Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 109
SKÝRSLURSTARFSMANNA
107
frá þrem öðrum norðlægum löndum, Kanada, Finnlandi og
Sovétríkjunum. Framlag mitt, í samvinnu við Jón Viðar
Jónmundsson, er að rannsaka samhengi á milli veðurfars,
fallþunga dilka og beitarþols úthaga hér á landi, og sótti ég
sameiginlegan vinnufund hópanna í Laxenburg í fyrstu viku
apríl og lagði fram bráðabirgðaniðurstöður okkar Jóns.
Kostaði IIASA þá ferð að öllu leyti. Snemma í ágúst sótti
ég ráðstefnu Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP) í
Plaag í Hollandi, stýrði þar fræðslufundi, sem ég hafði
undirbúið um fjárbúskap á smábúum, og flutti þar eitt
erindanna. Ég var endurkjörinn ritari í stjórn Sauðfjár- og
geitadeildar sambandsins til þriggja ára. Að lokinni ráð-
stefnunni fór ég í tveggja daga stórfróðlega kynnisferð til
Texeleyjar, en þar er mikil sauðfjárrækt stunduð. Ferða-
kostnaður var greiddur að verulegu leyti með styrk úr
erlendum sjóðum. Sem fyrr var dálítið um bréfaskriftir
vegna samskipta Búnaðarfélags íslands við Búfjárræktar-
samband Evrópu og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi vegna
erlendra gesta og fyrir námsfólk í landbúnaði og skyldum
greinum. Ég aðstoðaði dálítið við gerð upplýsingabæklings
á ensku um íslenskan landbúnað, sem landbúnaðarráðu-
neytið gaf út.
Handbók bænda ritstýrði ég í fimmta skipti. Undirbún-
ingur hennar var óvenju snemma á ferðinni, en miklar tafir
urðu á útgáfunni, einkum vegna langra verkfalla haustiö
1984. í frítíma kenndi ég æxlunarlíffræði við Búvísindadeild
á Hvanneyri, flutti þar einnig fyrirlestra um landnýtingar-
mál, og auk þess flutti ég nokkra fyrirlestra um búfjárfram-
leiðslu fyrir matvælafræðinema í Háskóla íslands. Þá ann-
aðist ég kennslu í sauðfjárrækt fyrir Bréfaskólann og sinnti
minni háttar frjósemisrannsóknum á sauðfé og ritstörfum
þeim tengdum líkt og undanfarin ár.
Stjórn Búnaðarfélags íslands, búnaðarmálastjóra og
öðru starfsfólki félagsins þakka ég gott samstarf.
9. janúar 1985,
Ólafur R. Dýrmundsson.