Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 108
106
BÚNAÐARRIT
landbúnaðarráðuneytinu og hjá Landgræðslu ríkisins um
uppgræðslu- og beitarmál, á Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins um tilraunamál, hjá Landsvirkjun í Reykjavík og
með samráðsnefnd á Blönduósi um uppgræðslu og beitar-
mál á Blönduvirkjunarsvæðinu og í Bændahöllinni um
hrossaeign og hrossabúskap. í mars sat ég ráðstefnu Land-
verndar um landnýtingu í landnámi Ingólfs, í apríl Náttúru-
verndarþing, í maí ársfund Bréfaskólans og í október
ráðstefnu Náttúruverndarráðs um villt spendýr og fugla. I
nóvember var ég einn þriggja frummælenda á mjög gagn-
legum umræöufundi um gróður og beit, sem Líffræðifélag
Islands hélt í Loftleiðahótelinu, en í mars hafði ég flutt
erindi um svipað efni á fræðslufundi hjá starfsmönnum
Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. I febrúar sat ég Ráðunautafund B.í. og R.A.L.A.,
eftir því sem aðstæður leyfðu, og hlýddi á nokkur erindi á
Búnaðarþingi. Að venju mætti ég á allmörgum bændafund-
um, svo og á fundum með hreppsnefndum og stjórnum
upprekstrarfélaga, og flutti þá oftast fræðsluerindi um
beitarmál. Þessir fundir voru í Heiðarborg í Leirársveit,
Borgarfjarðarsýslu; í Flóðvangi í Þingi, í Húnaveri í Ból-
staðahlíðarhreppi og á Blönduósi, Austur-Húnavatnssýslu;
í Árgarði í Lýtingsstaðahreppi, Varmahlíð í Seyluhreppi og í
Skarðshreppi, Skagafjarðarsýslu og í Ketilsstaðaskóla í
Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu. Hjá Hestamannafélaginu
Gusti í Kópavogi flutti ég erindi um hrossabeit.
Önnur störf. Á liðnu ári vann ég talsvert í starfshópi, sem
fjallar um áhrif veðurfars á landbúnað, en Páll Bergþórs-
son, veðurfræðingur, veitir honum forstöðu. Starfshópur
þessi er aðili að umfangsmiklu búveöurverkefni, sem unnið
er að undir stjórn dr. Martin Parry við alþjóölega stofnun í
Laxenburg, skammt frá Vínarborg í Austurríki (IIASA,
International Institute for Applied Systems Analysis).
Auk íslenska hópsins eru að störfum við verkefnið hópar