Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 167
Búnaðarþing 1985
Samkvæmt kvaðningu stjórnar Búnaðarfélags Islands,
dags. 21. des. 1984, kom Búnaðarþing saman til fundar í
Bændahöllinni í Reykjavík, mánudaginn 18. febrúar 1985
kl. 10:00.
Forseti þingsins, Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðar-
félags íslands, bauð þingfulltrúa velkomna til þings. Þá
bauð hann velkominn forseta íslands, Vigdísi Finnboga-
dóttur. Hann bauð velkominn Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra, Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, svo
og aðra alþingismenn og gesti, en margt manna var við
þingsetningu.
Því næst minntist forseti þriggja forvígismanna, er allir
koma við sögu Búnaðarfélags Islands og starfsemi þess, og
mælti á þessa leið:
„Dr. Hcilldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. Hann var fæddur
26. apríl 1911 að Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi,
Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Björnsdóttir og Páll Hannesson, hreppsstjóri og bóndi,
Guðlaugsstöðum. Halldór ólst upp í foreldrahúsum við
umsvifamikinn búskap á fjölmennu menningarheimili.
Hann var strax kraftmikill í æsku og hafði yndi af búfé,
enda glöggur á það, einkunt sauðfé.
Halldór hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri, en varð
stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1933. Pá fór hann
til Skotlands að læra unr sauðfjárrækt, en fljótlega eftir að
út kom, innritaðist hann í háskólann í Edinborg til búvís-
indanáms og brautskráðist þaðan árið 1936. Eftir það hóf
luinn strax framhaldsnám, er hann stundaði bæði í Cam-