Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 175
BÚNAÐARMNG
173
Landbúnaðurinn hefur nú sem fyrr miklu hlutverki að
gegna fyrir land og þjóð. Heildarverðmæti hans verðlagsár-
ið 1983—84 voru talin vera 4,6 milljarðar króna. Langmest-
ur hluti framleiðslunnar fer til innanlandsneyzlu og sparar
því mikinn gjaldeyri, en í vaxandi mæli eru unnar vörur úr
ull og skinnum, og nemur útflutningur þeirra á ári senr næst
1,2 milljörðum króna og fer vaxandi.
Annar útflutningur landbúnaðarvara var 441,5 milljónir
króna. Heildarútflutningur á búvörum og iðnaðarvörunr frá
landbúnaði nam 1 milljarði sexhundruð og þrjátíu og
þremur milljónum króna árið 1984 og jókst um rúm 50%
frá fyrra ári. Þótt ýmislegt blási á móti og okkur þyki á
stundum landbúnaðurinn verða fyrir óvæginni og öfgafullri
gagnrýni, þá finnst mér samt ekki ástæða til annars en vera
bjartsýnn á framtíð hans vegna þess, að alltaf þegar á
reynir, þá er hann styrkasta stoð hverrar þjóðar. Við höfum
að mörgu leyti við sömu vandamál að etja og aðrar þjóðir.
Það kom fram í sumar, er hér var haldin ráðstefna
Evrópudeildar FAO. Kjarninn í ræðu, sem aðalfram-
kvæmdastjóri samtakanna flutti, var sá, hversu viðfangs-
efnin í veröldinni væru ólík. Annars vegar væri mat-
vælaskorturinn, t. d. í Afríku, og hins vegar of mikil
matvælaframleiðsla eins og í Evrópu og víðar. Fram-
kvæmdastjórinn taldi markmiðið í landbúnaði Evrópu vera
það að framleiða fyrirfram ákveðið magn búvara með
minnstum tilkostnaði og jafnframt að halda við gamal-
gróinni búsetu til að nýta gögn og gæði landsins.
Þetta er sú landbúnaðarstefna, sem við vinnum að hér á
landi. Að halda við byggðum býlum og laga búvörufram-
leiðsluna markaðsaðstæðum og efla allt það, er verða má til
hagsbóta fyrir land og þjóð. Loðdýrarækt er stunduð í
auknum mæli og gefur bjartar vonir um arðsama atvinnu.
Sama máli gegnir með fiskirækt í ám og vötnum og
kornrækt gefst sums staðar vel. Jarðhitinn er víða, gróður-
húsaræktun fleygir fram og skógrækt gefur góðar vonir.