Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 173
BÚNAÐARI’ING
171
það hefur skort, að við þetta hafi verið staðið, þar sem 77
millj. króna ,af þessu fjármagni hafa orðið innlyksa hjá
ríkinu. Samtímis hefur niótframlag ríkisins til
Stofnlánadeildar landbúnaðarins verið skert, og á s. 1. ári
nam sú upphæð rúmum 50 millj. kr., enda þótt framlagið sé
lögbundið. Stofnlánadeildin hafði til útlána árið 1984 226
millj. kr., og skiptust lánin eins og hér greinir í %:
Hefðbundnar búgreinar....... 33,2%
Jarðakaupalán ................. 20,9%
Loðdýrabú ..................... 17,0%
Vinnsiustöðvar ................ 14,6%
Dráttarvélar ................... 7,9%
Svína-og alifuglarækt .......... 5,7%
Fiskrækt........................ 0,7%
Þess er vert að geta, að Framkvæmdastofnun ríkisins
veitti til fiskiræktar kr. 20 millj. að láni s. 1. ár. Þá var 258
millj. kr. hjá 680 bændum breytt í föst lán á s. 1. ári.
Það er mikið rætt um félagsmál landbúnaðarins og
skipulag þeirra. Þótt íslenzkur landbúnaður sé fámennur,
þá er hann samt víðfeðmur með myndarbrag. Mjólkursam-
salan átti nýlega fimmtugsafmæli, en hún er sem kunnugt er
þjónustumiðstöð mjólkurbúa — þaö er bænda annars vegar
og neytenda hins vegar. Samsalan, mjólkurbúin og Osta-
og smjörsalan hafa jafnan fjölbreyttar og ágætar vörur á
boðstólum. A þessum tímamótum færi ég Mjólkursamsölu-
nni kveðjur, óskir og þakkir frá Búnaðarfélagi íslands.
Stéttarsamband bænda veröur 40 ára á þessu ári. Það
þótti nauösynleg ráðstöfun 1945 að sameina bændastéttina
um kjaramál sín, sem þá voru að mestu í höndum „Búnað-
arráðs." Til tals kom þá að fela Búnaðarfélagi íslands
kjaramál bænda, en það þótti ekki heppilegt, þar sem
Búnaðarfélag íslands hafði á hendi framkvæmd margra
laga og hefur þar af leiðandi ríkislaunaða starfsmenn.
Bændur vildu aðskilja leiðbeininga- og ráðunautastörfin frá