Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 115
SKÝRSLUR STARFSMANNA 113
legir eignaraðilar málið í sínar hendur og taki ákvörðun unr
hlutafjársöfnun.
Fundir og ferðalög. Eg hélt erindi um refahús á nám-
skeiðum í loðdýrarækt, sem haldin voru að Flúðum í
Hrunamannahreppi og Löngumýri í Skagafirði síðari hluta
febrúar. Vegna veðurs komst ég ekki á námskeið á
Illugastöðum í Fnjóskadal né heldur á Hólum, en þar var
haldið námskeið í loðdýrarækt fyrir ráðunauta í apríl.
I febrúar skoðaði ég nokkur refabú í Eyjafirði og
Skagafirði. Ég var tilnefndur í starfshóp um loðdýrahús, en
í honum eru einnig Grétar Einarsson, sérfræðingur hjá
Bútæknideild, Sigurjón Jónsson Bláfeld, ráðunautur B.I.
og Unnar Jónsson, tæknifræðingur á Byggingastofnun
landbúnaðarins. Við höfum komið saman nokkrum sinnum
og útbúið eyðublöð til þess að skrásetja ýmsar upplýsingar
um loðdýrahús, en þær verða síðan settar í tölvu. Við fórum
í lok ágústmánaðar og skoðuðum refahús í Skagafirði, A.-
Húnavatnssýslu, Strandasýslu og Dalasýslu. í september
skoðuðum við refabúin í Eyjafirði og Pingeyjarsýslum og í
október á Suðurlandi og Suð-vesturlandi. Þessar skoðun-
arferðir voru mjög fróðlegar og gáfu góða mynd af ýmsum
atriðum í húsunum s. s. loftræstingu, flórum, búragerð,
birtu o. fl. Meiningin er að fá leyfi bændanna til að tengja
þessar upplýsingar við niðurstöður skinnaflokkunar, til
þess að sjá hvort einstök atriði í húsunum geti haft slæm
áhrif á skinnin. Hópurinn hefur einnig gert tillögur um
fyrirkomulag loðdýrahúsa, sem reist verða á Hvanneyri.
Dagana 3.—5. apríl heimsótti ég nokkra bændur í
Eyjafirði og hélt erindi um kartöflugeymslur á fundi, sem
„kartöfluhópurinn“ hélt með kartöfluræktendum á svæð-
inu. I lok maí heimsótti ég 15 bændur í Skagafirði, aðallega
til að leiðbeina þeim um endurbætur á heyverkunarað-
stöðu. Nokkrar ferðir fór ég í Árnes- og Rangárvallasýslu
og Borgarfjörð. I nóvember fór ég ásamt Braga Líndal
Ólafssyni hjá Rala og Gunnari Guðmundssyni í Laugardæl-