Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 171
BUNAÐARÞING
169
1923, og stofnaði hann og starfrækti í 30 ár sauðfjárræktar-
kynbótabú að Hrafnkelsstöðum og nutu þar margir góðs af.
Helgi bjó á Hrafnkelsstöðum í nær 40 ár. Hann var
annálaður bóndi fyrir árvekni í störfum, arðsamt búfé og
vandaða ræktun, að ógleymdum heillaríkum félagsmála-
störfum. Helgi var sérstæður maður, sem valdi séi1 ekki
alltaf „troðnar slóðir“, hann bæði fann og ruddi nýjar
leiðir, sem vel reyndust. Hann var gáfumaður, víðlesinn og
kynnti sér málin til hlítar. Ræðumaður var hann mikill og
flutti mál sitt blaðalaust, og þótti hann rökfimur. Hann
ritaði mikið í blöð og tímarit og flutti erindi um margvísleg
efni m. a. í útvarp. Hann ritaði um Afrétt Hrunamanna-
hrepps í Göngur og réttir. Þá ritaði hann um Njálssögu og
höfund hennar. Eftir hann voru gefnar út tvær bækur á
árunum 1971—1974, er heita Skýrt og skorinort og Engum
er Helgi líkur.
Helgi var heiðursfélagi Ungmennafélags Hrunamanna-
hrepps, Búnaðarsambands Suðurlands og Búnaðarfélags
Islands.
Helgi lézt 27. apríl 1984, na:r 93 ára að aldri.
Sveinn Einarsson, veiðistjóri. Hann var fæddur 14. janúar
1917 í Miðdal í Mosfellssveit. Sonur hjónanna Valgerðar
Jónsdóttur og Einars Guðmundssonar, bónda þar. Sveinn
ólst upp í foreldrahúsum í hópi margra systkina. í bernsku
vandist hann fjölmörgum sveitastörfum. Hann fór snemma
að stunda veiðiskap með stöng og byssu og náði fljótt
góðum árangri í því starfi, enda rólegur og athugull vel.
Hagleiksmaður var hann og listhneigður.
Sveinn lærði leirkerasmíði hjá bróður sínum, Guðmundi
myndhöggvara. Eftir það fór hann til náms í Þýzkalandi og
stundaði þar postulínsgerð og leirkerasmíði á árunum
1936—1938. Þegar hann kom heim frá námi, þá vann hann
um 20 ára skeið hjá Listvinahúsinu s/f, fyrirtæki, sem
Guðmundur, bróðir hans, stofnaði. í 10 ár var Sveinn