendis og erlendis. Það er skiljanlegt, en ekki eins
augljós í því rökfræðin, enda er þetta málefni hjartans.
Það varð mikil breyting á þessu ári í hestaverzluninni, er
framkvæmdastjóraskipti urðu í Búvörudeild Sambandsins.
Agnar Tryggvason hætti þar störfum, en hann hefur verið
driffjöðrin í hestaútflutningnum s. 1. 15—20 ár. Nýr fram-
kvæmdastjóri tekur þessi verzlunarmál öðrum tökum, og
hefur hann lagt mesta áherzlu á verzlun með kjöt og
afsláttarhross. Reiðhestaverzlunin hefur færzt yfir á hendur
hestamannanna, og hefur Sigurður Sæmundsson, bóndi á
Holtsmúla í Landsveit, verið stórtækasti reiðhestaútflytj-
andinn á árinu. í þessum efnum er nú margt á döfinni
meðal íslenzku hestamannanna, sem á undanförnum árum
hafa starfað á vegum SÍS og Agnars Tryggvasonar erlendis
og rutt hinni íslenzku hestamennsku braut í einum 14
þjóðlöndum.
Landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér þ. 30. marz s. 1.
eftirfarandi tilkynningu um lágmarksverð á undaneldis-
hrossum:
„Samkvæmt lögum nr. 64/1958 um útflutning hrossa, sbr. 18.
gr. reglugerðar nr. 271/1983, hefur eftirfarandi lágmarksverð
verið ákveði á kynbótahrossum til útflutnings, sem gildir frá
1. apríl til 31. desember n. k.
I. verðfl. stóðh. með I.v. sem einstakl. og I.v. fyrir afkvæmi ...... 400 000,00
II. verðfl. stóðh. mcð I.v. sem einstakl. og II.v. fyrir afkvæmi... 300 000,00
III. verðfl. A) stóðhestar með I.v. sem cinstaklingar
B) stóðhcstar mcð II.v. sem cinstaklingar og II.v. f. afkv. 250 000,00
IV. verðfl. stóðhestar með II.v. sem cinstaklingar..................... 175 000,00
V. verðfl. stóðhestar ósýndir ogóviðurkenndir ........................ 100 000,00
VI. verðfl. stóðhestar yngri cn 4 vetra ................................ 50 000,00