Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 100
98
BÚNAÐARRIT
til tölvuvinnslu og er það til mikils hagræðis. Um áramótin
1984/85 var lokið við að ganga frá tillögum um fóðurlista
fyrir allt árið 1985 hjá öllum stærri fóðurframleiðendum í
samráði við þá. Á grundvelli þessara lista verður svo unnið
yfirlit yfir mánaðarlega hráefnisþörf.
Samþykkt var á árinu að koma á fót fóðureftirliti fyrir
loðdýrafóður og er það nú til reynslu þetta ár, en samtals
hafa verið efnagreind u. þ. b. 200 sýni og hafa niðurstöður
þeirra verið skoðaðar og samband haft við þá, sem sendu
þau, og lögð á ráð um umbætur ef þurfa hefur þótt.
Töluverður tími fór á árinu í aðstoð við stofnun og
uppbyggingu fóðurstöðvar á Dalvík, Selfossi, Flateyri og á
Raufarhöfn. Þáttur minn við þessar stöðvar hefur einkum
verið að ýta hugmyndum um þær úr höfn með heima-
mönnum, og leggja á ráðin um val á tækjakosti til þeirra.
Lárus Ásgeirsson, verkfræðingur, sá hins vegar um hönnun
stöðvanna á Dalvík og Selfossi, en þær eru hinar einu, sem
tóku nýjar til starfa á árinu.
Fóðurstöðin á Dalvík er nú stærsta fóðurstöð landsins og
sú eina, sem er rekin af samvinnufélagi loðdýrabænda.
Á árinu kom einnig í ljós betur en áður að ýmsar þær
fóðurstöðvar, sem starfræktar hafa verið, áttu í vandræðum
með að anna eftirspurn á fóðri, og er því ljóst að gera
verður verulegt átak í endurskipulagningu og uppbyggingu
fóðurstöðvanna á næstu árum.
Ég ferðaðist allmikið á árinu. í janúar fór ég nokkrar
ferðir til Reykjavíkur og á Suðurland vegna fundahalda um
loðdýrarækt og athugana á byggingu fóðurstöðvar fyrir
Suðurland í Reykjavík. Að auki voru fóðurstöðvamál við
Eyjafjörð rædd við bændur beggja vegna fjarðar og reynt
að koma á samvinnu með þeim um þau mál.
I febrúar sat ég ráðunautafund og auk þess tók ég þátt í
þremur bændanámskeiðum á Suðurlandi, Norðurlandi eystra
og Norðurlandi vestra. Námskeið þessi gáfust mjög vel og
voru vonandi árangursrík.