Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 85
SKÝRSLUR STARFSMANNA 83
Hryssur:
I. verðfl. hryssur með I.v. sem einstakl. og I.v. fyrir afkvæmi. 200 000,00
II. verðfl. hryssur mcð I.v. sem einstakl. og II.v. fyrir afkvæmi .... 125 000,00
III. verðfl. A) hryssur með I.v. sem einstaklingar
B) hryssur með II.v. sem cinstaklingar og II.v. f. afkv. .. 65 000,00
IV. verðfl. hryssur með II.v. sem einstaklingar ............... 45 000,00
Ofanskráð verð breytist samkvæmt breytingum á kaupgengi
vestur-þýsks marks hjá Seðlabanka íslands frá 1. apriT'.
Eins og venja er stóðu nokkrar deilur í landinu um
hestaverzlunina á árinu, aðallega um gildi afskipta hins
opinbera af verðlagningu útflutningshrossa og gjaldtöku af
útfluttum undaneldishrossum, og í árslokin var það útflutn-
ingur afsláttarhrossanna sem deilt var um.
Ég birti hér til fróðleiks yfirlit urn verð útflutningshrossa
á starfstíma mínum, en fyrsti hrossaútflutningur, sem ég
annaðist fyrir ríkisstjórnina, var hestasala til Póllands
sumarið 1946. Ég geri santanburð á verði hrossanna bæði
við sölu dilkakjöts og við verkamannakaup á ýmsum
tímum. Á þessum samanburði sézt glögglega, að það verð,
sem okkur hefur tekizt að skapa á hrossum til útflutnings,
hefur stórhækkað í þessari viðmiðun. Það er gott að þetta
komi fram, því að oft fáum við að heyra, að við höfum
staðið okkur illa í þessum sölumálum. Hitt kemur ekki inn í
dæmið, að kindakjötsverðið hefur verið tvöfaldað og
þrefaldað til bænda með útflutningsuppbótum. Þannig eru
tvær bændastéttir í þessu landi, annars vegar sú stétt, sem
elur sauði og naut, en liins vegar sú stétt, sem elur hross, og
þar má telja í flokki ltka þá, sem ala fugla, svín og loðdýr.
Samanburður á útfl.verði hrussa og tímakaupi hafnarverkamanna:
Ár Útfl. verð pr. hross: Kr. á klst. í dagvinnu: Hestsvcrð í tímakaupi:
1948 1099,00 kr. 8,74 126 klst.
1958 1215,00 kr. 21,30 57 klst.
1963 9232,00 kr 29,71 311 klst.
1973 56290,00 kr. 158,92 354 klst.
1983 27489,00 kr. 80,13 344 klst.