Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 92
90
BÚNAÐARRIT
1 maí fór ég í tvö ferðalög til fundarhalda. Dagana 7.—
10. um Reykjanes og A.-Skaftafellssýslu og 15.—17. á
Ströndum. Fyrri hlutann í júní fór ég eftirlitsferð á búin í
Borgarfirði og í júlí með fundarhöld á Suðurlandi, Skaga-
firði og Eyjafirði. Þann 20. s. m. fór ég með Guðmundi
Sigþórssyni til að meta minkana á Sólborg v/Eyjafjörð.
í ágúst fór ég eftirlitsferð um Borgarfjörð, Strandir, Dali
og Snæfellsnes dagana 13.—17. og í ferð með Jóni Ragnari
og tveimur Finnum um Eyjafjörð og Skagafjörð þ. 26.—27.
Þar kom til móts við okkur byggingarnefnd loðdýrabúanna
og fór ég með þeim á búin í Skagafirði og A.-Húnavatns-
sýslu og í Dali til mælinga og gagnasöfnunar.
September var mikill ferðamánuður og fór ég fyrst með
Jóni Arnasyni á fund í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi, en
síðan til loðdýrabænda í Ketildalahreppi. Þá skiptust leiðir
og fór ég með Hilmari Össurarsyni, ráðunaut, að
heimsækja væntanlega loðdýrabændur í Rauðasands- og
Barðastrandarhreppum. Þetta var 5.—7. sept.
Dagana 8.—18. sept. fór ég í mikla eftirlitsferð um
Suöurland, S.-Austurland, Múlasýslu og Þingeyjarsýslu.
Seinni partinn, þ. 24.—27. september, fór ég aftur af stað
með byggingarnefndinni og þá um Eyjafjörð og Þingeyjar-
sýslur. Eftirlitsferð fór ég svo um Suðurland 1.—3. okt. og
með byggingarnefnd um Reykjanes og Suðurland dagana
9.—10. okt. Þá var ég með námskeið í búrasmíði á
Snæfellsnesi þann 11.—12. okt.
Frá 21.—28. okt. var ég við flokkun á refum ásamt Helga
Eggertssyni, ráðunaut, og með ráðunautunum Ævarri,
Ara, Jóni Atla og Álfhildi sömu erinda frá 29. okt. til 8.
nóv. Áfram var ég við flokkun og samræmingu á henni á
Suðurlandi, Eyjafirði og Skagafirði frá 12.—17. nóv. Þá
flokkaði ég refina á Ströndum, Vestfjörðum og Barða-
strönd ásamt Helga Eggertssyni dagana 17.—23. nóv.
Einnig fór ég í flokkunarferð í Borgarfjörð, A.-Húnavatns-
sýslu, Eyjafjörð og Skagafjörð að flokka norsku innfluttu