Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 114
112
BÚNAÐARRIT
einangrun og loftræstingu hesthúsa í fræðslurit, sem nefnd-
in stefnir að útgáfu á. Á vegum „kartöfluhóps" er í
undirbúningi fræðslurit fyrir kartöflubændur.
I starfsskýrslu minni í fyrra gat ég um „reiðhallarnefnd-
ina“. í ársbyrjun boðaði Búnaðarfélag íslands ýmsa áhuga-
aðila um byggingu reiðhallar á fund. Á honum var kosin
undirbúningsnefnd til þess að vinna að framgangi málsins.
Eftirtaldir voru tilnefndir í nefndina: Birgir R. Gunnarsson
frá Hestamannafélaginu Fáki, Eyjólfur ísólfsson frá Félagi
tamningamanna, Gísli B. Björnsson frá Landssambandi
hestamannafélaga, Gísli Ellertsson frá hestamannafélögum
á höfuðborgarsvæðinu, Magnús Sigsteinsson frá Búnaðar-
félagi Islands og Sigurður J. Líndal frá Hagsmunafélagi
hrossabænda. Undirritaður var kosinn formaður nefndar-
innar. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri L.H., hef-
ur starfað með okkur og undirbúið fundi. Nefndin hefur
haldið marga fundi og rætt við ýmsa aðila um hugsanlega
þátttöku í byggingu reiðhallar, sem valinn hefur verið
staður í fyrrverandi grjótnámi Reykjavíkurborgar við at-
hafnasvæði Hestamannafélagsins Fáks. Reynir Vilhjálms-
son, landslagsarkitekt, hefur gert skipulagsuppdrátt af
svæðinu og nefndin fékk Valdimar G. Guðmundsson,
byggingafræðing, til þess að gera frumteikningar að
reiðhöll með 20x60 m velli og áhorfendasvæði. Kostnaður
við bygginguna var á miðju ári áætlaður um 20 milljónir
króna. Gerð hafa verið drög að stofnsamningi hlutafélags
um málið og fyrir liggur ákvörðun ýmissa aðila um þátttöku
án þess að nefnd hafi verið endanleg hlutafjárloforð. Má
þar m. a. nefna Hagsmunafélag hrossabænda, Landssam-
band hestamannafélaga, Fák, nokkur önnur hestamannafé-
lög, Stéttarsamband bænda og Félag tamningamanna. Hinn
20. maí hélt undirbúningsnefndin kynningarfund um málið,
og var okkur á þeim fundi falið að starfa áfram að
undirbúningi. Stefnt er að því að boða til stofnfundar
undirbúningshlutafélags í ársbyrjun 1985 og taki þá væntan-